Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1994, Blaðsíða 14

Frjáls verslun - 01.10.1994, Blaðsíða 14
FRETTIR Stóllinn Tjaldur ásamt borði. Hönnuður er Þórdís Zoega. Framleiðandi á íslandi er Sóló-húsgögn en framleiðandi í Þýskalandi er Brune GmbH. STELKUR OG TJALDUR Þýska húsgagnafyrirtæk- ið Heinrich Brune GnibH & Co hefur keypt fram- leiðslu- og sölurétt á hús- gögnum eftir Þórdísi Zoéga hönnuð en um er að ræða stólana Stelk og Tjald og hringlaga borð sem þeim fylgir. Húsgögnin hafa verið á markaði hér á landi frá því í vor og eru framleidd af Sóló-húsgögnum hf. Markaðssvið Brune GmbH verður alþjóða- markaður utan íslands en Sóló-húsgögn munu áfram annast innanlands- markaðinn. Stólarnir Stelkur og Tjaldur eru einkum ætl- aðir til notkunar í eldhús- um, kaffistofum eða á kaffihúsum. Þeir komu fyrst fram á sýningu sem Þórdís hélt í Stöðlakoti í apríl og vöktu þegar tals- verða athygli. í kjölfarið voru þeir sendir með öðrum ís- lenskum húsgögnum á al- þjóðlegu húsgagnasýn- inguna sem haldin var í Bella Center í Danmörku í september síðastliðn- um. Gert er ráð fyrir að stól- arnir Stelkur og Tjaldur verði komnir á markað í Þýskalandi fyrir mitt næsta ár. ATHUGASEMD í fréttaskýringu um þekktustu konurnar í við- skiptalífinu, sem var í 8. tbl. Frjálsrar verslunar, voru konur í störfum úti- bússtjóra banka taldar upp. Hvimleið villa slæddist inn á listann yfir útibússtjóra hjá Búnað- arbankanum. Þar sagði að Dóra Ingvarsdóttir væri útibússtjóri á Sel- tjarnarnesi. Hið rétta er að hún er útibússtjóri í Seljaútibúi í Mjóddinni í Breiðholti. Hefur þessi villa valdið misskilningi og fyrirspurnum hjá við- skiptavinum bankans og leiðréttist hún hér með. Hlutaðeigandi eru beðnir velvirðingar. RÆSTINGAÞJÓNUSTAN HREINT OG BEINT Ræstingaþjónustan Hreint og Beint, Skeif- unni 5, er fimm ára um þessar mundir. Fyrirtæk- ið hefur frá byrjun lagt áherslu á fagleg vinnu- brögð og hagstætt verð og hefur í tilboðsgerð sinni sundurliðað alla kostnað- arliði þannig að verk- kaupinn sjái svart á hvítu hvað felst í þjónustu- samningnum. Hreint og Beint þjón- ustar nú um tuttugu fyrir- tæki og stofnanir. Mikil veltuaukning hefur orðið hjá fyrirtækinu á þessu ári og þakka forsvars- menn þess það nýju skipulagi og starfshátt- um. I frétt frá fyrirtækinu segir meðal annars: „Hið nýja skipulag felst í því að starfsmenn H & B eru sem hluti af starfsemi þess fyrirtækis sem þeir sjá um þrifin hjá. Þannig er þjónustan sniðin að þörfum verkkaupa. Hver verkkaupi fær sitt eigið ræstingafólk en Hreint og Beint er umboðsskrif- stofa þessa fagfólks og sér um greiðslur, ráðgjöf, endurmenntun og samn- ingagerð." Ennfremur segir um hið nýja skipulag: „Það lækkar tilkostnað verk- kaupa því yfirbygging H & B er nánast engin og það er því enn samkeppn- isfærara í verði. Starfs- menn verða um leið ábyrgari og í nánari tengslum við verk- kaupa.“ GLITNIR MEÐ JÓLAGJAFIR Þessa skemmtilegu mynd fékk Frjáls verslun senda frá eignaleigufyrirtækinu Glitni hf., dótturfyrir- tæki Islandsbanka. Glitnir hefur styrkt árlegt jóla- ball eins af nágrönnum sínum í Armúlanum, dag- heimilisins Múlaborgar. Þar eru tæplega 80 fötluð og ófötluð börn á aldrinum 1 til 5 ára. Á þessum jóla- böllum gefa jólasveinarnir jólagjafir frá Glitni. 14
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.