Morgunblaðið - 08.12.2001, Side 6

Morgunblaðið - 08.12.2001, Side 6
FRÉTTIR 6 LAUGARDAGUR 8. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ ÁTJÁN fatlaðir einstaklingar, sem unnið hafa í vinnustofu fatlaðra í Ásgarði í Lækjarbotnum, eru nú verkefnalausir um óákveðinn tíma þar sem vinnustofan brann á fimmtu- dagskvöld. Þór Ingi Daníelsson, forstöðumaður Ásgarðs, segir fólkið sem aðallega hefur unnið við framleiðslu leik- fanga og trémuna, nú allt vera atvinnulaust auk fjögurra starfsmanna sem hafa haft umsjón með starfseminni en Ásgarður er verndaður vinnustaður. „Það veit enginn hvað verður um þetta fólk og það hefur ekki að neinu að hverfa, það eru engin önnur störf í boði. Menn eru slegnir og sorgmæddir en við erum að reyna að peppa hver annan upp, ætlum að bretta upp ermarnar og byrja aftur. Það þýðir ekkert að gefast upp en hvernig þetta fer allt saman verður bara tíminn að leiða í ljós – starfseminni er sjálfhætt í bili,“ segir Þór Ingi en hann fundaði með starfsfólki sínu síðdegis í gær. Hann segir það verða mjög erfitt fyrir fötluðu starfsmennina átján ef starfsemi kemst ekki af stað bráðlega því auk tekjumissis sé starfið ekki síður mikilvægt til að rjúfa félagslega ein- angrun margra starfsmannanna. „Fötluðu starfsmenn- irnir eru á örorkubótum og geta því ekki sótt um atvinnu- leysisbætur. Launin sem við greiðum þeim eru ekki há en það munar að sjálfsögðu um tekjumissinn. Ég á von á því að við borgum þeim því áfram laun en það er félagslegi þátturinn sem er þeim líka dýrmætur og í raun aðalmálið.“ Húsið ekki fulltryggt Þór Ingi segir að fyrir utan atvinnumissi starfsmann- anna nemi beint fjárhagslegt tjón vegna brunans á milli 20 og 30 milljónum króna. „Húsið sjálft er nýlegt og sumir hlutar þess voru enn í byggingu. Samanlagt er húsið um 210 fermetrar en öll tæki og innanstokksmunir urðu auð- vitað líka eldinum að bráð og er gjörónýtt,“ segir Þór Ingi. Spurður um tryggingar segir hann húsið hafa verið tryggt en aðstandendur Ásgarðs eigi eftir að funda með trygg- ingafélagi sínu. „Þar sem húsið var ekki heldur fullbyggt var ekki búið að ganga frá síðustu skoðun þess og trygg- ingarnar voru í samræmi við eldra mat á húsinu. Við erum því að reikna með að tryggingarnar nái að dekka um þriðj- ung tjónsins en staðan verður ljósari eftir fund með trygg- ingafélagi okkar.“ Ásgarður er sjálfseignarstofnun sem er með þjónustu- samning við ríkið og hefur rekið vinnustofu fyrir fatlaða frá árinu 1993. „Starfsemin hefur vaxið mikið á síðustu árum og við höfum sífellt verið að stækka við húsið. Strákarnir sem vinna hérna hafa sjálfir smíðað allar innréttingar og þeir finna mjög fyrir þeim missi sem varð í brunanum og ekki síst þá tilfinningalegum þar sem svo stór hluti vinnu þeirra og tilveru er horfinn. Við stefnum að því að setja starfsem- ina í fullan gang aftur sem fyrst en við vitum bara ekki hvernig það getur gerst.“ Kennarar við Waldorfskólann, næstu nágranna Ás- garðs, Lionsmenn og aðrir velunnarar Ásgarðs hafa hrint af stað fjársöfnun til stuðnings Ásgarði svo hægt verði að hefja endurbyggingu vinnustofunnar. Þór Ingi segir þenn- an stuðning ómetanlegan ekki aðeins fjárhagslega heldur veiti samstaðan einnig styrk til starfsmanna. „Við erum mjög þakklátir og ánægðir með að finna þessi viðbrögð,“ sagði Þór Ingi Daníelsson. Reikningur söfnunarinnar er í Íslandsbanka við Gull- inbrú og er reikningsnúmerið 528-14-607000. Söfnunin stendur til 31. janúar 2002. Þá hefur verið sett upp heimasíða, þar sem veittar verða upplýsingar um málið. Slóðin er: www.simnet.is/ asgardurhandverk. Morgunblaðið/RAX Hús handverksfólksins í Ásgarði er gjörónýtt og liggur starfsemin niðri um óákveðinn tíma. 22 missa vinnuna eftir bruna vinnustofu fatlaðra í Ásgarði ELDINGU laust niður í eina Fokker-flugvél Flugfélags Ís- lands skömmu fyrir lendingu á Reykjavíkurflugvelli í fyrrakvöld en engin hætta var á ferðum, að sögn Árna Gunnarssonar, sölu- og markaðsstjóra félagsins. Vélin var að koma frá Akureyri og fékk eldingu í sig skammt frá Akrafjalli. Árni Gunnarsson segir það daglegt brauð víða um heim að flugvélar fái eldingu í sig en það sé ekkert sem þurfi að hafa áhyggjur af. Vissulega komi högg á vélina og blossi, þannig að farþegar verði varir við þetta, en gert sé ráð fyrir að flugvélar geti lent í eldingum og séu því byggð- ar með það í huga. Í vélinni voru 39 manns. Árni Gunnarsson segir að flugstjórinn hafi útskýrt fyrir farþegum hvað átti sér stað og skömmu síðar hafi vélin lent en hún hafi verið í notkun í gær eins og ekkert hefði í skorist. Eldingu laust í flugvél MJÖG erfiðar aðstæður voru á slysstað þarsem vélbáturinn Svanborg SH fórst í gær-kveldi skammt sunnan við Skálasnagavita á Snæfellsnesi. Fjórir voru um borð í bátnum og tókst þyrlu Varnarliðsins að bjarga einum þeirra, en þriggja var enn saknað þegar Morgunblaðið fór í prentun. Veður var mjög vont á þessum slóðum suðsuðvestan 20–25 metrar á sekúndu, slydduél og lítið skyggni. Tugir björgunarsveitarmanna komu á slysstað í gærkvöldi og voru á bjargbrúninni á meðan þyrlur reyndu björgun mannanna úr bátnum. Morgunblaðið/Alfons Bátinn rak upp að klettóttri ströndinni og skorðaðist þar í stórgrýti. Mikið brim var við ströndina og komust björg- unarmenn því hvorki að bátnum af sjó eða frá landi. Erfiðar aðstæð- ur á slysstað Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-SIF, kom til leitar upp úr kl. 21 og sést hér á bjargbrúninni fyrir ofan strandstað, skammt frá Skálasnagavita. Þyrlur Varnarliðsins komu einnig á vettvang.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.