Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1967, Blaðsíða 196
192
ENDURSKOÐUN VÖLUSPÁR
bókargerð Völuspár. Fyrir 9. vísu í Gylfaginningu, reyndar síðari hluta K og H 5,
fara þessi orð: „Svá er sagt í fornum vísendum, . . . , svá sem segir í Vgluspá“.
Teljast verður ólíklegt, að Snorri (d. 1241) hefði notað H sem grundvöll, hefði hann
vitað, að K var frumgerð kvæðisins. Ugglaust má því skjóta tímanlegum takmörknm
endurskoðunar Völuspór aftur á 12. öld.
„Völuspá er frægasta kvæði Norðurlanda“, segir Sigurður Nordal. Hún er sett í
öndvegi í Konungsbók Sæmundar-Eddu, og Snorri Sturlusen efaðist ekki um, að hún
væri einhver ágætasta heimild um norræna goðafræði. En vegur Völuspár hefur ekki
verið minni fyrir daga Snorra. Það sýna viðbrögð kirkjunnar. Kvæðið er ramm-
heiðið í fyrstu gerð, en jafnframt gagnsýrt af kristinni siðspeki. Það var heilagt
kvæði, sem enginn veit, hver áhrif hefur haft á vitrustu leiðtoga þjóðarinnar, þegar
mest á reið. En gerð Völuspár olli því, að sumt, sem máli skiptir, - og þá einkum hinn
kristni þáttur - leyndist sjónum margra og gleymdist, áður en varði. Úr því bar það
hærra, sem heiðið var, en hitt, sem mótazt hafði af kristinni kenningu. Orðstír kvæð-
isins rýrnaði samt ekki fyrir það, og kaþólsk kirkja fól einum þjóna sinna að
kristna Völuspá! Óhugsandi er, að það hafi gerzt, fyrr en biskupsstóll hafði verið
settur á íslandi. Terminus post quem hlýtur að vera viðgangur íslenzkrar kirkju á
síðari hluta 11. aldar. En einstakar málbreytingar endurskoðandans teygja mörkin
lengra fram, einkum kenningin firar Váfgðrs (H 1), orðmyndin Egðir (H 32) og
merking orðanna yfir (H 32) og enn ríki (H 57). Þá eru líkur til, að endurskoðand-
inn, hinn prestlærði maður, hafi verið munkur. Samkvæmt því ætti Völuspá að hafa
verið endurskoðuð um eða eftir miðja 12. öld. Að því hníga einnig bókmenntasögu-
leg rök.
HELZTU HEIMILDARRIT
Codex Regius of the Elder Eddti (Corpus codicum Islandicorum medii aevi, Vol. 10). With an
introduction by Andreas Heusler. Copenhagen 1937.
Hándskriftet Nr. 2365 4to gl. kgl. Samling (Codex regius af den ældre Edda) i fototypisk og diplo-
matfarlisk gengivelse. Udgivet ved Ludv. F. A. Wimmer og Finnur Jónsson. Kpbenhavn 1891.
Hauksbók (Manuscripta Islandica, Vol. 5). Edited by Jón Helgason. Copenhagen 1960.
Hauksbók. Diplomatarisk udgivet ved Eiríkur Jónsson og Finnur Jónsson. Köbtnhavn 1892-1896.
Sœmundar Edda hins fróSa. Udgiven af Sophus Bugge. Christiania 1867.
Eddadigte I. Udgivet af Jón Helgason. Kðbenhavn 1951.
Edda Snorra Sturlusonar. Udgivet eftir hándskrifterne ved Finnur Jónsson. Kphenhavn 1931.
Den norsk-islandske Skjaldedigtning. Udgiven ved Finnur Jónsson. Ktibenhavn og Kristiania 1912
-1915.
Sigurður Nordal: Völuspá. Fylgir Árbók Háskóla íslands. Reykjavík 1923.
Dag Strömbáck: Sejd. Lund 1935.
Rudolf Meissner: Die Kenningar der Skalden. Bonn und Leipzig 1921.