Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1946, Page 10
10
HÖFÐINGLEG GJÖF VESTAN UM HAF
ist þar af eigin raun baráttu og sigrum landnemanna. Hann stundaði nám í guð-
fræöiskólanum í Meadville í Pennsylvaníu og síðan í Harvard háskóla. Eftir það
gegndi hann jjrestþjónustu hjá Unítarasöfnuðinum í Winnipeg, en gerðist jafnframt
forvígismaður Vestur-íslendinga í félags- og menningarmálum, og er saga hans á
því sviði margþættari og merkilegri en svo, að reynt verði að rekja hana hér. Hann
hlaut margs konar viðurkenningu fyrir störf sín í þágu menningarmála og bók-
mennta, meðal annars doktorsnafnbót frá Meadville-skólanum og frá Háskóla íslands.
Hann lézt í Winnipeg 30. janúar 1940.
Frú Hólmfríður Pétursson er fædd í Hraunkoti í Aðaldal í Þingeyjarsýslu 10. júní
1879. Voru foreldrar hennar Jónas Kristjánsson, bóndi þar, og kona hans, Guðrún
Þorsteinsdóttir. Hún flutlist ung vestur um haf, giftist Rögnvaldi Péturssyni sama árið
og hann hóf nám sitt við Meadville-skólann og reyndist manni sínum jafnan hinn ágæt-
asti förunautur. Var heimili þeirra og heimilislíf mjög til fyrirmyndar, og þótti öllum
gott þar að koma. Þau eignuðust finnn börn, og eru fjögur þeirra á lífi, ein dóttir og
þrír synir, öll háskólamenntuð.
F. S.