Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1967, Side 157
ENDURSKOÐUN VÖLUSPÁR
153
áttu goðin við að etja ímynd líkamsburða, mergðar, slægðar og grimmdar. Sé nú
Hrymur talinn með, þ. e. hinn hrumi eða gamli, eru þessi öfl ásum andstæð í ragna-
rökum:
1) reynsla (Hrymur),
2) líkamsburðir (Miðgarðsormur),
3) mergð (lýður jötna),
4) slægð (Loki) og
5) grimmd (Fenrisúlfur).
Hver veit, nema HV hafi sett sér fyrir sjónir þessa mynd úr gömlum brotum - og
þeirri viðbót, sem þurfti til þess að gera hana heilsteypta? En hvað sem því líður, á
Níðhgggr - eða Niðjglr (H 42) - enga samleið með cfangreindum öflum. Hann væri
helzt ímynd matgræðgi, en græðgi sinni svalaði Níðhöggur með blóði og holdi
vondra manna (K 37 - H 35). Ekki er kunnugt, að hann hafi haft nein áhrif á gang
mála „í aldar rpk“ (Vafþr. 39).
BÝLEISTR - BÝLEIFTR
„Býleistr, . . . ; en anden skrivemáde -leiptr . . . er kun en afskriverforvanskning“
(Lex. pcet.). Þessi athugasemd Finns Jónssonar er heimildarlaus. Orðið býleiftr
(byggða hvalur) er ótvíræð kenning á jötni (K 47). En af því að hún líkist mjög
kunnu heiti á bróður Loka, Lofti, sem hét öðru nafni Býleistr (sá, sem fer yfir hyggð-
ir), skiptir E um orð (H 43). Býleists bróðir er gömul og gróin kenning á Loka, enda
er við hann átt bæði í K 47 og H 43. Af því leiðir þó engan veginn, að orðið býleiflr
í frumvísunni sé rangt. HV kallar Loka býleifts bróður, þ. e. jötun, á sama hátt og
hann kallar - í sömu vísu — hinn fræga son hans, Fenri, freka, þ. e. úlf.
Ekkert er líklegra en kenning Þjóðólfs úr Hvini: Býleists bróður mœr, þ. e. dótt-
ir Loka: Hel (Yt. 31), hafi vakað fyrir HV, þegar hann gerði sína kenningu. Má því
segja, að kenning HV sé tilbrigði við kenningu Þjóðólfs. En tilbrigðið er ekki að-
eins skraut vakandi skálds, heldur er með því lögð áherzla á ætterni Loka og skyldur
hans við alla jötna, en ekki við Býleist eða Loft einan, bróður hans: Bróðir „jgt-
uns“ es þeim í fgr. Enn fremur er líklegt, að býleiftr þýði „hval byggða“ í merking-
unni „óvinur byggða“. Væri þá gefið í skyn með þessu sama orði, hvert fgr væri
heitið: „Vinur óvinar byggða“ (Loki) veitir jötnum brautargengi.
GAGLVIÐR - GALGVIÐI
Breytingar E á 5. og 6. vísuorði K 40 (H 32) benda til, að hann hafi skilið fyrri
helming vísunnar sama eða svipuðum skilningi og Nordal: „Ekkert er eðlilegra en að
smali sitji á haugi, þar sem sér vítt yfir“ (Vsp. Nord., 83. bls.). Enn fremur virðist E
hafa gert ráð fyrir, að með gaglviði (K 40) væri átt við einhvers konar skóg eða trjá-
gróður, sem hlyti þá að hafa verið nokkuð hávaxinn, úr því að haninn gól of hgnum
í „viði“. En slíkur „viðr“ kemur illa heim við gýgjar hirði, sem „á haugi sitr ok varðar