Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1967, Page 135
ENDURSKOÐUN VÖLUSPÁR
131
Frekari vitna þarf ekki við um örlagatrú í Völuspá Konungsbókar. Einnig er
hafið yfir allan vafa, að æsir eru örlögunum undirgefnir. Átakanlegustu dæm-
in um það eru 6., 7. og 8. atriði. Þá virðist ljóst, að æsir blóta bæði fyrir og eftir
ragnarök. Um það vitna 2., 5. og 9. atriði, hafi ég skilið þau rétt. Sé nú svo, þarf
ekki að efast um, hver máttarvöldin eru, sem goðin dýrka. Örlögin ein koma til
greina eða ímynd þeirra: nornirnar Urður, Verðandi og Skuld.
B. í Völuspá Hauksbókar er vald örlaganna að engu gert - að svo miklu leyti
sem unnt var og skilningur E leyfði. Skal það nú rakið lið fyrir lið.
1) Fyrsta tilræði E við örlögin er það, að hann sviptir þau dýrkun ása, þar sem
hennar er getið skýrustum orðum. Hann kippir brott vísuorðunum (K 7)
þeir es hprg ok hof
hptimbruðu
(Sjá A, 2. atriði.) og setur í þeirra stað (H 7)
afls kostuSu,
alls freisluSu.
K 7 er fastmótað listaverk, sem spillist við minnstu breytingu. I vísunni eru
sex sagnir, sem allar - nema hin fyrsta - tákna íðir „á /cfavelli'4 (2. vo.): hgtimbr-
uSu, IggSu, smíSuSu, slcópu, gprSu. í öllum dæmunum er átt við ákveðnar smíðar:
hprg ok hof, afla, auS, tangir og tól. Sagnir H: kostuSu, freistuSu, ásamt fylgiorðum
stinga í stúf greinilega. Annað fylgiorðið, afls (3. vo.), ber og merki E: Það rekst á
afla (5. vo.). Sbr. fram - fremst (H 1), livars - hvars (H 27), en - en (H 45), orms
- ormi (H 47). Loks er augljós lágkúra í stuðlasetningu H 7. Ljóðstafir þriggja
fyrstu fjórðunganna eru allir sérhljóð. Þrjú þeirra (af sex) eru sama sérhljóðið:
a — a — a, og mynda óslitna röð fremst í vísuorði. Jafnvel orðin eru lík og voru í
fornum framburði enn líkari hvert öðru en þau eru nú (/ á undan l borið fram sem
v): afls - alls - afla. Slík flatneskja þekkist hvergi í K.
2) E getur ekki unnt nornunum aðseturs að heilögum Urðarbrunni (K 20 - H 20.
Sbr. A, 3. atriði.). Hann fær þeim hústað i „sal“ nokkurum „á þolli“, væntanlega í
ríki Veðurfölnis, Ratatosks og annarra dýra, sem hafast við í limum asksins. Þá
er hlutverk nornanna lítilsvirt, með því að þær eru - öðrum þræði - gerðar að spá-
konum „prlgg at segja“.
Vegna nafnhelgi kallar völvan í K 20 Urðarbrunn sœ, en ask Yggdrasils þoll, þeg-
ar hún kynnir þessi fyrirbæri á blómaskeiði veraldar. E er hins vegar ekkert heilagt,
sem heiðið var. Með breytingunni sœ í sal afmáir hann virðingarvott völunnar og
gerir þoll að skrípiyrði. - Fyrir þessa sömu breylingu stangast á Urðarbrunnur í
H 19 og hinn nýi „salur“ (H 20), þar sem þaSan (1. vo.) heimtar, að hvor tveggja
sé eitt og hið sama.
3) í K 22 (Sbr. A, 4. atriði.) er fullyrt, að Heiður hafi verið velspg (vglu velspáa
= laust viðurlag við hána). E dregur úr þessari fullyrðingu, segir, að æsir hafi
kallað hana HeiSi . . . ok vglu velspáa (H 27). — I K er sagt með miklum þunga: