Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1967, Side 166
162
ENDURSKOÐUN VÖLUSPÁR
K 35, 11-12. H 32, 7-8.
bjórsalr jgtuns, fagrrauðr hani,
en sá Brimir heitir. en sá Fjalarr heitir.
Vísnatvenndin „Gullöld ása“ (K 7-8, H 7-8) er ekki aðeins í beinum tengslum við
fyrri helming K 17 (H 17), heldur og við vísurnar tvær um endurfundi ása eftir
ragnarök (K 56-57, H 52-53. Sjá 130. bls.). Þessu til áréttingar breytir E 1. vísuorði
K 56 (Finnask œsir) í samræmi við 1. vísuorð K 7 (Hittusk œsir, H 7), þ. e. setur í
stað sagnorðsins finnask (K 56) sögnina hittask (H 52). - Vera má, að nafnháttur-
inn finnask, sem kemur fyrir í næstu vísu (K 57. Sbr. H 53.), eigi einhvern þátt í
breytingu E, en sé svo, má segja, að breytingin komi úr hörðustu átt (Sbr. 137. bls.).
„SKEGGGALLR“
Líkt og stuðlasetningin „Ánn ok /fnarr, Ái“ (K 11. Sbr. H 12.) hafa orðin „skegg-
gld, skalmpW, . . . , vindp/d, varggld“ (K 43) freistað E. Hann skerðir þessa endur-
tekningu með því að breyta fyrsta orðinu í skeggggll (hdr. skegggll). Skeggggll
skalmgld (H 37) getur naumast þýtt annað en axargj allandi vígöld, þótt lýsingar-
orðið „gallr“ = gjallr þekkist annars hvergi nema í orðabókum, þangað komið fyrst
og fremst fyrir misskilning á 3. vísuorði K 44: Setningunni enn gall g hafa síðari tíma
fræðimenn breytt í enu galla — með hliðsjón af H 38 - og gert hana þannig að ein-
kunn með „Gjallarhorni“. — Annars má vel vera, að skegggll (Hb.) sé ritvilla fyrir
,,skegg9ll<Z“.
TÍÐABREYTINGAR
1) sá (K 34). Sbr. kná snúa (H 30).
2) sá (K 36) > sér (H 34).
3) fellu (K 36) > falla (H 34).
4) sá (K 37) > sér (H 35).
5) sat (K 38) > býr (H 24).
6) fœddi (K 38) > fœðir (H 24).
7) svart varð á (K 39) > svgrt verða (H 25).
í öllum þessum dæmum (H 24, 25, 30, 34, 35) er þátíð breytt í nútíð. í fljótu
bragði virðist það gert til samræmis við aðrar sagnir, sem koma fyrir í sömu vísum.
En sé litið á sagnorðið sá eitt um sig, má nærri geta, að nútíð af sömu sögn: sé(r),
bæði á undan og eftir, þ. e. a. s. í K 27, ..., 42 (þriðja stefi), 55 og 60 (H 23, ...,
31, . . . , 51 og 56), hefur haft sín áhrif. Líklega er samt undirrót þessara breytinga
fyrst og fremst brottfelling vísunnar um fund Oðins og völunnar, þá er ein sat hón úti
(K 28), en frásögn völunnar af þeim fundi krefst þátíðar í máli hennar nokkra hríð
á eftir. Eftir fundinn kemur sá sex sinnum fyrir í K. Þrjú fyrstu dæmin fellir E brott
ásamt heilum vísum, eyðir hinu fjórða með stórfelldum breytingum, en snýr tveim