Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1946, Page 61

Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1946, Page 61
ÍSLENZK LEIKRIT 1645 — 1 946 61 sem mun þangað renna á sínum tíma. Þá á Leikfélag Reykjavíkur. eins og eðlilegt er, mikið og gott safn leikrita frá sýningum 15 síðustu ára, en í einstaks manns eign veit ég flest leikrit í handritum eða uppskriftum hjá Alfred Andréssyni leikara. Hef ég haft aðgang að safni hans og kann honum beztu þakkir fyrir, svo og fyrir ýmsar upplýs- ingar um leikrit prentuð í blöðum og tímaritum, en þeim hefur hann safnað af mikilli kostgæfni. Annar góður vinur minn, Ármann Kristinsson stud. jur., hefur gefið mér margar gagnlegar vísbendingar um skólaleiki fyrr og síðar. Leiksögulegar ritgerðir Þjóðverjanna Carls Kuchlers og J. Poestions frá síðustu alda- mótum hafa orðið mér nokkuð að liði. Þeir nefna báðir leikrit, sem ekki er getið ann- ars staðar, Kiichler einkum leikrit eftir vestur-íslenzka höfunda, og er sumt af þessu glatað. Annars eru ritgerðir þessara útlendinga varhugaverðar sem heimildarrit um íslenzka leiklist og leikritun, eins og að líkindum lætur. Traustari fóturn standa rann- sóknir dr. Steingríms Þorsteinssonar, sem birtar eru í ritum hans: Upphaf leikritunar á Islandi og Jón Thoroddsen og skáldsögur hans. Hef ég mjög stuðzt við síðara ritið um öll leikrit, sem spunnizt hafa út frá skáldsögum Jóns. Einstakir menn, leikritahöf- undar og leikarar, hafa gefið mér vísbendingar, og kann ég þeim öllum þakkir fyrir, en að sjálfsögðu tek ég með þökkum við aðfinnslum og leiðréttingum þeirra, sem mér hefur ekki unnizt tími til að leila til. Um skrásetningu leikritanna er þeirri reglu fylgt, að getið er tegundar leiksins og þáttafjölda næst á eftir nafni leiks og höfundar, tilgreint fæðingarár höfundar og dán- arár, ef liðinn er, heiti leiksins á frummáli, ef hann er þýddur úr erlendu máli og þá tilgreint, hvenær leikurinn kom fyrst fram (prentaður eða sýndur á frummáli). Þá er leitazt við að gefa upplýsingar um það, hvar leikinn sé helzt að finna í handriti, hvar og hvenær prentaður eða fjölritaður, en um fyrstu sýningu leiks er getið til að ákveða aldur hans. Ef úl af þessum reglum er brugðið, þá hefur ekki verið nægilega kunnugt um leikritið. Þar sem ég hef tekið mér svo stórt í munn, að nefna skrána íslenzk leikrit 1645— 1946, þykir mér hlýða að gera nokkra grein fyrir elztu leikritunum. Elzt er í skránni Belialsþáttur eftir Jacobus Palladinus de Theramo, þýddur að ég hygg um 1645. Ekki er þessi tímasetning örugg, en af biblíutilvitnunum, sem í leiknum eru, má ráða, að Þorláksbiblía (1637) hefur verið komin út, því nokkrar tilvitnanir eru teknar orðrétt eftir henni, en langflestir ritningarstaðir virðast vera tilfærðir eftir minni með orða- lagi Guðbrands biskups (1584). Aðaluppskrift leiksins, sem er í Landsbókasafni, er miklu yngri, gerð af Þorsteini Halldórssyni í Skarfanesi á aðeins 4 dögum eins og frá er greint í uppskriftinni. Leikritið er svo langt, að uppskriftartíminn er ótrúlega stutt- ur, nema Þorsteinn hafi setið við að skrifa leikritið upp svo að segja í einni lotu, og er þá ósennilegt, að hann hafi haft frumritið undir höndum heima í Skarfanesi, heldur hafi hann komizt yfir það einhvers staðar þar sem hann var gestkomandi og þurft að hafa hraðann á. í námunda við Skarfanes á Landi voru handrit helzt að finna í Skálholti og ef til vill á Keldum. Þorsteinn dvaldi þar tíðum við skriftir, og eins í Skálholti, en þar
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114

x

Árbók Landsbókasafns Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Landsbókasafns Íslands
https://timarit.is/publication/279

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.