Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1982, Page 115
»
Að frumkvæði Ara Teitssonar munu slíkar mælingar þá
þegar hafa verið hafnar að einhverju leyti í Suður-Þingeyjar-
sýslu og ýmislegt fróðlegt komið í ljós. Eins og fram kom í
skýrslu Jóhannesar Sigvaldasonar á síðasta aðalfundi var
keyptur vindhraðamælir í fyrra fyrir hluta af styrk til þess
arna, sem fékkst úr Framleiðnisjóði.
Utan Suður-Þingeyjarsýslu voru þó engar mælingar gerðar
það sumar. Hins vegar voru keyptir tveir vindhraðamælar í
viðbót, sem eru langdýrustu tækin og ýmis önnur nauðsynleg
tæki, þannig að nú eru við lýði þrjú úthöld á svæðinu, eitt
fyrir Húnavatnssýslur, annað fyrir Skagafjörð og Eyjafjörð og
hið þriðja fyrir Þingeyjarsýslur.
Ari Teitsson, ráðunautur tók að sér að leiðbeina öðrum
ráðunautum á félagssvæðinu um meðferð tækja þessara í
byrjun júlí í sumar og aukin heldur Sigurði Jarlssyni ráðu-
naut af fjörðum vestur.
Um þessar mundir er búið að mæla virkni súrþurrkunar
með tækjum þessum á um 25 bæjum í Vestur-Húnavatns-
sýslu, nokkrum í Austur-Húnavatnssýslu og Skagafirði, ein-
um 50 í Eyjafirði, á flestum bæjum í Suður-Þingeyjarsýslu og
mælingar að hefjast í Norður-Þingeyjarsýslu.
Ekkert heildaruppgjör hefur farið fram á þessum upplýs-
ingum, en augljóst er að á þessu er engin vanþörf og þótt fyrr
hefði verið.
Samkvæmt samþykkt á aðalfundi Ræktunarfélags Norð-
urlands 1981 og aukafundi í nóvember það ár var ákveðið að
bjóða bændum á svæðinu bréflega upp á viðræður við ráðu-
nauta um efnið „heygæði og sláttutími“. Þátttakendur urðu
95 talsins og heimsóttum við Bjarni Guðleifsson þá flesta fyrir
sauðburð í vor og ræddum fram og aftur um ýmsa þá þætti,
bæði frá faglegu og verklegu sjónarmiði, sem lúta að þvi að fá
meira og betra hey en nú fæst víða.
Komu ráðunautar inn í þessa umræðu eftir því sem við var
komið í hverju búnaðarsambandi. Þótt svör bænda og við-
ræður við þá bæru vott um vítt áhugasvið, er óhætt að segja
að endurvinnsla túna og atriði því skyld hafi langoftast borið
á góma.
117