Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1967, Síða 190
186
ENDtJRSKOÐUN VÖLUSPÁR
Ár vas alda,
þar es Ymir byggði,
áðr Burs synir
bjgðum of yppðu,
þ. e. upphaf lifenda - eða byrjun lífsins - var þar, sem Ymir bjó, unz æsir drápu hann
(Sbr. níu í víði, K 2.) og lyftu honum síðar sem jörð úr sæ. Af því að Snorri sleppir
síðari vísunni (K 4 - H 4) - og styðst í staðinn við Vafþrúðnismál og Gríinnismál, -
getur hann breytt 2. vísuorði fyrri vísunnar (K 3 - H 3) í samræmi við þá vísu eina :
Ár vas alda,
þat es ekki vas.
Vasa sandr né sær
né svalar unnir.
Jgrð fannsk eigi
né upphiminn.
Gap vas ginnunga,
en gras ekki.
Nú skulu rakin helztu dæmi um tengsl bundins og óbundins máls Gylfaginningar
við gerðir Völuspár, þau er sýna ótvírætt, hvort tengslin eru við K eða H eða bæði K
og H.
A. Snorri þekkir K:
1) G 19 (þ. e. 19. vísa í Gylfaginningu) er - að einu eða tveim orðum undantekn-
um - s. s. 7.-14. vísuorð K 28, en þeirri vísu er sleppt í H.
2) G 58 er að þrem fjórðu hlutum (3.-8. vo.) s. s. þrír fjórðu hlutar K 51 (3.-8.
vo.), en að einum fjórða hluta (1.-2. vo.) s. s. 3. og 4. vísuorð K 52. Vegna þessarar
sambræðslu er orðinu vega í 3. vísuorði K 51 breytt í of veg: Óðins sonr, Víðarr,
gengr of veg at valdýri vega við ulf (1.-4. vo. G 58). Líklega á sambræðslan - öðrum
þræði — rætur að rekja til hins óvænta orðs ulf í 4. vísuorði K 52, þar sem vænta
hefði mátt orðsins orm (Sbr. 6. vo. H 47.). - K 51 er sleppt í H, en 3. og 4. vísuorð
K 52 eru aðeins notuð óbeint í H 47 (Sjá 136. bls.).
3) Sbr. 3. og 4. vísuorð K 7, sem eru gerbreytt í H 7, og þessi orð í Gylfaginningu
(7. kap.): „Var þat it fyrsta þeira verk at gera hof .... Annan sal gerðu þeir.
Þat var hgrgr“.
4) í 22. kapítula Gylfaginningar greinir Snorri frá valkyrjum. Að því er nöfn þeirra