Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1967, Side 208
204
GUÐSPJALLABÓK ÓLAFS HJALTASONAR
jálsmessa milli 17. og 18. sd. e. tr. og allraheilagramessa milli 22. og 23. sd. e. tr.
Þingmaríumessa er sett strax eftir Jónsmessu, sem nær engri átt mið'að við dagatalið,
þar sem ávallt líður ein vika og einn dagur á milli þeirra. Onnur hvor messan er því
rangsett. Þess skal getið, að hinar föstu messurnar, hreinsunardagur Maríu og boð-
unardagur Maríu (Maríumessa á langaföstuj, eru settar eins í báðum bókum. Sé
ráð fyrir gert, að Jónsmessa hafi verið færð til í Guðspjallabókinni og hinar mess-
urnar standi rétt af sér, þá gætu páskarnir orðið 2.-4. apríl.
I biskupsdómi Olafs Hjaltasonar voru páskarnir 1553 2. apríl, en 1564 voru þeir
3. apríl. Hinn 4. apríl verða engir páskar í biskupsdómi hans. Þetta gæti bent á tvennt:
að hann hafi byrjað að búa handrit sitt 1552 eða 1553 eða hins vegar 1563 eða
1564. Hið fyrra kemur þá einkennilega heim við ártalið 1552 í formálanum, sem
áður getur.
Hafi hann hins vegar búið handrit sitt 1563, er hin skýlausa ársetning Harboes
röng. Þá gæti hún fremur átt við prentun Sálmabókar Olafs, sem hefur raunverulega
verið til, eins og hér kemur síðar fram. Eintakið af Guðspjallabókinni, sem ljósprent-
unin var gerð eftir, er sama eintakið og Harboe átti, en í það vantar m. a. niðurlagið.
Hvenær það hefur týnzt, er ekki vitað. Sé mark takandi á þessum heilabrotum, þá
ætti Guðspjallabókin að vera prentuð á eftir Sálmabókinni og fremur 1563 en 1562,
enda benda hin mörgu forlög eindregið til langs samningstíma.
Sé hins vegar ráð fyrir gert, að Þingmaríumessa og Mikjálsmessa hafi verið sett-
ar samkvæmt Altarisbókinni, ætti páskana að bera upp á 30. marz - 1. apríl. I bisk-
upsdómi Ólafs ber páskana upp á 30. marz árið 1567, en þá er Guðspjallabókin komin
fram fyrir rúmu ári eftir vitnisburði heitbréfs Skagfirðinga hinn 12. marz 1566.
Sé Þingmaríumessa ein á röngum stað eða Mikjálsmessa ein, breytir það engu
um ofangreindar athuganir.
Þegar þetta er haft í huga um leið og textar (períkópur) pistld og guðspjalla eru
bornir saman við Nýja testamentið 1540, virðist réttara að álykta, að Ólafur biskup
hafi haft þetta verk sitt heldur lengur en skemur í smíðum. Textavalið er fremur
fyrnskulegt, enda þótt það kunni að nokkru að stafa frá áhrifum Nýja testamentisins
1540. Samt virðist Altarisbókin 1556 vera ein aðalheimildin, sbr. kaflana um skír-
dag, sem prentaðir eru hér á eftir í textaviðbótunum.
Þótt um samband sé að ræða, þá er samt margt frábrugðið með Altarisbókinni
og Guðspjallabókinni. Framan við dönsku bókina er formáli Palladíusar, svo con-
fiteor, því næst bæn fyrir yfirvöldum og önnur bæn fyrir konunginum, þá koma
kollektur, pistlar og guðspjöll fyrir allt kirkjuárið. Við skírdag er skotið inn helgi-
siðum kvöldmáltíðarinnar. Aftast eru svo hjónavígslusiðirnir: En liden bog om
Bruduielse, og skírnarsiðirnir: En liden bog om Dpbelsse. Hvort tveggja er þetta
eftir Lúter. Þannig er þá efni Altarisbókarinnar meira að þessu leyti en Guðspjalla-
bókarinnar, eins og hún liggur nú fyrir. Hitt er svo einnig frábrugðið, að vfirleitt
fylgja hverjum helgidegi í Altarisbókinni Ivær kollektur. Er hin fyrri þýðing á hin-
um gömlu kollektum, kaþólskum að mestu leyti, sem lekin er upp úr Sálmabókinni