Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1987, Page 38

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1987, Page 38
38 BRÉF NOKKURRA FRÆÐIMANNA skrifað honum áður en ég fór til Islands. Ég sendi þér nú hér með eftirrit af þessum báðum bréfum. Þú sérð af síðara bréfinu, að dr. Pearl haíði gert ráð fyrir því við formann Rockefeller Foundation, að landið mundi kosta frekari rann- sóknir, eftir að þessir tveir „fellows“ kæmu heim frá Ameríku. Þessu hafði ég ekki gert ráð fyrir í samtali mínu við hann í maí síðastl., heldur að Rockefeller Foundation legði fram fé til þess fyrstu fimm árin. Þegar nefndri stofnun er bent á þetta, þykir mér ekki ólíklegt, að hún kannske dragi til baka loforðið um styrkinn til þessara tveggja „fellows“, — en dr. Pearl gerir nú ekki ráð fyrir því í síðara bréfi sínu, eins og þú sérð, heldur biður hann um greinilega skýrslu um það, hvað þessir „fellows“ eiga að gera, þegar þeir koma heim aftur frá Ameríku. Og það er þá undir ykkur komið að semja þá skýrslu, og jafnframt velja þessa „fellows“, þegar þar að kemur. Ef þið viljið halda málinu til streitu (og það sýnist mér bezt, úr því svona langt er komið), þá verð ég að biðja ykkur: þig, Guðmund Hannesson og Agúst Bjarnason sem rektor háskólans (því eins og þú sérð af bréfi Pearl’s, er gert ráð fyrir því, að þetta sé allt unnið sub auspiciis háskólans) að semja ,prógram’ fyrir störfum þessara manna, og ef mögulegt er, að senda þetta til mín til Hamborgar, áður en ég fer vestur 13da sept. Adressa: Passenger S/S „Cleveland", Sailing Sept 13th, c/o Hamborg, Amerika Linie, Hamborg. Ég hef skrifað Agúst um þetta og sent honum líka afskrift af bréfum dr. Pearl’s, enda átti ég tal um málið við hann í sumar, meðan ég dvaldi í Reykjavík. Guðmundi Hannessyni skrifa ég líka um málið, en ég vildi biðja þig að sýna honum eftirrit þau af bréfunum, sem ég sendi þér, því að ég nenni ekki að taka nýtt eftirrit handa honum. Þú skrifar mér í öllu falli þitt álit um málið til Hamborgar, þótt þessi „outline“, sem Pearl biður um, verði ekki búin. Það getur verið, að ykkur finnist tíminn nokkuð naumur til að semja hana. Með beztu kveðju til þín og konu þinnar, þinn einlægur Halldór Hermannsson

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.