Frjáls verslun - 01.10.1994, Qupperneq 73
FOLK
GUNNAR ÞORVALDSSON, ÍSLANDSFLUGI
Gunnar Þorvaldsson og Ómar Benediktsson stofnuðu íslandsflug 1991 þegar þeir
keyptu Arnarflug innanlands og flugskólann Flugtak.
„í júní sl. byrjuðum við að
fljúga til Bretlands fimm
sinnum í viku í samvinnu við
DHL hraðþjónustuna. Við
höfum aukið vöruflug af
þessu tagi smátt og smátt
en þjónusta DHL er til mik-
ils hagræðis fyrir mörg
fyrirtæki. Ef menn panta
hlut að utan í dag getur hann
legið á borðinu hjá þeim á
morgun. Þó að þetta sé
heldur dýrari flutningsmáti
gerir þetta fyrirtækjum
kleift að liggja með minni
lager. Þannig erum við að
færa ísland nær Evrópu,“
segir Gunnar Þorvaldsson,
framkvæmdastjóri íslands-
flugs.
Gunnar er 47 ára og varð
stúdent frá Menntaskólán-
um á Akureyri 1968. Hann
lærði flug og starfaði sem
flugmaður frá 1970 hjá Flug-
stöðinni, Austurflugi á Eg-
ilsstöðum, Air Viking, Arn-
arflugi og í eitt og hálft ár í
Svíþjóð og Tyrklandi.
„Mig langaði að komast
heim og 1991 stofnuðum við
Ómar Benediktsson ís-
landsflug ásamt Hölds-
bræðrum á Akureyri," segir
Gunnar. „Við keyptum Arn-
arflug innanlands og flug-
skólann Flugtak, sem nú er
rekinn sem sérdeild í fyrir-
tækinu, en þar eru tíu flug-
vélar í rekstri. Ég er fram-
kvæmdastjóri en er einnig
flugmaður í afleysingum.
Ómar er hér í hlutastarfi
sem stjórnarformaður og
vinnur einnig í fyrirtæki
sínu, Island tours, en á þess
vegum koma flestir þýskir
ferðamenn hingað til lands.“
BLÓMLEG STARFSEMI
Gunnar segir að 30% af
veltu íslandsflugs sé af flugi
með ferðamenn. í sumar
var t.d. flogið með 2300 far-
þega til Grænlands og ferðir
til Vestmannaeyja eru vin-
sælar en þangað eru stund-
um farnar tíu ferðir á dag.
„Við höldum uppi reglu-
legu áætlunarflugi á átta
staði innanlands og skipu-
leggjum bílferðir í tengslum
við flugið á nokkrum stöð-
um. Farþegar hafa verið
40.000 á ári og 300.000
tonn af frakt, pósti og blöð-
um hafa verið flutt með vél-
um okkar.
Flugtak er stærsti flug-
skóli landsins og þar voru
flognir 6000 flugtímar á síð-
asta ári. Það jafngildir því að
ein flugvél hafi verið á lofti í
250 sólarhringa,“ segir
Gunnar og vísar til þess að
lesendur Frjálsrar verslun-
ar hafi svo gaman af tölum.
„Leiguflug fyrir íslensk
fyrirtæki fer vaxandi en oft
er ódýrari kostur að láta
flugvél bíða eftir mönnum
heldur en að greiða gistingu
og uppihald úti á landi.
Sérverkefni af ýmsu tagi
eru einnig í uppbyggingu.
Nú eru t.d. sjö flugmenn frá
Austurríki í lokaþjálfun hjá
okkur en hér eru veðurfars-
legar aðstæður erfiðar og
þykir þetta góð þjálfun. Við-
gerðadeild okkar hefur
einnig fengið verkefni er-
lendis frá.“
ÚTIVERA í ÓBYGGÐUM
Eiginkona Gunnars er
Katrín Pálsdóttir hjúkrunar-
fræðingur. Þau eiga þrjár
dætur, 23, 19 og 12 ára, og
er sú elsta orðin flugmaður
hjá Islandsflugi.
„Vinnan tekur mikinn
tíma og ég hef gaman af
henni þegar vel gengur. Það
veitir mér góða innsýn í
rekstur fyrirtækisins á ýms-
um sviðum að hlaupa í
skarðið sem flugmaður.
Þegar ég á frí hef ég gaman
af útiveru í óbyggðum. Ég
byrjaði með lítið tjald, eign-
aðist svo húsvagn og á góð-
an bíl til slíkra ferða. Ég
stunda karlaleikfimi tvisvar
til þrisvar í viku hjá Gauta
Grétarssyni. Fjölskyla mín
kallar það fitubolluklúbbinn
enda erum við að þessu til
að geta borðað meira!“ seg-
ir Gunnar að lokum.
73