Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1982, Page 120
Fundir ogferðalög.
Síðastliðið haust fór ég í Vestur-Húnavatnssýslu til að taka
heysýni. Fór ég um Vesturhóp, Vatnsnes og Hrútafjörð. Þá
aðstoðaði ég við töku jarðvegssýna í Lýtingsstaðahreppi í vor.
Að vanda sótti ég Ráðunautafund RALA og Bl í febrúar og
vorfund tilraunastjóra í mars í Reykjavík. Þá hélt ég erindi á
Bændaskólanum að Hólum og Garðyrkjuskólanum að
Reykjum og fjallaði um þol og kalskemmdir á gróðri. Enn-
fremur fór ég ásamt Grími Jónssyni ráðunaut um Langanes
og skoðaði kalskemmdir, sem voru sumsstaðar mjög miklar. I
vor og sumar fór ég víðsvegar um Norðurland vegna leið-
beininga um heygæði og sláttutíma túngrasa. Þessu varð því
miður ekki sinnt eins og best varð á kosið. Hugmyndin var að
við Þórarinn Lárusson og héraðsráðunautar heimsæktum
bændurna, sem gáfu sig fram, síðla vetrar og svo aftur rétt
fyrir slátt. Við náðum því miður ekki að heimsækja nema hluta
bændanna fyrir slátt, en teljum að bæði við og þeir sem við
litum til hafi haft gagn af að skoða tún og túngrös. Augljóst er
að vandi bænda er mikill þegar þeir reyna að ná góðum
heyjum af skemmdum túnum þar sem sáðgresi er að mestu
horfið. Samhliða þessum heimsóknum á bæina gerði ég
gróðurmat á nær öllum spildum á tveimur bæjum í hverri
sýslu, samtals 12 bæjum, 131 spildu. Gróðurfarið var geysi-
lega breytilegt en óvegið meðaltal sýnir eftirfarandi:
Vallarsveifgras..... 19%
Snarrót ............... 19%
Vallarfoxgras ......... 17%
Háliðagras ............ 15%
Túnvingull.............. 9%
Haugarfi............ 9%
Varpasveifgras...... 5%
Vegarfi .............. 2%
Eyða ............... 1 %
Annað............... 4%
Það er athyglisvert hve sáðgresið er lítið. Ennfremur vakti
athygli hve brennisóley og vegarfi fara vaxandi i sumum
túnum. Þá kom í ljós að roðamaur sá sem valdið hefur usla í
sumum túnum undanfarin ár virðist gera það víða um Norð-
urland. Þess má geta að á aðalfund þennan kem ég beint frá
Danmörku af fundi vinnuhóps á vegum NJF um sjúkdóma í
122