Morgunblaðið - 08.12.2001, Side 13

Morgunblaðið - 08.12.2001, Side 13
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. DESEMBER 2001 13 undirfataverslun Opið mán.-laugard. frá kl. 12-18 - Nýtt kortatímabil - Lagerútsala - Síðumúla 3-5 Undirföt - náttkjólar - sloppar Merkjavara á frábæru verði ÞRJÁTÍU ár eru í dag liðinn frá því að tekið var upp stjórnmála- samband milli Íslands og Kína. Sendiherra Kína á Íslandi, Wang Ronghua, segir á þessum tímamót- um að ekkert bendi til annars en að samskipti ríkjanna eigi eftir að aukast enn frekar á næstu árum. Stjórn Kínverska alþýðulýðveld- isins í Peking fékk aðild að Samein- uðu þjóðunum 26. október 1971 í stað stjórnarinnar á Taívan-eyju. Ís- lendingar greiddu atkvæði með þessari breytingu á allsherjarþingi SÞ og var það aðdragandi þess að Ísland og Kína tóku upp stjórnmála- samband 8. desember það ár. Wang Ronghua hefur gegnt emb- ætti sendiherra Kína á Íslandi í tæp fjögur ár og segir hann margt líkt með íslensku þjóðinni og þeirri kín- versku. „Þetta eru hvoru tveggja friðsamar þjóðir. Íslendingar eru framtakssamir og iðnir og þeim hef- ur á um 50 árum tekist að byggja upp nútímalegt ríki, þrátt fyrir að náttúrufar og aðstæður séu að mörgu leyti erfiðar. Kínverjar eru einnig mjög iðnir og vinnusamir. Á síðustu 25 árum höfum við opnað landið og gengist undir miklar um- bætur, svo þróunin hefur einnig verið ör í Kína á undanförnum ára- tugum. Og síðast en ekki síst eiga báðar þjóðirnar ríka menningar- arfleifð,“ segir Ronghua. Sendiherrann segir á hinn bóginn margt ólíkt með Íslendingum og Kínverjum, einkum hugarfar og gildismat. „Hjá Íslendingum er ein- staklingurinn í fyrirrúmi, en sam- kvæmt kínverskri hefð leggjum við meiri áherslu á velferð heildar- innar. En það þýðir þó ekki að við hunsum hagsmuni einstaklingsins,“ segir Ronghua og bætir við að við- skiptahættir séu einnig nokkuð ólíkir meðal þjóðanna. Íslendingar reiði sig í miklu meira mæli á milli- liði, á meðan Kínverjar kjósi helst að hafa bein samskipti. Ronghua segir að samskipti Ís- lendinga og Kínverja hafi aukist til muna eftir að stjórnmálasambandi var komið á milli þjóðanna. Hvað stjórnmálin varðar komi það meðal annars fram í fjölmörgum heim- sóknum ráðamanna milli ríkjanna. Sendiherrann nefnir meðal annars að á undanförnum tveimur árum hafi landbún- aðarráðherra, sjáv- arútvegsráðherra og utanríkisráðherra Ís- lands sótt Kína heim. Á síðasta ári hafi jafn- framt Li Peng, forseti kínverska þingsins, komið hingað til lands, sem og Ding Guangen, ráðherra upplýsinga- mála, Wu Yi, meðlimur í kínverska ríkisráðinu og Han Zhubin, rík- issaksóknari Kína. „Slíkar heimsóknir eru mjög mikilvægar því þær gera okkur kleift að auka á skilning milli þjóðanna,“ segir Ronghua. Hvað viðskipti ríkjanna varðar segir sendiherrann að stóraukning hafi orðið á síðustu tíu árum. „Á síðasta ári námu viðskipti Kínverja og Ís- lendinga 58 milljónum dollara, sem er 5,33 sinnum meira en árið 1991,“ segir Ronghua, en helstu út- flutningsvörur Íslend- inga til Kína eru karfi, loðna og rækja. Ronghua bendir einnig á að Íslendingar hafi keypt fjölda fiski- skipa frá Kína á und- anförnum árum og að Kínverjar hafi notið liðveislu Íslendinga í málum er lúta að jarð- hita. Sendiherrann segir samskipti þjóðanna ennfremur hafa aukist mjög á menning- arsviðinu. Hann nefnir að Íslend- ingasögurnar og Snorra Edda hafi verið gefnar út á kínversku og að samningar hafi nýlega náðst um út- gáfu Engla alheimsins eftir Einar Má Guðmundsson í Kína. Kínversk kvikmyndahátíð hafi verið haldin hér á landi í júlí og jafnframt hafi ís- lensk kvikmyndavika verið haldin í Peking í síðasta mánuði, sem hafi tekist mjög vel. Aukin tækifæri í kjölfar inngöngu Kína í WTO Ronghua segir að samskipti Ís- lands og Kína geti aðeins batnað á næstu árum. „Á þriðjudag verður Kína full- gildur meðlimur í Heimsvið- skiptastofnuninni og það þýðir að landið mun opnast enn frekar.“ Ronghua segir að miklar umbætur hafi átt sér stað í Kína á undan- förnum árum og að aðildin að Heimsviðskiptastofnuninni (WTO) muni knýja á um enn frekari þróun í þá átt. Kínversk stjórnvöld verði að hlíta skilmálum WTO og það hafi í för með sér minnkandi afskipti þeirra af verslun og viðskiptum. „Ég sé fyrir mér að fisksala Ís- lendinga til Kína muni stóraukast,“ segir sendiherrann. Hann bendir á að stórir markaðir muni opnast þegar Kínverjar fella niður tolla og að markaðirnir muni jafnframt stækka eftir því sem velmegun kín- versku þjóðarinnar eykst. Með auk- inni markaðssókn Íslendinga í Kína verði möguleikarnir óendanlegir, enda sé eftirspurnin eftir fiski nær óþrjótandi í þessu stóra landi. Ronghua kveðst einnig telja að ferðamannastraumur muni aukast milli ríkjanna, enda hafi þau bæði upp á einstaka hluti að bjóða. Hann segir að á síðasta ári hafi um 400 kínverskir ferðamenn komið hingað til lands, en kveðst búast við að á næsta ári muni þeir nálgast þúsund. „Ef við lítum til næstu þrjátíu ára tel ég að samskipti ríkjanna eigi eft- ir að verða enn nánari og að þjóð- irnar muni komast í betri kynni hvor við aðra,“ segir Ronghua að lokum. „Við sáum saman og upp- skerum saman. Báðar þjóðirnar njóta góðs af þessum tengslum.“ Þrjátíu ár eru liðin frá stofnun stjórnmálasambands milli Íslands og Kína Samskiptin líkleg til að aukast enn á næstu árum Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Sigurður Bjarnason, sendiherra Íslands í Kaupmannahöfn, og Yueh Siang, sendiherra Kína í Kaupmannahöfn, undirrita sameiginlega yfir- lýsingu Íslands og Kínverska alþýðulýðveldisins um stofnun stjórnmála- sambands hinn 8. desember 1971. Sendiherra Kína á Íslandi, Wang Ronghua, segir margt líkt með Íslendingum og Kínverjum. Aðalheiður Inga Þorsteinsdóttir tók hann tali í tilefni þess að þrjátíu ár eru liðin frá því að stjórnmálasamband var tekið upp milli þjóðanna. aith@mbl Wang Ronghua RÝMA þurfti rannsóknarstofu Landspítala – háskólasjúkrahúss við Hringbraut í frumulíffræði í skyndi í hádeginu í gær eftir að eitraðar gufur tóku að streyma úr plastdunki sem geymdi efnið akrýlamíð. Að sögn Rósu Bjarkardóttur, yfirlíf- fræðings á rannsóknarstofunni, var enginn starfsmaður í hættu vegna þessa. Skömmu fyrir hádegi í gær voru starfsmenn rannsóknarstofunnar að blanda efninu akrýlamíði saman við vökva en þannig er efnið skaðlaust. Blandað var í fjóra plastdunka en svo virðist sem efnið í einum þeirra hafi af einhverjum orsökum ofhitn- að, plastið tók að bráðna og eitraðar gufur stigu upp af dunknum. Rósa segir að starfsfólkið hafi brugðist hárrétt við aðstæðum. Húsið var rýmt, hurðum og gluggum lokað og slökkvilið kallað til. Hún segir að starfsfólkið hafi ekki verið í hættu heldur hafi verið um öryggisráðstöf- un að ræða. Rannsóknarstofan sem stendur við Eiríksgötu var lokuð í um klukkustund vegna atviksins. Ekki ljóst hvað varð til þess að efnið ofhitnaði Slökkviliðsmenn frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins fóru inn í hús- ið í eiturefnabúningum, fjarlægðu efnið og loftuðu út. Að því búnu var farið með efnið til förgunar. Rósa segir ekki ljóst hvað varð til þess að efnið ofhitnaði en það hefur verið notað við kjarnsýrurannsóknir á rannsóknarstofunni í fjöldamörg ár. Hitni efnið þannig að gufur standa frá því getur það verið krabbameinsvaldandi eða skemmt taugakerfið en til þess þarf efnið þó að vera í miklu magni. Rannsóknarstofur LHS við Hringbraut voru rýmdar í skyndi Morgunblaðið/Júlíus Slökkviliðsmenn í eiturefnabúningum flytja efnið til förgunar. Efni ofhitnaði og mynd- aði eitraðar gufur HREGGVIÐUR Jónsson, forstjóri Norðurljósa, segir í samtali við Morgunblaðið að allar líkur séu á því að fyrirtækið leiti næst til Eftirlits- stofnunar EFTA, ESA, í ljósi niður- stöðu samkeppnisráðs í máli þeirra gegn Ríkisútvarpinu, RÚV. Eins og kom fram í Morgunblaðinu í gær telur samkeppnisráð ekki laga- leg skilyrði vera til íhlutunar vegna samkeppnisstöðu leyfisbundins út- varpsrekstrar einkaaðila gagnvart RÚV, líkt og Norðurljós höfðu gert kröfu um. Félagið, sem rekur m.a. Stöð 2, Bylgjuna og Sýn, krafðist þess einnig að Samkeppnisstofnun bannaði RÚV að selja auglýsingar á öðru verði en fram kæmi í töxtum þess. Samkeppnisráð telur heldur ekki lagaleg skilyrði fyrir því að beita fjár- hagslegum aðskilnaði þannig að tekjum af útvarpsgjaldi verði haldið aðgreindum frá öðrum rekstrar- tekjum. Í álitinu er Norðurljósum jafnframt bent á að hægt sé að leita til ESA með umkvörtunina. Skilaboð til stjórnvalda Hreggviður segir að í álitinu komi fram ákveðin skilaboð til stjórnvalda um hvernig þau eigi að haga sér gagnvart ESA þegar um sé að ræða ríkisstuðning við fyrirtæki almennt. Stjórnvöldum sé skylt að tilkynna sérhverja nýja ríkisaðstoð til stofn- unarinnar, áður en hún komi til fram- kvæmda. Jafnframt þurfi ESA stöð- ugt að hafa til endurskoðunar alla aðstoð sem sé við lýði á hverjum tíma. „Ég tel að allir þeir sem kynna sér málið séu sammála um að samkeppn- isstaðan sé óeðlileg. Það er óeðlilegt þegar keppt er við aðila á markaði sem almenningur er skyldaður til að kaupa vöruna af, áður en hann kaupir hana af öðrum. Svo kemur niðurstaða frá samkeppnisráði um að það hafi ekki lögsögu í málinu. Ráðið hefur hins vegar tekið á Landssímanum, sem er með markaðsráðandi stöðu. Mér finnst það mjög merkilegt að það hafi tekið ráðið tvö ár að komast að þeirri niðurstöðu að hafa ekki lög- sögu í málinu,“ segir Hreggviður. Leita líklega næst til Eft- irlitsstofn- unar EFTA Mál Norðurljósa gegn RÚV

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.