Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1967, Síða 163
ENDURSKOÐUN VÖLUSPÁR
159
(p frb. o ) ór þprmum“ (H 30, 3^).* Því er kátlegt að sjá breytinguna „Ann ok
<4narr“, sem stuðlar við „Ái“ (K 11, 7-8), í „inn ok Önarr, Ai“ (H 12, 3-4), þótt
hún sé í samræmi við gamalgróinn smekk, sem Snorri lýsir svofelldum orðum: „En
ef hljóðstafr [þ. e. sérhljóði] er hgfuðstafrinn, þá skulu stuðlar vera ok hljóðstafir,
ok er þá fegra, at sinn hljóðstafr sé hverr þeira“ (Sn.-E.).
Róttækust þeirra breytinga, sem taldar eru hér á undan (A - D), er breytingin
„Þekkr > Þrár“ (2. dæmi B). Hún helgast af á-inu í Þráinn (H 12, 5), en einnig af
Þr- í sama orði, svo og orðinu Þrór (H 12, 6). Sbr. Þrór og Frór (H 13, 9). - Breyt-
ing E á 4. vísuorði K 15 er aðallega fólgin í því, að hann lætur nefhljóð hverfa í
öðru orðinu (Hlévangr > Hlévargr), en koma fram í hinu (Glói > Glóira/i).
E fellir brott tenginguna ok úr þrem fyrslu vísucrðum K 11 (H 11, 1-3). Sama
er að segja um 1. vísuorð K 12, en munurinn er sá, að það verður þríkvætt (H 11,
7). Ef borið er saman við 4. vísuorð H 13, þar sem skotið er inn ok til uppbótar fyrir
atkvæði, sem glatast við aðalbreytingu vísuorðsins (Svíurr í Sviðr), má segja, að
E hafi breytt Veigr (K 12, 1) í Veggr (H 11, 7) á kostnað tengingarinnar, sem á eft-
ir fór, þ. e. — í þessu dæmi - á kostnað atkvæðafjölda. Að breyttu nafninu Veigr, þar
sem -g- er raddað önghljóð, hefði ok valdið því, að þrjú lokhljóð við uppgóm hefðu
farið saman í fyrri hluta vísuorðsins: „Veggr ok 6'andalfr“, en allir finna, hversu hart
það er í skýrum framburði.
Til fróðleiks og yfirlits skulu taldar í stórum dráttum þær breytingar, sem E gerir
á dvergatölum K,
A) K 11 og 12:
1) innskot vísuorða (H 11, 5-6),
2) víxl vísnahluta (H 11, 7-8; H 12, 1-4),
3) tilfærslur einstakra dverganafna,
a) milli vísna (Nár, Þorinn),
b) innan vísu (Þráinn, Litr, Vitr),
4) nafnabreytingar (Veggr, Bífurr, fígjurr, Ónarr, Þrár, Nýr),
5) brottfelling samtengingar (ok X 4);
B) K 13:
1) innskot vísuorða (H 13, 5-8),
2) nafjiabreytingar (Heftifíli, Sviðr, Frór, Fornbogi),
3) innskot samtengingar (ok);
C) K 15:
1) nafnabreytingar (Hlévargr, Glóinn),
2) brottfelling vísuorða (K 15, 9-10).
* Ef til vill varpa þessi dæmi nokkru Ijósi á breytinguna Miðgarð mœran (K 4) í mœran Mið-
garð (H 4. Sbr. 145. bls.), sem leiðir af sér rétta skothendingu:
þez'r es mœran
Miðgarð skópu.