Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1987, Qupperneq 38

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1987, Qupperneq 38
38 BRÉF NOKKURRA FRÆÐIMANNA skrifað honum áður en ég fór til Islands. Ég sendi þér nú hér með eftirrit af þessum báðum bréfum. Þú sérð af síðara bréfinu, að dr. Pearl haíði gert ráð fyrir því við formann Rockefeller Foundation, að landið mundi kosta frekari rann- sóknir, eftir að þessir tveir „fellows“ kæmu heim frá Ameríku. Þessu hafði ég ekki gert ráð fyrir í samtali mínu við hann í maí síðastl., heldur að Rockefeller Foundation legði fram fé til þess fyrstu fimm árin. Þegar nefndri stofnun er bent á þetta, þykir mér ekki ólíklegt, að hún kannske dragi til baka loforðið um styrkinn til þessara tveggja „fellows“, — en dr. Pearl gerir nú ekki ráð fyrir því í síðara bréfi sínu, eins og þú sérð, heldur biður hann um greinilega skýrslu um það, hvað þessir „fellows“ eiga að gera, þegar þeir koma heim aftur frá Ameríku. Og það er þá undir ykkur komið að semja þá skýrslu, og jafnframt velja þessa „fellows“, þegar þar að kemur. Ef þið viljið halda málinu til streitu (og það sýnist mér bezt, úr því svona langt er komið), þá verð ég að biðja ykkur: þig, Guðmund Hannesson og Agúst Bjarnason sem rektor háskólans (því eins og þú sérð af bréfi Pearl’s, er gert ráð fyrir því, að þetta sé allt unnið sub auspiciis háskólans) að semja ,prógram’ fyrir störfum þessara manna, og ef mögulegt er, að senda þetta til mín til Hamborgar, áður en ég fer vestur 13da sept. Adressa: Passenger S/S „Cleveland", Sailing Sept 13th, c/o Hamborg, Amerika Linie, Hamborg. Ég hef skrifað Agúst um þetta og sent honum líka afskrift af bréfum dr. Pearl’s, enda átti ég tal um málið við hann í sumar, meðan ég dvaldi í Reykjavík. Guðmundi Hannessyni skrifa ég líka um málið, en ég vildi biðja þig að sýna honum eftirrit þau af bréfunum, sem ég sendi þér, því að ég nenni ekki að taka nýtt eftirrit handa honum. Þú skrifar mér í öllu falli þitt álit um málið til Hamborgar, þótt þessi „outline“, sem Pearl biður um, verði ekki búin. Það getur verið, að ykkur finnist tíminn nokkuð naumur til að semja hana. Með beztu kveðju til þín og konu þinnar, þinn einlægur Halldór Hermannsson
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.