Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1967, Page 205
G UÐSPJALLABÓK ÓLAFS HJALTASONAR
201
Eins og áður var sagt, vill svo illa til, að síðasta blað handritsins er skorið til hálfs
að neðanverðu, eftir að textinn hefur verið ritaður upp. Samt sem áður er ein vís-
bending í textanum sjálfum um aldur Guðspjallabókarinnar. Hana er að finna í þeirri
viðbót við ljósprentuðu útgáfuna, sem hér verður birt í fyrsta sinn. Þar segir: „A
Skirdag J epter hinns verduga z froma fodvrs og forstiora | Doctors peturo palladij
[ Blezadrar Minningar. skickann og skipan.“* En Pétur Palladíus Sjálandsbiskup
andaðist hinn 3. janúar 1560 í Kaupmannahöfn.
Hins vegar sést af sambandinu við dönsku Altarisbókina, að það er frumútgáfan
danska 1556, sem liggur til grundvallar sem endanleg heimild, en ekki hin endurbætta
útgáfa Hans Albrechtsens biskups 1564. Skal hér aðeins tilfærð kollekta 1. sd. í að-
ventu þessu til sönnunar:
Guðspjallabók:
HEyr Herra Gud [ vier bidium | vpp vak þina makt og kom so at vier mættum fyrer þina hlifing
frelsazt af þeim haskasemdum sem at yfer oss gnæfa saker vorra synda | og at vier mættum fyrer
þina frelsan salu holpner verda. Þu sem lifer og rikir med Gude Fodr j einingu hins helga Anda
eirn Gud vrn allar allder allda.
Altarisbók 1556:
0 Herre Gud himmelske Fader | wi bede dig | opueck din mact oc kom oss til hielpe | at wi
maatte met din beskermelse befrijs fra de vaader som oss offuer hcnge for vore synder | Oc wi
maatte met din befrelselse vorde salige. Du som leffuer oc regnerer met Gudfader i hellig Aands
(nighed oc til euighed | Amen.
Altarisbók 1564:
O Herre Jesu Christe | opueck din Guddommelige mact | oc kom oss til hielp at wi formedelst
din beskermelse kunde befrelsis fra den Straff som wi vel haffue fortient met vore Synder | oc
formedelst din tilkommelse bliffue salige | Du som leffuer oc regnerer —
Fyrra tímatakmarkið er því að setja eftir dauða Palladíusar 1560 og síðara tíma-
lakmarkið fyrir eða um útkomu 2. útg. Altarisbókarinnar dönsku 1564. Ef til vill
kynni að vera réttara að setja seinna tímatakmarkið hinn 12. marz 1566, er heitbréf
Skagfirðinga vitnar beint til Guðspjallabókarinnar, DI XIV, nr. 330, eins og hér
verður vikið að seinna. Þá er hún komin út. Þetta gæti staðfest ummæli Harboes i
ritgerð um íslenzkar biblíuþýðingar, að bókin hafi verið prentuð á Breiðabólstað í
Vesturhópi af síra Jóni Matthíassyni hinn 5. april 1562.**
Hitt er það, að á titilblaði Guðspjallabókarinnar 1562 stendur: „vpp biriad j Jesu
Christi nafne af mier o verdugum þræli Drottins Olafi Hiallta syni Anno MDLij“.
Getur það átt við tvennt: Annars vegar, að Ólafur biskup hafi hafið samning bók-
arinnar þá, eða hins vegar, að hann hafi þá byrjað að fara „epter K. M. Ordinantio“.
Styður orðalagið: „Enn nu vtskrifud til þe(ss) at prentazt“ - síðari skoðunina. Hafi
Ólafur biskup byrjað samning bókarinnar 1552, er drátlurinn á útgáfu næsta mikill.
* Lóðrétt strik er hér og í síðari tilvitnunum látið tákna skástrik í frumtexta, notað sem lestrar-
merki.
** Dánische Bibliothec VIII (1746) 1-156.