Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1967, Qupperneq 215
GUÐSPJALLABOK ÓLAFS HJALTASONAR
211
Latneska frumgerðin 1537 segir: „Post rursum inversus, incipiat: Credo in ununi
Deum etc. Post etiam canatur Symbolum in vulgari sermone."
En danska gerðin 1539, þýðing Palladíusar, segir, að syngja skuli: Wij tro ald-
sammen paa een Gud.
Hér er margt eftirtektarvert. Sé það rétt, sem segir í Fornbréfasafni, að eldri gerð
islenzku kirkjuskipunarinnar sé sú, sem borin var fram á alþingi 1541, þá eru orðin
„syngizt symbolum Apostolicum“ verð athugunar. Að vísu er það engan veginn víst,
að orðið Apostolicum hafi staðið í liinum upphaflega texta. Því orði hefur í Forn-
bréfasafni verið bætt inn í texta skinnbókarinnar Ny kgl. Saml. 1924, 4to eftir
pappírsbók, skrifaðri í Hruna 1568 af síra Grími Skúlasyni, Thott 2102, 4to. Samt
má eftir þeim rökum, sem talin verða fram hér á eftir, telja það líklegt, að orðið
hafi getað staðið í hinum upphaflega texta.
Postulleg trúarjátning var og er skírnarjátning kirkjunnar. Var hún eitt af því,
sem allir krislnir menn áttu að kunna. Voru ákvæði í kristinrétti, bæði hinum forna
og nýja, um þetta efni. Ákvæði þessi voru ítrekuð hvað eftir annað. Hitt liggur og
Ijóst fyrir, að postulleg trúarjátning hafi mjög snemma verið þýdd á norræna tungu.
Hún er þegar í Stokkhólms-hómilíubók frá 12. öld. Er það vart efamál, að postulleg
Irúarjátning hafi verið til á íslenzku fyrir og um siðaskiptin.
Hitt er allsendis óvíst, hvorl menn hafi almennt um þær mundir kunnað messu-
játninguna, Symbolum Nicænum, eða afbrigði hennar á íslenzku. En það er einmitt
hún, sem átt er við með orðunum: Credo in unum Deum. Síra Grímur Skúlason hefur
vísast kunnað mun á skírnarjátningu og messucredó, þótt fátt sé um hann vitað.
Nicænum er í elztu gerð á íslenzku á prenti í þýðingu Gísla biskups Jónssonar í
Margarita Theologica 1558.
Þess skal getið, að í helgisiðum mótmælenda kemur postulleg trúarjátning að
heita má þegar í upphafi fyrir sem messucredó, bæði hjá Lúter og Zwingli.
Siðskiptamenn hafa þá notfært sér postullega trúarjálningu vegna kunnleika al-
mennings á henni, þangað til messucredó hafði verið þýtt í einhverri mynd.
Nú vill svo skemmtilega til. að yngri gerð kirkjuskipunarinnar á íslenzku er skor-
inorð, er hún segir: wier truum aller aa einn Gud. Á þessum stað er brugðið frá hinu
danska forlagi, er segir: Wij tro aldsammen paa een Gud.
Textinn, sem yngri gerðin er prentuð eftir, er frá því um 1600. Því miður er ekki
vitað, hvað stendur í nokkrum merkum skinnhandritum að kirkjuskipuninni, geymd-
um í Svíþjóð, en ástæða virðist til að grafast eftir því.
Yngri gerðin segir þá það, að sálmurinn geti verið 3. sálmur í kveri Marteins eða
þá sálmurinn á bl. lxxviij í Sálmabók Guðbrands 1589, sem einnig er messucredó á
jólaföstu samkvæmt Grallaranum.
Dr. Páll E. Ólason færir nokkur rök fyrir því í Upptökum sálma, að hinn síðar-
nefndi sálmur kunni að vera úr Sálmahók Ólafs hiskups, og kann það að vera, shr.
umrnæli Finns biskups Jónssonar, að Ólafur hafi þýtt: Vi troe allesammen paa en
Gud. Ólafur biskup fær heldur harðan dóm hjá dr. Páli fyrir kveðskapinn, hafi hann