Morgunblaðið - 08.12.2001, Blaðsíða 16
SUÐURNES
16 LAUGARDAGUR 8. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
GERÐAHREPPUR gæti hugsan-
lega þurft að greiða liðlega 100 millj-
ónir af skuldum Hafnasamlags Suð-
urnesja, segi hreppurinn sig úr
samlaginu, þrátt fyrir að samlagið
hafi aðeins tekið yfir skuldir og lagt í
kostnað við höfnina í Garði rúmar 16
milljónir á þeim tíma sem hreppur-
inn hefur verið í samlaginu. Vatns-
leysustrandarhreppur gæti þurft að
greiða 90 milljónir en þar hafa meiri
nýframkvæmdir verið við höfnina.
Skilanefnd sem skipuð var vegna
úrsagnar Vatnsleysustrandarhrepps
úr Hafnasamlagi Suðurnesja
(HASS) vinnur að því að skipta eign-
um og skuldum hafnasamlagsins
milli eigendanna sem eru Reykja-
nesbær og Gerðahreppur, auk
Vatnsleysustrandarhrepps. Lagðir
hafa verið fram ýmsir útreikningar
og stefnir skilanefndin að því að
ljúka störfum í næstu viku.
Skipta eignum og skuldum
Miklar umræður urðu um stöðu
Gerðahrepps í samlaginu í vikunni
þegar fulltrúar hreppsins í skila-
nefndinni, Sigurður Jónsson sveitar-
stjóri og Viggó Benediktsson
hreppsnefndarmaður, gerðu hrepps-
nefnd grein fyrir störfum nefndar-
innar.
Skilanefndin hefur það hlutverk
að skipta eignum og skuldum HASS
á milli sameigendanna. Samkvæmt
stofnsamningi á hún að leggja til
grundvallar eigna- og skuldastöðu
hafnasjóðanna í lok árs 1996, þegar
þeir sameinuðust, og taka tillit til
framkvæmda á hverjum stað frá
þeim tím svo og skuldbindinga vegna
þeirra. Höfnin í Garði var nánast
skuldlaus þegar hún rann inn í
hafnasamlagið og sáralítið hefur ver-
ið framkvæmt þar.
Samkvæmt þessu ætti Gerða-
hreppur að fá eignirnar í Garði og
greiða rúmar 16 milljónir inn í
Hafnasamlagið, ef hann kysi að
segja sig úr samlaginu. Vatnsleysu-
strandarhreppur sagði sig úr HASS
fyrir ári og á úrsögnin að taka gildi í
mánuðinum. Meira hefur verið fram-
kvæmt í Vogum en Garði og þarf
Vatnsleysustrandarhreppur að
greiða rúmar 40 milljónir kr., sam-
kvæmt þessu ákvæði stofnsamnings-
ins, til að leysa til sín hafnarmann-
virkin í Vogum.
Kafloðinn samningur
En málið er ekki svona einfalt.
Hafnasamlagið hefur verið rekið
með miklu tapi frá upphafi, rúmlega
100 milljónum á ári, og nærri tvö-
faldað skuldir sínar frá stofnun. Tal-
ið er skuldir séu nú ríflega 1.100
milljónir en voru 600 í ársbyrjun
1997. Í stofnsamningi er kveðið á um
að ef eigendur þurfi að leggja hafna-
samlaginu til aukið eigið fé vegna
taprekstrar skuli það gert í hlutfalli
við íbúatölu þeirra. Það hafa eigend-
urnir ekki gert en kosið á láta fyr-
irtækið safna skuldum í staðinn.
Endurskoðendur og lögfræðingar
hafa túlkað stofnsamninginn og sér-
staklega síðarnefnda ákvæðið á ýms-
an hátt enda er stofnsamningurinn
„kafloðinn“ og „leiðinlegt plagg“,
eins og Viggó Benediktsson lýsti því
á hreppsnefndarfundinum í Garði.
Endurskoðendur hafa reiknað það
út að Gerðahreppur þyrfti að greiða
um 85 milljónir kr. til viðbótar þeim
16 sem áður eru nefndar, vegna taps
og skuldaaukningar HASS, samtals
rúmar 100 milljónir kr. Vatnsleysu-
strandarhreppur þyrfti með sama
hætti að greiða 50 milljónir vegna
þessa ákvæðis, eða samtals 91 millj-
ón fyrir þær liðlega 40 milljónir sem
hreppurinn hefur fengið frá samlag-
inu með yfirtöku þess á skuldum og
kostnaði við nýframkvæmdir.
Kom það fram á hreppsnefndar-
fundinum í Garði að hreppsnefndar-
menn sætta sig ekki við að þurfa að
greiða 100 milljónir, í því fælist hróp-
legt óréttlæti í ljósi þess að nánast
engar framkvæmdir hefðu verið við
höfnina í Garði. Í því sambandi voru
rifjuð upp loforð ráðamanna um að
byggja þar smábátahöfn og virtust
menn orðnir vonlitlir um efndir á
þeim.
Einn hreppsnefndarmaður, Ólaf-
ur Kjartansson, lagði áherslu á að ef
til úrsagnar kæmi yrðu ekki greidd-
ar nema umræddar 16 milljónir kr.,
að öðrum kosti yrði Gerðahreppur að
segja sig einhliða úr hafnasamlag-
inu.
Boðar tillögu
um úrsögn
Viggó Benediktsson, fulltrúi I-
lista, boðaði tillögu um úrsögn úr
HASS á síðari stigum og sagði að út-
lit væri fyrir að meirihluti væri að
myndast fyrir slíkri ákvörðun. Finn-
bogi Björnsson, annar fulltrúi H-
listans, rifjaði þá upp að hann hefði
hvað eftir annað flutt tillögur um úr-
sögn úr hafnasamlaginu en meiri-
hluti F-listans ávallt fellt þær.
Skuldir Hafnasamlagsins hefðu auk-
ist um 200–300 milljónir frá því til-
lagan var felld í fyrsta skipti.
Dýrt fyrir Voga og Garð að yfirgefa Hafnasamlag Suðurnesja
Gætu þurft að greiða
90–100 milljónir króna
Stofnsamningur Hafnasamlags Suðurnesja
er svo loðinn að hann býður upp á mismun-
andi túlkanir. Helgi Bjarnason fylgdist með
umræðum í hreppsnefnd Gerðahrepps um
slit samlagsins og kynnti sér útreikninga
um skiptingu skulda þess.
Reykjanesbær/Garður/Vogar
ÁLAGNING útsvars í Gerðahreppi
verður óbreytt á næsta ári frá því
sem nú er. Fasteignagjöld hækka
vegna hækkunar fasteignamats í
haust en lóðarleiga verður lækkuð.
Hreppsnefnd Gerðahrepps gekk
formlega frá álagningarreglum fyr-
ir komandi ár á síðasta fundi sín-
um. Útsvar verður 12,7%, eins og
nú er. Að tillögu meirihluta F-
listans var ákveðið að halda fyr-
irkomulagi álagningar fasteigna-
gjalda einnig óbreyttu nema hvað
aukavatnsgjald fyrirtækja hækkar
lítillega. Þá lækkar lóðarleiga hjá
þeim sem eiga hús á lóðum í eigu
Gerðahrepps, eða úr 2% af fast-
eignamati í 1%.
Fasteignamat húsa og lóða í
Gerðahreppi hækkaði verulega við
endurmat í haust. Með því að
álagningarhlutföll verða óbreytt
aukast tekjur Gerðahrepps um 6
milljónir að mati Sigurðar Jóns-
sonar sveitarstjóra. Hann sagði á
hreppsnefndarfundi þegar þetta
var ákveðið að með því að lækka
lóðarleigu væri verið að koma til
móts við fólk vegna hækkunar lóð-
armats. Þá legði meirihluti hrepps-
nefndar áherslu á að aðrir landeig-
endur lækkuðu leiguna með sama
hætti.
Fulltrúar H-listans lögðu til að
fasteignagjöldin yrðu lækkuð til
samræmis við hækkun fasteigna-
matsins. Sögðu þeir óeðlilegt að
Gerðahreppur hagnaðist á hækkun
fasteignamats á landsvísu. Áætluðu
þeir að ákvörðun meirihlutans um
óbreytt álagningarhlutföll hækkaði
gjöld Garðmanna um 7–10 milljónir
á næsta ári, umfram verðlags-
breytingar.
Hins vegar lagði fulltrúi I-
listans, sem skipar minnihluta
hreppsnefndar ásamt H-listanum,
til að fasteignagjöld á atvinnuhús-
næði yrðu hækkuð úr 1 í 1,4%, til
samræmis við það sem gengur og
gerist í nágrannasveitarfélögum.
Báðar tillögurnar voru felldar og
vilji meirihlutans náði fram að
ganga.
Fasteignagjöld
hækka vegna
hærra mats
Garður
NOKKUR hópur fólks kom á
kynningu á umhverfisáhrifum
breikkunar Reykjanesbrautar sem
Vegagerðin stóð fyrir í Reykja-
nesbæ í fyrradag. Bæjarfulltrúar,
forystumenn í ferðamálum og
áhugamenn um breikkun Reykja-
nesbrautar voru meðal þeirra sem
vildu fræðast um verkefnið.
Að sögn Jónasar Snæbjörns-
sonar, umdæmisstjóra Vegagerð-
arinnar á Reykjanesi, var mest
spurt um það hvenær fram-
kvæmdir gætu hafist og hvenær
þeim lyki og höfðu sumir áhyggj-
ur af niðurskurðarhnífnum. Jónas
segir að rætt sé um að fram-
kvæmdir hefjist á næsta ári og
samkvæmt langtímaáætlun í vega-
gerð ætti þeim að vera lokið fyrir
2010. Öðruvísi gætu starfsmenn
Vegagerðarinnar ekki svarað
slíkum spurningum á þessari
stundu. Jónas segir að ekki hafi
verið gerðar alvarlegar athuga-
semdir við útfærslu tvöföldunar
brautarinnar.
Morgunblaðið/Hilmar Bragi Bárðarson
Kynna
sér fyr-
irkomu-
lag tvö-
földunar
Reykjanesbraut
Reykjanesbær - Kostnaður
við framkvæmd Ljósanætur,
menningarhátíðar sem haldin
var í Reykjanesbæ í haust, nam
tæpum 2,7 milljónum. Útgjöld
urðu minni en styrkir og fram-
lög sem undirbúningsnefndin
hafði til ráðstöfunar. Fram
kom hjá Steinþóri Jónssyni
hótelstjóra á fundi markaðs- og
atvinnuráðs Reykjanesbæjar
fyrir skömmu að Reykjanes-
bær hefði lagt 1,5 milljónir í
framkvæmdina og fyrirtæki
tæpar 1,3 milljónir að auki. Út-
gjöld urðu tæpar 2,7 milljónir,
nokkru hærri en áætlað var
vegna ófyrirsjáanlegs kostn-
aðar við viðgerðir á ljósum við
Bergið. Tekjuafgangur varð 87
þúsund kr. Fram kom í ráðinu
að almenn ánægja var með
framkvæmd Ljósanætur.
Tekjuaf-
gangur af
Ljósanótt
Njarðvík/Keflavík - Lög-
reglan í Keflavík hafði seint í
fyrrakvöld afskipti af öku-
manni vegna hraðaksturs í
Njarðvík. Þegar betur var að
gáð fundust áhöld til fíkniefna-
neyslu í bílnum. Bifreiðin var
stöðvuð á Njarðarbraut þegar
henni var ekið á 94 km hraða
þar sem 60 km hámarkshraði
gildir. Síðar hafði lögregla af-
skipti af ökumanni og farþeg-
um í bifreið á bílaplani í Kefla-
vík. Við athugun fann lögregla
sprautu og tvö grömm af efni
sem talið er vera amfetamín.
Fíkniefni og
áhöld í bílum
Keflavík - Efnt verður til að-
ventutónleika í Keflavík-
urkirkju á morgun, sunnudag,
klukkan 20.30. Áhersla er á
létta en hátíðlega helgitónlist.
Nokkrir af þekktustu söngv-
urum Reykjanesbæjar koma
fram á tónleikunum; Rúnar Júl-
íusson, Birta Sigurjónsdóttir og
Guðmundur Hermannsson.
Með þeim leikur hljómsveit sem
skipuð er þeim Rúnari Júl-
íussyni, Júlíusi og Baldri sonum
hans og mági, Þóri Baldurssyni.
Þá mun kirkjukór Keflavík-
urkirkju flytja þrjú hátíðleg lög.
Flutt verður blanda af nýrri
og gamalli tónlist. Meðal annars
mun Rúnar flytja lag af nýrri
hljómplötu sinni. Auk tónlistar-
flutnings flytur sóknarprestur
Keflavíkurkirkju hugvekju.
Jólasveifla
í Keflavík-
urkirkju
Garður - Íbúðalánasjóður hefur
samþykkt að veita Gerðahreppi
60 milljóna kr. lán til að byggja
tíu leiguíbúðir fyrir aldraða í
Garði.
Gerðahreppur hefur um tíma
unnið að undirbúningi bygg-
ingar leiguíbúða fyrir aldraða, í
kjölfar skoðanakönnunar sem
sýndi að áhugi er meðal eldri
borgara á staðnum að nýta sér
slíka aðstöðu.
Fyrirhugað er að byggja hús-
ið í nágrenni hjúkrunarheimilis-
ins Garðvangs og á síðasta
fundi hreppsnefndar var ákveð-
ið með atkvæðum fulltrúa
meirihlutans, F-listans, að ráða
Sigríði Sigþórsdóttur, arkiktekt
hjá VA arkitektum, til að skipu-
leggja svæðið. Fulltrúar minni-
hlutaflokkanna í hreppsnefnd
vildu að samið yrði við Arki-
tekta sf. um verkið en þeir hafa
unnið mikið fyrir Gerðahrepp.
Loforð veitt
um lán