Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1994, Page 15

Frjáls verslun - 01.10.1994, Page 15
FRETTIR Menn & málefni hf: „FARIÐ VEL AF 8TAÐM - segir Hallur Hallsson „Þetta hefur farið mjög vel af stað hjá okkur, raunar betur en við gerð- um ráð fyrir. Við höfum þegar fengið umfangs- mikil verkefni og fleiri stór eru í farvatninu,“ segir Hallur Hallsson, fyrrum fréttamaður á Stöð 2. Hallur stofnaði, ásamt kollega sínum af Stöð 2, Ólafi E. Jóhannssyni, upplýsinga- og kynning- arfyrirtækið Menn & mál- efni fyrr í haust. Fyrir- tækið veitir alhliða þjón- ustu, jafnt á prentuðu máli sem myndböndum. Auk þess annast fyrir- tækið útgáfu blaða, bækl- inga og myndbanda fyrir fyrirtæki, stofnanir og fé- lagasamtök ásamt því að hafa veg og vanda af skipulagningu ráðstefna og aðalfunda og standa að almennri ráðgjöf um miðlun upplýsinga. Fréttahaukarnir Hallur Hallsson og Ólafur E. Jó- hannsson stofnuðu fyrirtæk- ið Menn og málefni fyrr í haust. SAMSTARF ÍSLENSKRA FYRIRTÆKJA í CHILE íslenska fyrirtækið Intertec í Chile var form- lega stofnað á sjávarút- vegssýningunni Expo- Pesca í byrjun desember. Eigendur þess eru Hamp- iðjan hf., Meka hf., Icecon og Sæplast. Fyrir- tækið mun einnig sjá um sölu á vörum Marel í Chile og Perú. Fram- kvæmdastjóri fyrirtækis- ins er Chilemaðurinn Ricardo Paresi. Undirbúningur að stofnun þessa fyrirtækis hefur staðið í nokkurn tíma. Chile er vaxandi markaður fyrir íslenskar vörur og þó sérstaklega íslenska tækniþekkingu í sjávarútvegi. Við bjóðum ellefu tæknivædda þingsali með einhverjum fullkomnasta tækjakosti sem völ er á, til að stórir sem smáir fundir heppnist fullkomlega. A Scandic hótel Esju er einn splunkunýr þingsalur og á Scandic hótel Loftleiðum tíu. Starfsfólk Scandic hótelanna hlakkar til að taka á móti þínum fundi. SCANDIC ESJA - LOFTLEIÐIR Hótel Esja, sími: 581 2200 Hótel Loftleiðir, sími: 552 2322 15

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.