Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1987, Qupperneq 58

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1987, Qupperneq 58
58 BRÉF NOKKURRA FRÆÐIMANNA in og „representera“ okkur, þannig eignumst við þó eins konar representanta víðs vegar, þar sem við mundum annars enga eiga, - hvað ættum við t. d. að gera með konsúl í Baltimore? Hér er þó danskur konsúll og þá um leið íslenzkur, sem er þannig skyldur að greiða fyrir ísl. ílökkurum eins og mér og mínum líkum, og gerði það líka eftir beztu getu. Með beztu kveðjum til ykkar hjónanna Stefán Einarsson Gaman væri að sjá þessar nýju bækur þínar. Þess má geta til fróðleiks, að Stefán var skipaður vararæðismaður í Baltimore 1942 og ræðismaður 1952. The Johns Hopkins University, Baltimore, Maryland, 2. júní 1936. Kæri vinur: Langt er nú síðan ég fékk línur frá þér - það var víst í fyrra sumar - og grunar mig, að ég sé þér svars skuldugur enn í dag. Ég sendi þér nú grein um ensk fornkvæði, einkum Wídsíð, sem ég hef tekið saman að nokkru leyti fyrir tilmæli Kemp Malones, og á hann það að mér og öðrum íslendingum, að vakin sé eftirtekt á hinum merkilegu ritum hans um ensk og íslenzk fræði. Mér þætti því nokkurs um vert að koma greininni í Skírni, þó mér tæplega hafi tekizt að gera hana eins alþýðlega og hún ætti að vera fyrir lesendur Skírnis. Eitt verð ég þó sérstaklega að biðjast afsökunar á, og það er þýðingin. Ég er víst einn af þeim örfáu íslendingum, sem aldrei hafa reynt að koma saman bögu, og skortir mig allt til þeirra hluta. En af því að þulurnar þýða sig að mestu leyti sjálfar, þá diríðist ég að reyna að fylla í eyðurnar. Nú væri mér mikil þökk á, ef ég mætti þín að njóta að lagfæra það, sem þér þykir miður fara í þýðingunni, og það enda þótt þú vildir þýða upp allt kvæðið í þínu nafni. Annars vona ég, að meiningu sé víðast rétt haldið í þýðingu minni, nema þar sem óljóst er í frumkvæðinu. Ég vona, að greinin komi nógu snemma til að ná að komast í þessa árs Skírni.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.