Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1967, Qupperneq 149
ENDURSKOÐUN VÖLUSPÁR
145
aðalsmerki HV tekst E að spilla með því að víxla tvenndum vísuorða (Sbr. K 52, 5.-
12. vo., og H 48. Sjá 136. bls.).
2) K 29. I þessari vísu eru fléttaðar saman tvær setningar: a + b + a + b. Þetta
er eina fléttan af þrem (Sbr. K 12 - H 12, K 20 - H 20), sem torveldar skilning, enda
eina setningafléttan, sem í eru þáttaskil inni í vísuorði. - Um skilning E verður ekkert
sagt annað en það, sem ráða má af skilningi síðari tíma fræðimanna, svo og, að
honum mun ekki hafa hugnað efnið. Vísan stóðst ekki skoðun (Sjá 132. bls.).
3) K 5 - H 5. I frumvísunni eru fléttaðir saman hlutar sömu setningar: a —(— t —|— a
+ b- Vandanum valda þáttaskilin inni í 4. vísuorði, þ. e. milli orðanna himinjó/’dýrr.
Jóðúr (H 5) er vafalaust kenning, og varla er um að villast, hvað hún merkir. Jóð er
barn, en úr (væta, úði, regn) þess: tár (Sbr. Tárum rigni, Lil. 75.). E hugsar sér, að
sólin í konulíki - og öngum sínum - þerri tárin með því að strjúka yfir þau hægri
hendi. Að vísu eru orðin, sem kenningunni fylgja, nokkuð stór og annarleg, en þess
ber að gæta, að þeim er kippt úr upphaflegu sambandi. í annan stað er kenningin
sjálf gerð með staffræðilegu tilliti til „jó, dýrr“ í K 5 (Sbr. Kb. og Hb.).
Breyting E á 4. vísuorði K 5 er sérstök að því leyti, að með henni er stuðlasetningu
spillt. En ófullkominnar stuðlasetningar gætir allvíða í frumkvæðinu (K 6, 3-4; 27,
7-8; 37, 1-2; 44, 3^; 46, 1-2; 53, 1-2; 55, 5-6; 59, 1-2; 61, 5-6), svo að E gat
líka tekið sér skáldaleyfi. Þá er einnig athyglisvert, að vísuorðið verður þríkvætt: o/
jóðúr. Sama kemur fyrir í H 11: Veggr, Gandaljr (Sbr. K 12, 1. vo.), H 32: Gól yfir
(Sbr. K 40.), og H 58: frá Niðg (Sbr. K 61.). En dæmi slíks vantar ekki heldur í
Völuspá Konungsbókar: Hljóðs bið ek (K 1. Sbr. H 1.), es Gullveig (K 21 — H 26),
mistilteinn (K 31), glaðr Eggþér (K 40. Sbr. H 32.), Geyr garmr mjgk (K 42 - H 31).
4) K 17 — H 17. í frumvísunni eru fléttaðir saman hlutar sömu setningar (a og b)
bæði í öfugri röð og með þáttaskilum inni í vísuorði: b (3. vo.) + a + b + a. Ekki
torveldar síður skilning, að önnur setning (c), sem er í beinum tengslum við hið lausa
viðurlag (b), fer á undan viðurlaginu: c (1. og 2. vo.) + b + a+ b + a. Sé vís-
an tekin upp, hljóðar hún svo: Æsir (a), - gflgir ok ástkir at húsi (b), unz þríar ór
því liði kvgmu (c), - fundu . . . (a).
E er haldinn þeirri áráttu að snúa hlutum við, þar sem hann má því við koma
(Sbr. 137. og 144. bls.). Miðgarð mœran (K 4) verður mœran Miðgarð (H 4), Vitr ok
Litr (K 12) verður Litr ok Vitr (H 12), og Baldr mun (K 58) verður mun Baldr (H
54). Af svipuðu tagi eru breytingarnar Brimis í brimt og blgm í Bláms (K 9-H 9),
svo og víxlun vísuorða þriðja fjórðungs K 42, um leið og öðru er breytt (H 31).
Undan þessari hvöt m. a. (Sjá 161. bls.) hefur E látið, þar sem liann breytir gflgir ok
ástkir (K 17) í ástkir ok gflgir (H 17). En þá gætir hann þess ekki, að ástkir er í föst-
um tengslum við forsetningarliðinn at húsi: ástkir at húsi — heimakærir. Ætla má,
að E hefði ekki hróflað við þessum orðum, hefði hann skilið, hvernig sambandi
þeirra var háttað.
5) K 50 - H 45. í frumvísunni eru fléttaðir saman hlutar sömu setningar (a og b),
en í lokin er fléttan fleyguð (c): a (5. vo.) + b + a + c + b.
10