Morgunblaðið - 08.12.2001, Síða 10
FRÉTTIR
10 LAUGARDAGUR 8. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
FUNDUR formanna aðildarfélaga Alþýðu-
sambands Íslands verður haldinn á mánudag
og er fyrst og fremst boðað til fundarins til að
ræða þróun efnahagsmála vegna hugsanlegr-
ar uppsagnar launaliðar kjarasamninga í
febrúar á næsta ári. Forystumenn ASÍ og
Samtaka atvinnulífsins hafa átt í viðræðum
undanfarna daga og munu ræða enn frekar
saman um helgina til að skýra málin fyrir
fund ASÍ á mánudag. Þá áttu fulltrúar SA og
ASÍ fund með forsætisráðherra, fjármálaráð-
herra, utanríkisráðherra og félagsmálaráð-
herra í vikunni til að fara yfir stöðu mála.
Grétar Þorsteinsson, forseti ASÍ, segir að
fundurinn á mánudag sé fyrst og fremst til
kominn vegna þeirrar óheillaþróunar sem
orðið hafi í efnahagsmálum á þessu ári; auk-
inni verðbólgu, lækkandi gengi og hækkandi
vöxtum. Að sögn Grétars er ljóst að erfitt
verður að forða uppsögn launaliðar kjara-
samninga í febrúar ef engar jákvæðar breyt-
ingar verða í þróun efnahagsmála. Af þeim
sökum hafa verkalýðshreyfingin og Samtök
atvinnulífsins rætt saman undanfarið og leit-
að leiða til að afstýra þeirri hættu að samn-
ingum verði sagt upp, eins og nú stefnir í.
„Ég veit ekki hvað kemur í veg fyrir það ef
ekkert verður að gert,“ segir Grétar.
Að sögn Grétars hefur einnig verið fundað
stíft í röðum verkalýðshreyfingarinnar að
undanförnu, auk funda með fulltrúum Sam-
taka atvinnulífsins. Hann segir ekki hægt að
upplýsa neitt um innihald þeirra viðræðna á
þessari stundu en segir að markmið og hags-
munir ASÍ og SA geti farið saman að tölu-
verðu leyti. „Auðvitað erum við með ákveðnar
áherslur og okkur sýnist reyndar í aðalatrið-
um að viðhorf okkar og Samtaka atvinnulífs-
ins, a.m.k. að töluverðu leyti, kunni að vera í
sama farvegi. En það verður að koma í ljós
hvernig það þroskast fram á mánudag,“ segir
Grétar.
Samningsaðilar hafa um
margt svipaða sýn
Aðspurður hvort ágreiningur sé innan
verkalýðshreyfingarinnar um uppsögn kjara-
samninga segist Grétar ekki kannst við að
svo sé, enda hafi mönnum varla gefist tæki-
færi ennþá til að koma upp ágreiningi. „Við
höfum reynt að nálgast þetta með þeim hætti
að geta fengið sem gleggsta mynd af stöðunni
á þessum fundi á mánudag og hverra kosta er
völ. Það er hins vegar hreint ekki ólíklegt að
það verði mismunandi viðhorf um það hvernig
menn vilja takast á við málið. En ég hef
hvergi heyrt þennan ágreining eða haft af
honum fregnir og sé ekki hvernig hann ætti
að vera til staðar á þessu augnabliki.“
Ari Edwald, framkvæmdastjóri Samtaka
atvinnulífsins, segir samningsaðila augljós-
lega hafa gagnkvæman og mikinn áhuga á því
að ekki þurfi að koma til uppsagnar launalið-
ar í febrúar. „Það sem mestu máli myndi
skipta í því sambandi er að efnahagsþróunin
yrði með þeim hætti að verðbólga yrði minni
en útlit er fyrir og það sé hægt að koma í veg
fyrir að sá vítahringur grafi um sig. Það ger-
ist kannski helst í gegnum það að menn hafi
trú á að gengið geti styrkst á ný,“ segir Ari.
Að sögn Ara hafa viðræður við verkalýðs-
hreyfinguna snúist um það hvað helst geti
orðið til þess að breyta þeirri neikvæðu þróun
sem orðið hefur í efnahagsmálum, í því um-
hverfi sem menn búa við í dag.
„Ég held að samningsaðilarnir hafi um
margt svipaða sýn til þeirra hluta. En það er
samt ekki komin niðurstaða í það hvort við
getum náð saman um þetta núna fyrir jól eða
ekki. En ég vona það.“
Vonast til að málin
skýrist um helgina
Samtök atvinnulífsins og ASÍ hafa farið yf-
ir stöðu mála með stjórnvöldum og segir Ari
að það sé auðvitað ýmislegt í þessum efnum
sem snúi að öðrum en SA og ASÍ. Að sögn
Ara var talin ástæða til að ræða þessi mál og
fara yfir stöðuna, þó að sumu leyti sé ekki
hægt að fá neinar skuldbindingar frá öðrum
aðilum um það hvort og hvernig þeir geti lagt
sitt á vogarskálarnar. „Við höfum fulla
ástæðu til að ætla að náist einhver niðurstaða
í þessi mál á vinnumarkaðinum, þá muni það
hafa mikil áhrif á væntingar manna til fram-
tíðarinnar og í sjálfu sér vera mikið framlag
til að vinna á verðbólgunni. Það myndi tví-
mælalaust auka trú t.d. allra á fjármálamark-
aði á því að það gæti dregið úr verðbólgu,
fremur en að menn standi frammi fyrir upp-
sögnum kjarasamninga og einhverja víxlverk-
un sem því tengist.“
Á þriðjudag er fyrirhugaður stjórnarfundur
í Samtökum atvinnulífsins en að sögn Ara
setur sá fundur engin tímamörk á þessa
vinnu. Hann segist þó vona að málin nái að
skýrast fyrir fund forystumanna ASÍ á mánu-
dag.
Samtök atvinnulífsins og Alþýðusambandið leita leiða til að forðast uppsögn kjarasamninga
Reynt að finna
úrræði á fund-
um um helgina
STJÓRNARANDSTAÐAN gagn-
rýndi harðlega þær breytingar sem
meirihluti fjárlaganefndar Alþingis
gerði á fjárlagafrumvarpinu fyrir
þriðju umræðu þess í gær en tillög-
urnar leiða til 2.070 milljóna króna
lækkunar útgjalda frá því sem áður
hafði verið samþykkt. Var jafnframt
haft orð á því að ríkisstjórnin hefði
alltof lengi hunsað viðvörunarorð
um að í óefni stefndi í efnahags-
málum og að þessar tilllögur nú
hefðu verið unnar í fljótfærni.
Ólafur Örn Haraldsson (B), for-
maður fjárlaganefndar, mælti fyrir
framhaldsnefndaráliti meirihlutans
og sagði hann að eftir því sem á árið
hefði liðið hefðu birst æ skýrari
merki um samdrátt í þjóðarbú-
skapnum. „Til marks um það er
áætlað að þjóðarútgjöld í heild
dragist saman um 3% á þessu ári og
spáð er rúmlega 3% samdrætti á
næsta ári. Samkvæmt þessu minnka
þjóðarútgjöld um 6% samanlagt á
umræddum árum. Landsframleiðsl-
an breytist minna því innflutningur
á vöru og þjónustu dregst mest
saman. Hagvöxtur er reyndar talinn
verða 2,2% á þessu ári en hann
kemur allur fram á fyrri hluta árs-
ins og því er gert ráð fyrir sam-
drætti á síðari hluta þess. Í nýbirtri
spá Þjóðhagsstofnunar er reiknað
með 1% samdrætti á næsta ári. Það
virðist því enginn vafi á því að sam-
dráttur hefur tekið við af vaxtar-
skeiðinu.“
Sagði Ólafur Örn að ennfremur
hefðu atburðir í heimsmálum valdið
mikilli óvissu í veröld vorri og það
snerti óhjákvæmilega efnahagsmál.
„Þrátt fyrir þessa óvissu má færa
sterk rök fyrir því að efnahagsnið-
ursveiflan verði skammvinn,“ sagði
hann þessu næst. „Þannig er reikn-
að með að efnahagslífið rétti úr
kútnum þegar kemur fram á árið
2003. Hagvöxtur verði þá því sem
næst 3% ef ráðist verður í áform-
aðar virkjunarframkvæmdir en um
1% minni ella. Ef þessar spár ganga
eftir fylgir hagsveiflan hér á landi í
mikilvægum atriðum hinni alþjóð-
legu sveiflu þó að flest bendi til að
dýfan hér á landi verði nokkru dýpri
og standi e.t.v. nokkru lengur. Þetta
stafar af því að fyrir utan erfiðari
ytri skilyrði er óhjákvæmilegt að
þjóðarbúið aðlagi útgjöld sín að
tekjum til að minnka viðskiptahall-
ann og skapa þannig traustari
grunn fyrir stöðugleika og jafnvægi
í efnahagslífinu í næstu framtíð.“
Allar viðvaranir
hunsaðar
Margrét Frímannsdóttir mælti
fyrir nefndaráliti fulltrúa Samfylk-
ingar í fjárlaganefnd. Gagnrýndi
hún harðlega vinnubrögð við gerð
fjárlaga og sagði að þær breytingar,
sem meirihluti stjórnarflokkanna
gerði á fjárlagafrumvarpinu nú,
staðfestu að forsendur þess voru
rangar, rétt eins og margoft hefði
verið bent á.
Margrét gagnrýndi að ríkis-
stjórnin hygðist ætla að ná áform-
uðum sparnaði í lyfjakostnaði með
hækkun á lágmarks- og hámarks-
greiðslum lyfja, enda væri ljóst að
sá kostnaður myndi lenda á sjúk-
lingum.
Taldi hún jafnframt ekki hægt að
færa skynsamleg rök fyrir þeim
breytingartillögum vegna gjald-
færðra lífeyrisskuldbindinga sem
meirihlutinn hefði lagt fram. „Þetta
er hreint og klárt bókhaldsfiff og
það vitum við öll,“ sagði hún um til-
lögur þar að lútandi.
Margrét sagði ekki óvarlegt að
áætla að tekjur ríkisins væru of-
metnar um 3,5–4 milljarða króna.
Ennfremur sagði hún að eftir að
sparnaðartillögur ríkisstjórnarinnar
birtust í fjölmiðlum hefði ekki orðið
sú breyting til batnaðar á gengi
krónunnar sem vænta mátti.
„Það sýnir,“ sagði Margrét, „að
fjármálamarkaðurinn metur að
frumvarpið eins og það lítur núna
út, og þar með tillögur ríkisstjórn-
arinnar, sé ekki trúverðugt og
byggist á allt of veikum forsendum.
Áhrif þess á efnahagsumhverfið
verða því lítil sem engin. Þegar
helmingur niðurskurðartillagna
byggist á bókhaldslegum milli-
færslum og tekjuhliðin er notuð sem
afgangsstærð er ekki furða þótt svo
fari. Það eina sem er varanlegt í til-
lögum ríkisstjórnarinnar eru hækk-
andi álögur á almenning, þó sér-
staklega á nemendur og sjúklinga.“
Þjóðarskútunni
róið í öfuga átt
Jón Bjarnason (VG) mælti fyrir
nefndaráliti annars minnihluta fjár-
laganefndar og gagnrýndi hann eins
og Margrét að ekki hefði verið grip-
ið í taumana fyrr, enda hefðu hættu-
merkin í þróun efnahagsmála blasað
við sl. 2–3 ár. „Það væri hreint oflof
að segja að ríkisstjórnin hafi flotið
sofandi að feigðarósi því flestar árar
hafa verið úti til þess að róa þjóð-
arskútunni í öfuga átt,“ sagði hann.
Jón gagnrýndi vinnuna við fjár-
lagagerðina og lýsti jafnframt efa-
semdum um forsendur fjárlaga-
frumvarpsins. Hann vék sérstak-
lega að vanda framhaldsskólanna og
sagði að þó að tekið hefði verið upp
reiknilíkan við úthlutun fjármuna til
skólanna yrði að taka fullt tillit til
séraðstæðna hvers skóla.
Hann sagði þörf á gjörbreyttri
stefnu í efnahags- og atvinnumálum
enda hefði hér þróast hagkerfi er
nærðist á viðvarandi viðskiptahalla.
Þrautin þyngri yrði að snúa af þeirri
braut.
Undrast áhyggjur
formanns fjárlaganefndar
Sverrir Hermannsson (FF) undr-
aðist þær áhyggjur sem formaður
fjárlaganefndar hafði lýst vegna
horfanna í efnahagsmálum. Velti
hann því fyrir sér hvort Ólafur Örn
hefði ekki heyrt þegar forsætisráð-
herra lýsti því yfir að allar efna-
hagsforsendur væru í lagi á Íslandi,
verðbólga væri á niðurleið, kaup-
máttur að aukast og sjávarútvegur-
inn græddi á tá og fingri.
Sverrir taldi þó að í raun tryði
Ólafur forsætisráðherra. „Ella
hefðu önnur vinnubrögð
verið höfð uppi við fjár-
lagavinnuna,“ sagði
hann.
Sverrir sagði að í
raun væri ekki tekið á
neinu með festu í þessu
frumvarpi – þó að
reyndar væri borið niður þar sem
síst skyldi. „Frjálslyndi flokkurinn
varar við þessum vinnubrögðum og
hann mun engan þátt taka í loka-
afgreiðslu fjárlaganna því hann vill
engan hlut þar eiga að, og til engrar
ábyrgðar verða kallaður,“ sagði
Sverrir.
Margir fleiri þingmenn tóku til
máls við umræðuna. Einar Oddur
Kristjánsson (D), varaformaður
fjárlaganefndar, sagði að gera hefði
þurft mun meiri niðurskurð á
rekstri ríkisins, enda hefði það vaxið
ógurlega á undanförnum árum.
Sagði hann að mikinn tíma þyrfti í
slíka vinnu og tók undir þá gagnrýni
stjórnarandstæðinga að þessar til-
lögur nú hefðu verið unnar með
skömmum fyrirvara.
Einar Oddur benti á að hlutfall
launa í ríkisútgjöldum hefði aðeins
einu sinni verið eins hátt og raun
bæri vitni nú – árið 1988. „Og ég
vona að allir muni hvernig fór þá.
Það fór illa,“ sagði hann. Sagði hann
að nú kæmust menn ekki hjá því að
láta sverfa til stáls, m.a. með tilliti
til samninga við ríkisstarfsmenn.
Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir
(S) vakti hins vegar at-
hygli á því að breyting-
artillögur fjárlaganefnd-
ar hefðu í för með sér að
þakið væri tekið af kostn-
aði sjúklinga vegna ferli-
verka, sem þýddi að hlut-
ur þeirra gæti hækkað
um 200–300% áður en kæmi til
kasta afsláttarkorta. Áður hefðu
sjúklingar að hámarki þurft að
greiða fimm þúsund kr. en að þess-
um tillögum samþykktum gæti sú
tala farið upp í átján þúsund kr.
Þriðja og síðasta umræða um fjárlög fyrir árið 2002 fór fram á Alþingi í gær
Morgunblaðið/Þorkell
Fjölmargir þingmenn tóku til máls við umræðuna í gær.
Viðvörunarorð
sögð hafa verið
hunsuð of lengi
„Oflof að segja
að ríkisstjórnin
hafi flotið
sofandi að
feigðarósi“