Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1948, Page 183

Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1948, Page 183
PÉTUR GAUTUR 183 eintak af honum sjálfur og handritið sennilega týnt. Hann fékk því Pál Eggert Ólason til að skrifa leikritið allt upp fyrir sig eftir prentuðu eintaki hér í Reykjavík. Hefur það líklega verið um þær mundir. sem Einar hafði útgáfu Hranna í takinu. En ekkert varð að sinni úr endurprentun Péturs Gauts. — Vorið 1921 leysti Einar svo upp heimili sitt, sem staðið hafði í Kaupmannahöfn síðustu 4 árin, fór til Islands til að vera viðstaddur konungskomuna, þar sem flutl voru kvæði hans til Kristjáns X., en hélt síðan áfram til Vesturheims í boði íslendinga í Winnipeg. Meðan hann var vestra, voru Vogar prentaðir hér heima. Um haustið stofnaði hann að nýju heimili í Reykja- vík og hélt þar kyrru fyrir árlangt um sinn. Einar tók það sárt, hve þýðing hans af Pétri Gaut var fáum kunn, því að bæði hafði hann hinar mestu mætur á skáldverkinu sjálfu og var einkar annt um þýðingu sína, sem vonlegt var. Með henni hafði honum vissulega tekizt — eins og hann hafði ætlað sér — að þoka íslenzkri lungu fram á veg sem menningarmáli, hafði „treyst á hæfi- leika“ hennar „til þess að vera lifandi þjóðmál. jafnhliða öðrum málum heimsins. fært í allan sjó og fallið til þess að taka ölluin þeim framförum vaxandi menningar, sem nútíminn heimtar og veitir“.] Einar hafði hér þreytt slík fangbrögð við hinn rammeflda skáldjöfur annars vegar og þanþol íslenzkrar tungu hins vegar og lagt þar fram svo mikið af sjálfum sér, að hann gat ekki unað því til lengdar, að það starf sitt væri falið öllum þorra manna. Og útgáfa slikra rita horfði nú allt annan veg við en verið hafði um aldamót. Einnig var fé nú mjög gengið af Einari, svo að honum var full þörf nýrrar tekjuöflunar. Hann samdi því um 2. útgáfu Péturs Gauts við Sigurð Kristjánsson, sem verið hafði kostnaðarmaður að öllum ljóðabókum hans nema hinni fyrstu — og var hættur útgáfustarfsemi, þegar síðasta bók hans var prentuð (Hvamm- ar 1930). Hefur Sigurður sagt mér, að Einari hafi auðsjáanlega þótt mjög vænt um það, þegar prentun var ráðin á Pétri Gaut. En það hefur verið þegar eftir komuna frá Vesturheimi haustið 1921, sem Einar tók að búa hana úr garði. Vera má, að hann hafi fyrr — eða um það leyti, sem hann aflaði sér eftirritsins — tekið að endurbæta þýð- inguna. Víst er um það, að uppskrift Páls Eggerts Ólasonar lagði hann fram til prent- unarinnar, en hafði þá gert á henni ýmsar breytingar við þýðingu sína og steypt byrj- unina algjörlega upp að nýju. Enn vék hann sumu við, meðan verkið var í prentun. En prófarkir lásu Einar sjálfur og Pétur Sigurðsson, núverandi háskólaritari. Hann segir mér, að Einar hafi ætlað sér að semja skýringar við Pétur Gaut — og einnig við Fer- hendur Tjaldarans (Rubáiyátl eftir Ómar Kliáyám, sem Einar þýddi og birti í Vogum (sbr. þar athugasemd í bókarlok). En hvorugu kom hann fram. Nokkrar almennar skýringar eru þó í eftirmála við Pétur Gaut, sem dagsettur er 21. janúar 1922,- En 1) Formáli þýðingarinnar 1901. 2) Það er undarleg tilviljun, að daginn áður en dagsettur er eftirmálinn að Pétri Gaut 1922 and- aðist Pétur ráðherra Jónsson frá Gautlöndum, en hann var oftast kallaður Pétur Gauti, og í h'kingu við það nafn hafði Einar á sínum tíma sniðið heiti Péturs (Jónssonar) Gauts. En svo háttvís hafði hann verið, að hann skrifaði Pétri á Gautlöndum, áður en hann gaf fyrst út þýðingu sína, og hað leyfis til nafnlíkingarinnar, og var það fúslega veitt.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224

x

Árbók Landsbókasafns Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Landsbókasafns Íslands
https://timarit.is/publication/279

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.