Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1967, Page 112
108
HÖFUNDUR GAMLA NÓA
Hundtyrkjar helmorð oft verka
hamljótir ótætis þrjótar.
5. Eiríkur karl réð kreika,
kannaði heims manna byggð ranna,
bylgju trað brautar sylgjar
Björns niður hjörnum frá norðstjörnu.
Suður tók hann svansúðar
samfund, en hvalgrund þá stundi,
aftur kom heill óhnepptur
Hafnar til safni úr Drafnar.“
Eiríkur lifði við fátækt síðustu æviár sín; var m. a. grafari meðan kraftar leyfðu.
Hann dó í nóvember 1791 kominn undir sextugt.
Frá Eiríki víðförla veit ég síðast sagt í handritinu Ny kgl. Saml. 3284, 4to (kvæð-
um Benedikts Gröndals eldra):
„Motto, framan á Reisubók Eiríks Biörnssonar Polijhistors.
(Hann hafdi ferdast til Austindia, og skrifad nockur 0rk um hvad hann hafdi séd
og heyrt. — Þad Exempl. sem eg hefi sed hafdi gl. Jón Olafsson Brachycolpos* (Ecki
Svefneyingurinn.) lagt seinustu hönd á og halldid serlega framm. Eríkur dó seint á
minni Tid í Khöfn, var þá bod vid Lærdom. List. Felag, og testament. því allar sínar
Eigur og bibliothek, nl. lettvæg igángsföt, og fullkomid Safn af þessa Félags Ritum.
Fyrir þetta feck hann vel sæmandi Greptrunar kostnad hiá Félaginu, og mig minnir
ad Fatækir fengi, í valúta, allt þad hann hafdi testamenterad.) -
Eíríki var ordid sýnt
um ýmsra landa snilli;
en mörgu hafdi Táki (diminul af
Strákur) týnt
tród svo lýgi á milli.
2.
Hönum var eigi hörundid sárt
hann þegar girntist frama,
ad liúga bert eda kenna klárt
kom hönum uppa sama.
3.
En fyrst sú gáfa fáa brast,
er foru millum þioda,
tel eg helldur lof enn last
lesid um Eírík Fróda.“
Þ. e. Grunnvíkingur.