Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1982, Page 122
Hlákur í febrúar og mars skemmdu tilraunina, en í henni voru
notaðir nýir hitamælar sem Ræktunarfélagið hefur keypt.
1 vorleysingum safnaði ég bakteríusýnum undan svellum í
Svarfaðardal og á Árskógsströnd. Fékk ég aðstoð og aðstöðu á
útibúi Rannsóknarstofnunar fiskiðnaðarins á Akureyri til
ræktunar á bakteríunum. Þarna fundust m.a. sömu bakteríur
(Pseudomonas) og áður höfðu fundist á svelluðum grösum á
rannsóknarstofu. Margt bendir til að þessar bakteríur lifi á
grösunum undir svellunum. Enn er óljóst hvort bakteríurnar
eru rotbakteríur sem lifa á dauðum plöntum, eða sjúkdóms-
valdar sem ráða grösum bana. Þá tókst í sumar að fá greindan
þörung er sums staðar sést á túnum eftir vorleysingar, og líkist
mjög kalsveppum. Reyndist þetta gulgrænþörungur (Tri-
bonema) og er hann líklega skaðlaus, en vex oft einmitt í
kalblettum.
Utgáfa og ritstörf.
Jóhannes Sigvaldason sá um útgáfu Ársrits Rfl. Nl. 1981. Eg
hef síðan undirbúið útgáfu næsta Ársrits.
Fjölrit BRT kom ekki út á árinu, en efni er fyrirliggjandi.
Ræktunarfélagið lét á árinu binda inn 250 eintök af Berg-
hlaupi, en það sem upphaflega var bundið var á þrotum.
Frá síðasta aðalfundi hafa birst eftir mig tvær tímarits-
greinar, önnur á ensku í Acta Botanica Islandica og fjallar
hún um blaðblettasveppi á grösum, en hin í tímaritinu Nátt-
úruverki og fjallar um álver í Eyjafirði. Þá hef ég undirbúið
handrit að greinum um kalrannsóknir þær sem ég vann að í
Ottawa og er það gert í samvinnu við kanadískan vísinda-
mann.
Lokaorð.
Ég vil þakka öllu samstarfsfólki fyrir ágæt samskipti á síðasta
starfsári og vænti þess að við getum áfram starfað saman
norðlenskum búskap til heilla.
124