Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1987, Side 59

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1987, Side 59
STEFÁN EINARSSON 59 Af mér allt gott að frétta. Ég hélt tvo fyrirlestra hér í vetur, annan um Ben. Gröndal og Heljarslóðarorustu í Philological Club há- skólans hér, hinn um Gunnar Gunnarsson fyrir Alumnae Association í Goucher College hér í bænum. Var þeim heldur vel tekið. Skólinn hér hefur verið í íjárbón nú í vor, þurftu þeir að fá 750.000 dollara til að borga þriggja ára undirbalance. Ekki eru innkomnar gjafir fyrir meiru en 400.000; en líklega verður afgangurinn urgaður saman á einhvern hátt. En þetta er ekki nema að tjalda til einnar nætur. Til að sjá fyrir framtíðinni þarf skólinn 11.000.000 dollara! í sambandi við þessar fjárkröggur hefur mörgum yngri mönnum verið sagt upp. Var ég ekki óhræddur um sjálfan mig, en nú hef ég verið ráðinn til fimm ára, og mun það, að mér er sagt, vera merki þess, að þeir ætla að halda mér hér framvegis. Ég vildi gjarna fá sérprent af greininni, þegar hún kemur út. Ef þú skyldir senda mér línu í sumar, þá verð ég að vanda í Cornell University Library, Ithaca, N.Y. Með beztu kveðjum, þinn einl. Stefán Einarsson P.S. Ég legg hér með tvö sérprent og eitt eintak af Boston Evening Transcript með grein um Laxness eftir mig (nema fyrirsagnirnar!). Því miður á ég ekkert sérprent af „Sex problems in Icelandic Literature, sem kom í Encyclopaedia Sexualis. Ed. by Victor Robinson, New York, Dingwall-Rock, Ltd., 1936 (pp. 369-379). S.E. The Johns Hopkins University, Baltimore, Maryland 7. janúar 1937. Kæri vinur: Beztu þakkir fyrir bréf þitt og ávísun upp á 165 kr. Mér þótti mjög vænt um, að þú skyldir geta tekið Víðsíð, og þakka þér bæði fyrir það og þín góðu orð um verkið. Mér þótti fróðlegt að heyra um þýðingarstarfsemi þína, efast ég ekki um, að þú ráðir vel fram úr því öllu saman, og það ætla ég, að ekki sé sú vísindagrein til, að þér yrði nokkur skotaskuld að þýða

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.