Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1994, Qupperneq 67

Frjáls verslun - 01.10.1994, Qupperneq 67
Flutningar: SIGURÐUR HELGASON, FORSTJÓRI FLUGLEIÐA 1. „Árið 1994 kom vel út og jafnvel betur en við áttum von á í upphafi árs. Við lögðum mikið upp úr því að styrkja reksturinn á þessu ári og það tókst með samstilltu átaki allra starfs- manna. Ég geri ráð fyrir að fyrirtækið skili hagnaði en tap varð á rekstrinum 1993. Töluvert fleiri útlendingar komu til landsins en á fyrra ári og ferðum íslendinga utan fjölgaði einnig lítillega. Við náðum að sinna aukinni eftirspurn án þess að bæta við ferð- um. Sætanýting og framleiðni hefur því verið betri en árið 1993. Auk rekstrarhagnaðar hagnaðist fyrirtæk- ið einnig töluvert á sölu flugvéla á árinu. 2. Miðað við bókanir í ferðir og á hótel sýnist mér allt benda til þess að erlendum ferðamönnum fjölgi áfram á næsta ári. í markaðslöndum okkar hefur áhugi á ferðalögum til íslands aukist og við verðum einnig vör við aukinn áhuga á ferðalögum Evrópu- búa til Bandaríkjanna og öfugt. Heild- arsætaframboð hjá okkur verður svipað og árið 1994 en við munum gera breytingar á áætlun til að geta fullnægt eftirspurn. Einnig eru að- gerðir í gangi til að auka sölu utan háannatímans. Ég er því þokkalega bjartsýnn á framtíðina," sagði Sigurð- ur Helgason. Verslun: ÓSKAR MAGNÚSSON, FORSTJORI HAGKAUPS 1. „Á þessu ári hefur ríkt mikil spenna á smásölumarkaðnum. Ber- sýnilegt er að neytendur eru óvenju meðvitaðir um alla hreyfingu á verði í kjölfar breytinga sem gerðar voru á virðisaukaskatti á matvælum og var verðlagseftirliti fylgt vel eftir af þeirra hálfu. Verðlag á matvælum hefur ekki hækkað og í sumum tilfellum lækkað. Jafnvel þótt tilefni hafi verið til hafa kaupmenn ekki treyst sér til að velta hækkunum á heimsmarkaði út í verð- lagið. Tíðindi urðu í smásöluverslun á ár- inu, t.d. var mikið barist á Akureyri og ný verslunarmiðstöð varð til í Holtagörðum þar sem Ikea og fleiri fyrirtæki hófu starfsemi. í bóksölu fyrir jólin kom í ljós að Hagkaup og Bónus eru enn harðir keppinautar þó að eignaraðild þeirra sé blönduð. 2. Ég býst áfram við harðri sam- keppni á markaðnum á næsta ári. Enn er óvissa um kjarasamninga og kosn- ingaár framundan sem leiðir einnig af sér óvissu um stjóm landsins. í kjölfar GATT samninga verður heimilt að flytja inn landbúnaðarvörur í litlum mæli en enn er óvíst hvernig að því verður staðið og há gjöld verða lögð á þann innflutning. Ný lyfjalög ganga í gildi á næsta ári þar sem sala á lyfjum verður gefin frjáls að nokkru leyti þótt enn eigi eftir að koma í ljós hvort um raunverulegt frelsi verði að ræða. Breytingar á áfengislögum eru einnig væntanlegar. Þar verður smá- salan þó áfram í höndum ÁTVR en ég lít á þessar breytingar sem skref í átt að því að létt vín verði selt í almenn- um verslunum," sagði Óskar Magn- ússon. Fiskvinnsla og útgerð: GUNNAR RAGNARS, FORSTJÓRI Ú.A. 1. „Það sem einkenndi árið 1994 í sjávarútvegi eru hinar miklu veiðar utan landhelginnar og okkar vemd- uðu fiskistofna. Þessar veiðar hafa verið mikil búbót fyrir þjóðina enda hefur afli sjaldan verið meiri. í sölu á frystri loðnu og karfa kom í ljós hvað við eigum sterkt sölukerfi. Það tókst mjög vel að selja aflann sem hlýtur að vekja athygli á því hvað sölu- samtök okkar eru mikilvæg. Hjá Ú.A. höfum við verið að endur- nýja flotann og aðlaga hann flottrolls- veiðum utan landhelgi. Við keyptum nýtt og öflugt skip, Svalbarða, á árinu og mér sýnist að í framtíðinni munum við þurfa að sækja út fyrir landhelgi þó að vissulega séu blikur á lofti í þeim efnum. 2. Ég er hvorki svartsýnn né bjartsýnn varðandi næsta ár en reyni að vera raunsær. Sú mikla lægð sem helstu nytjastofnar okkar eru í er auð- vitað mikið áhyggjuefni og þar er ekki bara um þorskinn að ræða heldur einnig grálúðu, karfa og ufsa. Það er full ástæða til að stíga fast á bremsuna varðandi fiskvernd. Við verðum að gæta okkar á að ávísa ekki á of mikinn bata en leyfa honum að sýna sig fyrst. Mér finnst mikilvægt að ná samn- ingum við Norðmenn um veiðar í Smugunni og vara við ofveiði á karfa á Reykjaneshrygg þar sem allt of marg- ir ætla sér að veiða. Þar þarf einnig að semja á alþjóðlegum grunni,“ sagði Gunnar Ragnars.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.