Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1967, Qupperneq 218
214
GUÐSPJALLABÓK ÓLAFS HJALTASONAR
Altarisbók:
Herren velsigne dig og beuare dig [ Oc ver dig naadig | Herren læthe sit Aasiun paa dig oc
giffue dig fred.
Kirkjuskipunin:
Herren velsigne dig, og beware dig. Herren lade lyssne syt Ansigt offver dig, og were dig
naadig. Herren lædte sytt Aasiun paa dig, og giffue dig Fred.
Kirkjuskip. íslenzka, eldri gerð:
Blezi drottenn j)ic og vardueitj þic. late drottenn sina asionu lysa yfer þic og miskunne þier.
Drottenn hann snue sinu auglite til þin og gefi þier frid.
Yngri gerð:
herrann blessi þig oc wardueiti þig. herrann late lysa sitt andlit yfer þier oc weri þier nadigur
herrann lypti sinne asionu aa þig oc giefi þier frid.
Guðspjallabókin:
Blezi drottinn ydr og vardveiti ydr alla | lati Drottin sina asionu lysa yfer ydr z se ydr myskun-
samr. Drottinn hann snue sínu millda auglite til ydar | z gefe ydr þann eilifa frid. .1 nafnne fodr
og sonar | og Anda heilags Amen.
Að lokinni blessun fylgir „Ein þackargiord“, sem er samhljóða „En tacksigelse“ í
Altarisbókinni og „epter ordinantiunnar hliodan“.
Af orðalagi blessunarinnar sést, að Olafur biskup fylgir þar slælega ákvæðum
kirkjuskipuriarinnar, þar sem orðalag blessunarinnar er beinlínis fyrirskipað. Ber
þar að sama brunni með Missale Holense eins og áður getur, þar sem hér getur verið
um þýðingu á Benedicat vog að ræða.
Eftirtektarverð eru orðin „á Dómkirkjunni og klaustrum“, sem fyrir koma á nokkr-
um stöðum. Þau eru felld niður í útg. 1581, sbr. einnig Lbs. 1235, 8vo.
Klaustrin í Hólabiskupsdæmi virðast því hafa verið við lýði um 1562, er Guð-
spjallabókin kom út.
Um sögu íslenzkra klaustra hefur fátt verið ritað. Er þar margt óljóst og hulið.
Furðulítið er vitað um afdrif munkanna og nunnanna eftir siðaskiptin. Af fyrstu
veitingabréfum fyrir umboði klaustraeignanna má sjá, að konungsvaldið hafi gert
ráð fyrir, að leigutaki eigi að sjá fyrir klaustramönnunum. I seinni veitingabréfum
1563-65 kemur orðið ,thienner‘ fyrir. Gæti það átt við munkana, sem ættu þá hver
að hafa klausturjörð á leigu sér til framfæris. A. m. k. virðist orðið hafa þá merkingu
í samtíma bréfum fyrir dönskum klaustrum.
Við pálmasunnudag hefur slæðzt inn í fyrirsögnina: folk enn kallar. - Sennilega
gæti þetta stafað af því, að þann dag átti að syngja 61. Davíðssálm: Exaudi, Deus
deprecationem.
Um það hefur verið ritað, hvort Ólafur biskup hafi gefið út sálmabók. Meðal ann-
arra segir Finnur biskup Jónsson í Kirkjusögu sinni, að Ólafur biskup hafi látið síra
Jón Matthíasson prenta sálmasafn (psalterium) 1562. Dr. Páll E. Ólason gerir ráð
fyrir, að svo hafi verið, en að sálmarnir hafi ef til vill verið prentaðir aftan við Guð-
spjallabókina. Halldór Hermannsson segir í formála sínum fyrir ljósprentun Guð-
spjallabókarinnar, að það sé ólíklegt, að hann hafi nokkurn tíma látið prenta sálma.