Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1987, Page 58

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1987, Page 58
58 BRÉF NOKKURRA FRÆÐIMANNA in og „representera“ okkur, þannig eignumst við þó eins konar representanta víðs vegar, þar sem við mundum annars enga eiga, - hvað ættum við t. d. að gera með konsúl í Baltimore? Hér er þó danskur konsúll og þá um leið íslenzkur, sem er þannig skyldur að greiða fyrir ísl. ílökkurum eins og mér og mínum líkum, og gerði það líka eftir beztu getu. Með beztu kveðjum til ykkar hjónanna Stefán Einarsson Gaman væri að sjá þessar nýju bækur þínar. Þess má geta til fróðleiks, að Stefán var skipaður vararæðismaður í Baltimore 1942 og ræðismaður 1952. The Johns Hopkins University, Baltimore, Maryland, 2. júní 1936. Kæri vinur: Langt er nú síðan ég fékk línur frá þér - það var víst í fyrra sumar - og grunar mig, að ég sé þér svars skuldugur enn í dag. Ég sendi þér nú grein um ensk fornkvæði, einkum Wídsíð, sem ég hef tekið saman að nokkru leyti fyrir tilmæli Kemp Malones, og á hann það að mér og öðrum íslendingum, að vakin sé eftirtekt á hinum merkilegu ritum hans um ensk og íslenzk fræði. Mér þætti því nokkurs um vert að koma greininni í Skírni, þó mér tæplega hafi tekizt að gera hana eins alþýðlega og hún ætti að vera fyrir lesendur Skírnis. Eitt verð ég þó sérstaklega að biðjast afsökunar á, og það er þýðingin. Ég er víst einn af þeim örfáu íslendingum, sem aldrei hafa reynt að koma saman bögu, og skortir mig allt til þeirra hluta. En af því að þulurnar þýða sig að mestu leyti sjálfar, þá diríðist ég að reyna að fylla í eyðurnar. Nú væri mér mikil þökk á, ef ég mætti þín að njóta að lagfæra það, sem þér þykir miður fara í þýðingunni, og það enda þótt þú vildir þýða upp allt kvæðið í þínu nafni. Annars vona ég, að meiningu sé víðast rétt haldið í þýðingu minni, nema þar sem óljóst er í frumkvæðinu. Ég vona, að greinin komi nógu snemma til að ná að komast í þessa árs Skírni.

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.