Morgunblaðið - 08.12.2001, Side 2

Morgunblaðið - 08.12.2001, Side 2
Morgunblaðið/Kristján Sigurgeir Halldórsson, íbúi við Aðalstræti 50, sem stendur á trénu, og félagar hans skoða verksummerki eftir ofsaveðrið á Akureyri. UM 6 metra hátt lerkitré féll í garði við Aðalstræti 50 í hvassviðri sem gekk yfir Akureyri í gærkvöld, en tréð er um 50 ára gamalt. Annað stórt tré féll við Bjark- arstíg 3 og yfir á næsta hús. Björg- unarsveitarmenn úr Súlum söguðu tréð niður en ekki urðu skemmdir á híbýlum. Þá splundraðist garðhús í Síðuhverfi, þar sem þak rifnaði af og veggir lögðust út. Anna Guðný Sigurgeirsdóttir, húsráðandi í Aðalstræði 50, sagði að íbúar hefðu verið að horfa á sjónvarp. „Það komu svakalega miklar rokur, ég man ekki eftir öðru eins,“ sagði Anna Guðný. Hún sagði að yfirleitt væri skjól undir brekkunum í Innbænum og fólk því ekki haft áhyggur. „Ég heyrði svo skyndilega brest, en leit ekki strax út, ég hélt þetta væri ekki neitt.“ Að sögn Hallgríms Indriðasonar, framkvæmdastjóra Skógrækt- arfélags Eyfirðinga, er tréð líklega Evrópulerki, gróðursett fyrir um 50 árum. Hann sagði að það hefði rifnað upp með rótum, enda hefði jörð ekki verið frosin og jarðveg- urinn grunnur á þessum slóðum. Mikið hvassviðri á Akureyri Tré fuku um koll FRÉTTIR 2 LAUGARDAGUR 8. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.isAfturelding sterkari á lokasprettinum/B2 Brynjar og Jóhannes B. í 16 manna úrslit/B3 4 SÍÐUR16 SÍÐUR Sérblöð í dag Á LAUGARDÖGUM Morgunblaðinu í dag fylgir auglýs- ingablað frá Smáralind, „Eitt lítið jólablað 2001“. Blaðinu verður dreift um allt land. ÚTFÖR Gísla Jónssonar, fyrrver- andi menntaskólakennara, fór fram frá Akureyrarkirkju í gær. Sr. Svavar Alfreð Jónsson jarðsöng, organisti var Björn Steinar Sól- bergsson, Sigrún Arna Arngríms- dóttir söng einsöng og félagar úr Kór Akureyrarkirkju sungu. Kistuna báru úr kirkju Kristján Þór Júlíusson, Sigurður J. Sigurðs- son, Þórarinn B. Jónsson, Hólmkell Hreinsson, Þorsteinn Hjaltason, Þorsteinn Þorsteinsson og Sigurð- ur Eggert Davíðsson. Börn Gísla, Hjörtur, Ingibjörg, Guðrún, Jón, Arnfríður, Soffía og María, og Jón Hjaltason báru kistuna í kirkju- garðinum. Morgunblaðið/Kristján Útför Gísla Jónssonar TILLÖGUR eru um að tollar á yl- ræktuðu grænmeti verði felldir niður og beingreiðslur teknar upp í staðinn innan svonefndrar græn- metisnefndar landbúnaðarráð- herra. Er þess vænst að verðlag á grænmeti hér á landi lækki veru- lega verði farið að tillögum nefnd- arinnar. Samstaða er innan nefnd- arinnar og er starf hennar langt komið og þess vænst að hún ljúki störfum og skili tillögum fyrir jól. Landbúnaðarráðherra skipaði nefndina síðastliðinn vetur í kjöl- far niðurstöðu Samkeppnisráðs varðandi grænmetismarkaðinn hér á landi. Í nefndinni eiga sæti fulltrúar aðila vinnumarkaðarins, ASÍ, SA og BSRB, auk fulltrúa bænda og landbúnaðarráðuneytis- ins. Áfangatillögur síðastliðið vor Nefndin skilaði áfangatillögum síðastliðið vor þess efnis að tollar á grænmetistegundum, sem ekki væru framleiddar á Íslandi, yrðu lagðir niður og var það fram- kvæmt í kjölfarið með lagabreyt- ingu og tilsvarandi reglugerðar- breytingum. Nefndin hefur starfað síðan og fjallað um þær grænmetistegundir sem einnig eru framleiddar hér innanlands, bæði ylræktaðar og útiræktaðar. Samkvæmt heimild- um Morgunblaðsins fela tillögur nefndarinnar í sér að tollvernd á grænmeti verði minnkuð verulega, en beingreiðslur til bænda teknar upp í staðinn, auk annarra aðgerða til að styrkja samkeppnisstöðu grænmetisbænda gagnvart inn- flutningi erlendis frá í stað toll- verndarinnar. Er þess vænst að þessar tillögur verði til þess að grænmetisverð til neytenda lækki mjög mikið nái tillögurnar fram að ganga. Heimildir Morgunblaðsins herma að tollvernd verði afnumin hvað ylræktaða grænmetið snertir, þ.e. agúrkur, tómata og papriku, en að dregið verði úr tollvernd hvað útiræktaða grænmetið varð- ar. Guðni Ágústsson landbúnaðar- ráðherra vildi í gær ekki tjá sig efnislega um tillögurnar á þessu stigi en sagðist fagna samstöðu um málið. Samkvæmt núgildandi fyrir- komulagi leggjast bæði magntollar og verðtollar á innfluttar græn- metistegundir sem einnig eru framleiddar hér á landi, nema yfir vetrarmánuðina en þá er innflutn- ingurinn tollfrjáls vegna ákvæða samningsins um evrópska efna- hagssvæðið. Vonast til að nefndin ljúki störfum fljótlega Guðmundur Sigþórsson, skrif- stofustjóri landbúnaðarráðu- neytisins og formaður nefndar- innar, sagði í samtali við Morgunblaðið að nefndarstarfið væri langt komið og vonast væri til að það kláraðist fljótlega. Sam- staða væri innan nefndarinnar og nefndarmenn væntu þess að til- lögur nefndarinnar yrðu til þess að grænmetisverð gæti lækkað verulega. Að öðru leyti gæti hann ekki tjáð sig um málið að svo komnu. Samstaða í grænmetisnefnd landbúnaðarráðherra Beingreiðslur verða teknar upp Gert ráð fyrir að grænmetisverð til almennings lækki verulega Öxnadalsheiði Sex bílar lentu utan vegar SEX bílar lentu út af veginum um Öxnadalsheiði í gærkvöld í roki og skafrenningi. Ekki urðu slys á fólki. Björgunarsveitin Súlur sótti fólkið upp á heiði og verður væntanlega náð í bílana í dag. Lögreglan á Akureyri fékk til- kynningu frá vegfaranda um kl. 19.30 um mikinn veðurham á heið- inni og að ökumenn væru að lenda í vandræðum. Björgunarsveitin Súl- ur var þá kölluð út og voru þrír bílar sendir af stað. Á Akureyri fuku mannlausir bílar til á svellbunkuðum bílastæðum og ökumenn lentu víða í vandræðum. Skjólveggir lögðust flatir Trilla fauk niður af búkkum en ekki hafði verið lagt mat á skemmd- ir í gær. Að sögn Skúla Árnasonar sem er í svæðisstjórn Björgunarsveitar- innar Súlna gekk mikið á innanbæj- ar. Hurðir fuku upp, sólskýli skemmdust og skjólveggir við sól- palla lögðust flatir. Þá munaði minnstu að vinnupallur fyki um koll. Undir miðnætti var veðrið að mestu gengið niður í bænum, að sögn Skúla. Sandstorm- ur á Mýr- dalssandi SANDSTORMUR var á Mýrdals- sandi í gærkvöld og var Suður- landsvegi lokað milli Kirkjubæjar- klausturs og Víkur í Mýrdal af þeim sökum. Þá hrundi grjót úr Hvalsnesskriðum í kvöld og var því veginum um Hvalsnes lokað. Þæf- ingur var í Bröttubrekku og var hún aðeins fær fjórhjóladrifnum bíl- um. Mikið hringt Að sögn Ídu Kristjánsdóttur, þjónustufulltrúa hjá Vegagerðinni, hringdu fjölmargir í upplýsinga- síma Vegagerðarinnar og óskuðu eftir upplýsingum um færð og veð- ur. Að hennar sögn verða Hrafns- eyrar- og Dynjandisheiði hreinsað- ar í dag ef veður leyfir. Þak fauk af fjárhúsi ÞAK fauk af fjárhúsi við bæinn Brattavelli á Árskógsströnd um tíu- leytið í gærkvöld. Björgunarsveitin á Dalvík var kölluð út til að tína saman brakið, festa niður og koma þannig í veg fyrir frekara fok. Ekkert búfé var í fjárhúsinu. ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.