Morgunblaðið - 08.12.2001, Qupperneq 8
FRÉTTIR
8 LAUGARDAGUR 8. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Skógarhöggsdagar almennings
Vinsælt hjá
fólki að fella
eigin jólatré
NOKKUR skóg-ræktarfélög á höf-uðborgarsvæðinu
gangast um helgina og þá
næstu fyrir sérstökum
jólatrjáaskógarhöggsdög-
um sem að sögn eru hugs-
aðir sem fjölskylduvæn
uppákoma í meira lagi. Vel
flestir landsmenn þekkja
það best að fara í sérversl-
anir og velja tré sem
höggvin hafa verið kerfis-
bundið, en það hefur að-
eins færst í vöxt að lands-
menn höggvi sjálfir tré sín
bæði í leyfi og óleyfi. Sig-
ríður Jóhannsdóttir er
einn af forsvarsmönnum
þessa átaks skógræktar-
manna og Morgunblaðið
ræddi við hana í vikunni.
– Hverjir eru það sem
standa fyrir þessum skógarhöggs-
dögum?
„Það eru Skóræktarfélag Kópa-
vogs, Mosfellsbæjar, Kjalarness
og Kjósarsýslu, en Skógræktar-
félag Kópavogs á hálfa jörðina
Fossá á móti hinum þremur félög-
unum. Þetta verður þessa helgi og
þá næstu, 8.–9. og 15.–16. desem-
ber frá klukkan 12 til 15. Þá verð-
ur almenningi boðið upp á að
koma að Fossá í Kjós sem er við
þjóðveginn um Hvalfjörð aðeins
austan við Hvammsvík, á hægri
hönd er ekið er inn Hvalfjörð.
Fólki verður leyft að velja sér sitt
tré á stóru svæði. Skógræktar-
jörðin Fossá er um 1.100 hektarar
og er kominn reisulegur skógur á
góðan hluta hennar.“
– Hefur svona lagað verið gert
áður?
„Áður fór aðeins fámennur hóp-
ur félagsmanna og felldi sér
jólatré. En fyrir síðastliðin jól
ákvað Fossárnefnd, sem er nefnd
skipuð fulltrúum úr stjórnum
allra félaganna sem þar eiga eign-
arhlut, að opna svæðið almenningi
og tókst þetta svo ljómandi vel að
við ákváðum að endurtaka það.“
– Reiknið þið með vaxandi vin-
sældum?
„Það hefur náð vaxandi vin-
sældum að koma í skóginn og
velja sitt jólatré. Í skóginum fær
fólk hressandi útivist og ánægju.
Börnin eru sérstaklega hress með
slíkar ferðir og þær eru þeim oft
ógleymanlegar og núna þegar
snjór er yfir öllu þá er hægt að
hafa sleðann með sem gefur ferð-
inni enn meira gildi og ánægju.
Mikið er um að fyrirtæki, skólar
og leikskólar komi með fjölmenni
á staðinn til að velja tré og er allt-
af góð stemmning í kringum það,
ekki síst vegna þess að fyrir kem-
ur að slíkir hópar hafi jólasveina
með í för.“
– Hvað haldið þið að mörg tré
verði felld og hvað bera félögin úr
býtum?
„Við reiknum með að allt að 500
til 1.000 tré verði felld á Fossá fyr-
ir þessi jól. Skógrækt-
arfélögin fá töluverða
upphæð fyrir þessi tré.
Öll vinnan er sjálfboða-
starf félagsmanna og
rennur því stærsti hluti
ágóðans til uppbyggingar á svæð-
inu til að bæta aðgengi almenn-
ings að skóginum. Við ætlum að
vinna við vegagerð inni á svæðinu,
búið er að merkja gönguleiðir en
vöxtur trjánna á svæðinu hefur
verið svo mikill á svæðinu á und-
anförnum árum, að þær leiðir eru
að hverfa svo þær þarf að laga.
Einnig erum við að fara í það
verkefni að rækta sérstaka jóla-
trjáaakra. Þannig að það er í mörg
horn að líta á Fossá.“
– Er engin hætta á að illa verði
farið með svæðið...og má fólk bara
velja þau tré sem því sýnist?
„Það er alltaf svolítið vandmeð-
ferið hvaða tré má taka, en við
biðjum fólk um að fara inn í skóg-
inn og velja sér þar tré, við lítum á
þetta sem nokkurs konar grisjun
því skógurinn er orðinn afar þétt-
ur. Við biðjum fólk sérstaklega
um að fella ekki stakstæð tré og
eins að saga ekki efsta hluta
trjánna og skilja neðrihlutann eft-
ir. Það er afar ljótt að sjá slíkt á
vorin. Við stefnum að því í fram-
tíðinni að merkja tré sem má fella,
með því getum við betur stjórnað.
En meðan skógurinn er svona
þéttur er þetta ekki áhyggjuefni.“
– Hvaða tegundir trjáa eru í
boði og hverjar reynast best?
„Við erum með þrjár tegundir,
stafafuru, sitkagreni og rauð-
greni. Furan reynist best, en með
réttri meðhöndlun standa þessi
tré öll vel, ef þau eru bleytt vel og
vökvuð. Þau þurfa mikið vatn.“
– Endast tré sem fólk heggur
sjálft betur en þau sem í boði eru í
verslunum?
„Já, þau gera það. Standa miklu
betur en tré sem eru
búin að standa jafnvel
síðan í október.“
– Svo er kannski ein
spurning í lokin, hvað
þarf fólk að hafa með-
ferðis af tækjum og tólum...e.t.v.
axir?
„Nei nei, alls ekki axir. Það er
meira að segja talsvert villandi að
tala um skógarhögg. Það er ekk-
ert verra ef fólk hefur með sér
einhverjar góðar sagir. Við sögum
trén, en ef fólk á ekki slík verkfæri
er eitthvað til á staðnum. Öllu
slíku verður bjargað og þarf fólk
ekki að hafa áhyggjur af því.“
Sigríður Jóhannsdóttir
Sigríður Jóhannsdóttir er
fædd í Reykjavík 17. ágúst 1943.
Uppalin í Garðabæ til ársins
1971. Hún er menntaður tækni-
teiknari og hefur starfað við það
í 36 ár, lengst af hjá Reyni Vil-
hjálmssyni landslagsarkítekt, en
í seinni tíð hjá Hornsteinum arkí-
tektum umhverfisdeild. Hún hef-
ur setið í stjórn Skógræktar-
félags Kópavogs í 10 ár, þar af
formaður síðustu fjögur árin.
Hefur einnig átt sæti í stjórn
Skógræktarfélags Íslands síðast-
liðin 6 ár. Maki hennar er Björg-
vin Hermannsson húsgagnasmið-
ur og eiga þau einn son,
Hermann, og þrjú barnabörn
fyrir hans tilstilli.
...með því get-
um við betur
stjórnað
Huppa lætur ekki spjalla sig baráttulaust.
DANSKI herinn hefur leitað til Vél-
smiðju Orms og Víglundar í Hafn-
arfirði vegna viðhalds á danska
herskipinu Vædderen sem er nú í
flotkví í Hafnarfjarðarhöfn. Skipið
var tekið upp á mánudag og var
sett á flot að nýju í gær, föstudag.
Skipið er notað til eftirlits við
Grænland og telur Eiríkur Ormur
Víglundsson, eigandi vélsmiðj-
unnar, að Dönum þyki e.t.v. hag-
kvæmast að láta sinna skipa-
viðhaldi hér á landi í stað þess að
verja mörgum dögum í að sigla því
frá Grænlandi til heimahafnar, auk
þess sem herinn hafi fengið ágæta
þjónustu vélsmiðjunnar í gegnum
árin. Þess má geta að síðast kom
herskip til viðhalds hjá vélsmiðj-
unni fyrir tveimur árum og segir
Eiríkur að verkefnin fyrir herinn
séu sæmileg búbót þótt ekki sé hún
stór þáttur í starfsemi vélsmiðj-
unnar.
Vædderen er 6 þúsund tonna
skip, eða á við tvo íslenska frysti-
togara og dvelur öll áhöfnin, 70
manns, um borð í skipinu á meðan
verið er að sinna viðhaldi. Þá vinna
starfsmenn vélsmiðjunnar í nánu
samstarfi við áhöfnina. Eiríkur
segir að um venjulegt viðhald sé að
ræða en verst frekari fregna nánar
aðspurður hvað sé verið að gera við
skipið. Hann upplýsir hins vegar í
lokin, að a.m.k. ein stór byssa sé á
skipinu.
Danski her-
inn leitar
til Hafn-
firðinga
Morgunblaðið/Árni Sæberg
LJÓSIN á Óslóartrénu á Austur-
velli verða tendruð sunnudaginn 9.
desember kl. 16. Þar mun Svenn
Kristiansen, varaborgarstjóri Ósló-
ar, afhenda Ingibjörgu Sólrúnu
Gísladóttur tréð fyrir hönd Óslóar-
búa en Ósló er vinabær Reykjavík-
ur. Samkvæmt hefð er það barn af
norskum og íslenskum ættum sem
tendrar ljósin og að þessu sinni er
það Elísabet Lind Mattíasdóttir, 8
ára, sem það gerir.
Þetta er í fimmtugasta sinn sem
íbúar Óslóar færa Reykvíkingum
jólatré að gjöf en það var fyrst gert
árið 1951. Tréð er höggvið í skógi
innan borgarmarka Óslóar og að
þessu sinni er um að ræða rúmlega
12 metra hátt tré. Eimskip flutti
tréð til landsins án endurgjalds og
svo hefur verið í öll fimmtíu árin
sem þessi siður hefur varað.
Auk formlegrar athafnar verða
ýmis skemmtiatriði. Lúðrasveit
Reykjavíkur leikur á Austurvelli
frá kl. 15.30 en frá kl. 15 verður
Dómkirkjan opin fyrir þá sem vilja
ylja sér. Kukkan 16 hefst hin form-
lega athöfn en að henni lokinni
syngur Dómkórinn jólalög, Borgar-
dætur stíga á svið og að lokum kem-
ur skátakórinn fram. Ekki má held-
ur gleyma jólasveinunum sem
munu skemmta börnunum og
stjórna fjöldasöng ásamt skáta-
kórnum. Textana við lögin sem
sungin verða má nálgast á heima-
síðu Reykjavíkurborgar www.-
reykjavik.is.
Ljósin tendruð á Óslóar-
trénu á Austurvelli í 50. sinn