Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1967, Síða 172
168
ENDURSKOÐUNVÖLUSPÁR
Efnisþráður K er óslitinn frá upphafi til enda. Eftir að völvan hefur ávarpað á-
heyrendur sína og gert grein íyrir sjálfri sér (1), segir hún sköpunarsögu heimsins
(2-7). Þá hefst ógæfa ása (8-ÍO), sem vex stig af stigi: a) Undirstaða allra heilla,
siðferðisþrekið, bilar. b) Æsir bíða ósigur í styrjöld og c) fremja höfuðglæp. Bjarg-
ráð ása (11) koma fyrir ekki. Baldur fellur (12), og Loka er hegnt (13), en ásum
sagt undir rós, hver örlög bíði þeirra (14). Aðdragandi ragnaraka er á næsta leiti
(15-17), og ragnarök dynja yfir (18-21). Þegar völvan hefur boðað upprisu jarðar
og heilbrigðs lífs (21—23), birtist í lok kvæðisins ótvírætt tákn um sannleiksgildi
spárinnar (24).
E slítur efnisþráð Völuspár, þar sem hann fellir brott 12. atriði K, „Dauða Bald-
urs“. Orsök þessarar aðgerðar er augljós og var áður rædd (Sjá „Orlagaþátt“, A 8,
B 5 og C.): vantrú E á valdi örlaganna, en trú hans á almáttugan guð (Sbr. 23. atriði
H.). Þessi sama aðgerð er svo undirrót þeirrar byltingar, sem orðið hefur í efnis-
skipun Völuspár um miðbik H. Þó kemur fleira til: E var skáld, sem mat meira form
en efni. Skal nú reynt að finna hvoru tveggja stað.
K H
o o Freistari ása (2i^ ^ (2) Eiðrofin o o
9 Vanastyrjöldin (2) . -ÍJI Bjargráð ása 9
10 Eiðrofin ( 2 i d2l Fyrirhoðar ragnaraka 10
11 Bjargráð ása (4) " y^(2) Freislari ása 1 1
12 Dauði Baldurs (3) y*
13 Hegning I.oka n 1 -y / 12 > Vanastvrjöldin 12
14 Hegning vondra manna (3)^/ (1) Hegning Loka 13
15 Fyrirhoðar ragnaraka (2) ^ ^ ^(3) Á varðbergi 14
16 Á varðbergi 13 ) —- v (2) Hegning vondra tnanna 15
í öllu þessu raski er „Hegning Loka“ hinn fasti möndull, 13. atriði í báðum gerð-
um Völuspár. Þegar „Dauði Baldurs“ hvarf úr sögunni, þurfti að finna aðra ástæðu
til hegningar Loka. Kom þá vart önnur til greina en „Vanastyrjöldin“, enda valdi
E þá lausn, þ. e. kenndi Loka um ósigur ása. Þess vegna flytur E 9. atriði K niður í
12. sæti H. En 8. atriði K er svo nátengt 9. atriði (Sbr. folkvíg fyrst í heimi, K 21,
og enn jolkvíg fyrst í heimi, K 24.), að þau hlulu að fylgjast að. Af því leiðir, að
10. og 11. atriði K lenda í 8. og 9. sæti H. En nú hafði E fellt brott þrjár vísur af fjór-
um, sem fjalla um bjargráð ása (11. atriði K - 9. atriði H. Sbr. svigatölurnar.), og
finnur því til tóms, sem hann hyggst fylla að nokkru. Það gerir hann með því að
flytja „Fyrirboða ragnaraka“, 15. atriði K, upp í 10. sæti H. Flutningur hinna tveggja