Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1967, Side 181
ENDURSKOÐUN VÖLUSPÁR
177
rás kvæðisins - eru stefin táknræn á marga vegu. Skáldið tjáir hugsun sína a) með
fjölda stefjanna, b) fjölda vísuorða í hverju stefi, c) endurtekningum stefjanna og
d) röð þeirra. Hugsunin, sem þannig er tjáð með beinum tengslum við nöfn æðstu
máttarvalda - og einstök málhljóð, - er boðskapur um nýja trú.
Hinum furðulega vef, sem nú hefur verið lýst, spillir E að því leyti, að hann fléttar
saman fyrsta og annað stef auk annars og þriðja (Sjá 170. bls.). Hins vegar raskar
hringl hans með endurtekningu annars og þriðja stefs litlu, því að fjölgun endurtekn-
inga á þriðja stefi (5 sinnum fyrir þrisvar) vegur upp á móti fækkun endurtekninga á
öðru stefi (7 sinnum í stað 9). Uppistaðan helzt því óbreytt í megindráttum. Gaman
hefði verið að vita viðbrögð E við þessum vanda, hefði hann kemizt í hann.
Sé það rétt, að dvergur fylgi hverri vísu og nornir ráði stefjum, er e. t. v. ekki til-
viljun, hvernig dvergur og norn mætast við stefin þrjú, þar sem þau koma fyrir í
fyrsta sinn. K 6 fylgja TJrðr og Vestri, K 27 Verðandi og Nýráðr, K 42 Skuld og Aur-
vangr. Urður er fulllrúi fortíðar, en í vestri gengur sól til viðar. Þá er dagur liðinn.
Verðandi er fulltrúi nútíðar, og þá þarf nýrra ráða við. Og hvenær þurftu æsir
snarræðis við fremur en eftir eiðrofin (K 26) ? Sbr. dvergsheitið og efni K 27. Skuld
er fulltrúi framtíðar. Hið eina, sem enginn fær forðazt, er dauðinn. „Þá skuld eigu
allir at gjalda“ (Njála). Móðir Jörð „fœddi q11 kykvendi, ok hon eignaðisk allt þat,
er dó“ (Sn.-E.). Flestir höfnuðu í gröf eða haugi. Hvað er það annað en aurvang-
ur? Hér er þá enn komin hringrás: Vestri - Nýráðr - Aurvangr.
Orðmyndirnar Frostri (K 15) og Vrð (K 20) sem fjallað var um hér á undan,
hljóta að vekja athygli hvers manns, sem vald hefur á íslenzku máli. En svo er einnig
um orðmyndina byrir í K 59. A henni finnst engin viðhlítandi hljóðfræðileg skýring,
þótt reynt hafi ég að klóra í bakkann í fyrri grein („Vsp. Kb.“, 119.-120. bls.). Mig
grunaði ekki, að hér væri um að ræða vísbendingu af hálfu skáldsins. Stofnsérhljóð
orðsins byrir er 72. ypsílon (y, ý, ey) í K, en 72 eru sex tylftir: 72Xö. Þegar haft
er í huga það, sem á undan er gengið, tel ég fráleitt, að hending ráði. Skáldið er að
vekja athygli á sérstöku hljóði eða hljóðtákni.
Ypsílon jafngildir síðustu rún þess stafrófs, sem notað var á dögum HV, 16. rún.
Heiti hennar er ýr* Segja má, að með rúninni ý sé allt rúnastafrófið nefnt.** -
Sérstakrar athygli er vert, að ávísunin á 16. og síðustu rún er fólgin í vísu, sem í er
stef í 16. og síðasta sinn. Enn fremur er eftirtektarverl, að enginn munur er á heiti
16. rúnar og stöfunum -yr- í byrir, sé miðað við rúnaletur. Við þetta bætist, að Frostri,
59. dvergsheiti, fylgir vísunni, sem orðið byrir stendur í, K 59 (Sjá 174. bls.), en auka-
r dvergheitisins og hið óvænta y minna rækilega á heiti umræddrar rúnar. Að öllum
* Nordisk kultur VI, Runoma, 84. bls.
** Alfabetmagi er et fra den klassiske oldtid velkendt fænomen. Alfabetet var den grundvold,
hvorpá magien byggede, og sá at sige grundstoffet i alle magiske formler, forstáelige ell. ufor-
stáelige; et alfabetbrudstykke har utvivlsomt — efter d:n i magien almindeiige regel: pars pro toto
- haft ligesá stor kraft som det fuldstændige alfabet (Danmarks runeindskrifter, ved Lis Jacobsen
og Erik Moltke. Text, 773.-774. dálki. Kðbenhavn 1942).
12