Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1967, Qupperneq 148
144
ENDURSKOÐUN VÖLUSPÁR
MeS þrem síðasttöldu dæmunum (K 5, 17 og 50) er það sameiginlegt, að í þeim
öllum er um að ræða laust viðurlag, tví- eða fleiryrt, sem tvístrað er eða fleygað
af öðrum hlutum sömu setningar. Gleggra er þó að líta á hverja setningu í heild
og tala um fléttur, enda yrði ekki hjá því komizt í einu dæminu (K 17).
1) K 44 - H 38 og 39. en mjgtuðr kynndisk at Gjallar horni (K 44): en tortím-
ing var kunngerð í ríki Heljar. - Ekkert mál er skýrara í fornum kvæðum. Mjgtuðr
er vel þekkt skáldskaparorð, sögnin að kynna alkunn og Gjallar liorn augljós kenn-
ing. Horn er skaut, og allir þekkja landshorn og himinskaut, sem Snorri kallar horn
(Sn.-E.). Með liorni í K 44 er átt við „heimsálfu“, en horn Gjallar, árinnar frægu,
sem rann „næst helgrindum“ (Sn.-E.), þýðir „heimshorn Gjallar“, þ. e. ríki Heljar.
Orðin at Gjallar liorni (K 44) og at sglum Heljar (K 41 - H 33) eru hliðstæður að
formi og efni.
A orðunum þrem: enn gall g (K 44), er enginn skuggi. Skáldið heyrði, að Gjgll
gall.
Vegna þess að önnur setningin er fleyguð hinni og fleygurinn nær ekki vísuorði
að lengd, hefur þetta dæmi (K 44, 2.-4. vo.) reynzt eitthvert myrkasta mál í fornum
kveðskap. Ýmislegt fleira ber þó til: 1) Menn hafa ekki búizt við slíku bragði í
kvæði með fornyrðislagi. 2) Horfið er frá nútíð (leika, 1. vo.) til þátíðar (kynndisk,
2. vo„ og gall, 3. vo.). 3) Hið gamla þátíðarviðskeyti í „kynn-d-isk“ er löngu fyrnt
síðari alda mönnum. 4) Sagnarmyndin kyn(n)disk er tvíræð: getur verið komin af
kynna eða kynda. 5) Stuðlasetning er ófullkomin, þar sem gall (3. vo.) ber stuðul,
en hefur þó ekki fulla áherzlu (Sbr. næslu hls.). 6) Breyting E hefur villt, og 7) skiln-
ingur Snorra er þungur á metunum.
E breytti Völuspá Konungsbókar ekki aðeins — svo sem verða mátti — til samræmis
við kenningar kristinnar kirkju, heldur vildi hann og, að samtíðin skildi kvæðið að
öðru leyti, a. m. k. hann sjálfur. Þess vegna breytti hann setningunni enn gall g í ein-
kunn og kom þannig á loft „enu gamla Gjallarhorni (H 38). Um hitt mun hann
ekki hafa skeytt, hvernig boða mætti — eða „kynda“ — tortímingu „at lúðri Heim-
dallar“, enda mun óhætt að lýsa yfir því, að sú gáta verði seint ráðin, sé merking
orðanna virt.
1 K 43 og 44' lítur völvan inn í alla helztu heima fyrir ragnarök: heim manna, jötna,
Heljarsinna og goða, og lýsir ástandi veraldar og viðbrögðum manna og vætta. Þetta
virðist E hafa skilið eða honum fundizt, að svona ætti þetta að vera, því að hann
saknar — eftir breytingu sína — ríkis Heljar. Að minnsta kosti bætir E við frá eigin
brjósti frétt frá helvegum (H 39). Og hvernig sem á því stendur, tekur fréttin: Hræð-
ask allir . . . (5.-8. vo.), mjög eðlilega við af orðum K 44: en mjgtuðr kynndisk at
Gjallar horni.
Fyrri helmingur H 39 er hins vegar s. s. niðurlag K 44 (9.-12. vo.) orðrétt, nema
E snýr öllu við. í síðara helmingi K 44 (7.-12. vo.) er fólgin stígandi svipuð þeirri,
sem greina má í K 2 (Sjá 141. hls.): Leikurinn berst frá rótum asksins (7.-8. vo.) og
magnast (9.-10. vo.), unz Yggdrasill skelfur endanna á milli (11.-12. vo.). Þessu