Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1967, Side 14
14
LANDSBÓKASAFNIÐ 1966
sætt fyrrnefndu tilboði. Fáeinir hafa ennfremur gerzt svonefndir styrktarmenn Lands-
bókasafns, greiða ákveðið árgjald, nokkru hærra en nemur verði Arbókarinnar, og
hlynna þannig að henni og annarri útgáfustarfsemi safnsins.
Landsbókasafn flytur áskrifendum Árbókar þakkir sínar og kveðjur.
HÚSNÆÐISMÁL í Árbók Landsbókasafns 1964, er út kom haustið 1965, ræddi
ég nokkuð húsnæðismál safnsins og nauðsyn þess, að við þeim
yrði snúizt snarlega. í lillögum vorið 1966 um fjárveitingar til safnsins árið 1967
vék ég enn að þessu efni og sagði m. a.: Landsbókasafn íslands mun sumarið 1968
minnast 150 ára afmælis síns. Yrði safninu ekki annar meiri greiði gerður en ef tak-
ast mætti fyrir þau tímamót að finna ákveðna lausn á húsnæðismálum þess og hefja
nauðsynlegan undirbúning til framkvæmdar henni.
Menntamálaráðherra skipaði í júní 1966 ráðuneytisstjóra sinn og okkur háskóla-
bókavörð í nefnd „til að athuga, hversu málum vísindalegra bókasafna verði skipað
hér á landi til frambúðar, þ. á. m. um tengsl Háskólabókasafns og Landsbókasafns“.
Nefnd þessi skilaði skýrslu sinni og tillögum síðla sumars 1966.
Félag íslenzkra fræða hefur á þessu ári (1967) látið safnamálin til sín taka og sent
frá sér áskorun um raunhæfar aðgerðir í þeim. Aðrir hafa síðan tekið í sama streng,
svo sem fulltrúaráð Bandalags háskólamanna - og Ármann Snævarr háskólarektor í
setningarræðu sinni fyrsta vetrardag.
Loks er þess að geta, að umræður urðu nú fyrir skemmstu á alþingi um málefni
safnanna, og leiddu þær til þess, að stofnaður var svokallaður Byggingarsjóður safna-
húss og veitt til hans 1% milljón króna á fjárlögum fyrir árið 1968.
Má segja, að þar hafi verið tekinn upp þráðurinn frá ályktunartillögu þeirri um
sameining Landsbókasafns og Háskólabókasafns, er samþvkkt var á alþingi 29. maí
1957. Verður því væntanlega hægt, áður en langt um líður, að velja hinu nýja bóka-
safnshúsi stað og hefja annan nauðsynlegan undirbúning.
Landsbókasafni, 20. deseraber 1967.
Finnbogi Guðmundsson