Morgunblaðið - 08.12.2001, Page 22

Morgunblaðið - 08.12.2001, Page 22
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 22 LAUGARDAGUR 8. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ AUKINNAR svartsýni gætir á skuldabréfamarkaði samkvæmt um- fjöllun Greiningar Íslandsbanka um horfur á næsta ári og spá um þróun ákvöxtunarkröfunnar, sem birt var í gær. Þar segir að ávöxtunarkrafa lengri skuldabréfa hafi hækkað nokkuð í kjölfar birtingar Íbúðalána- sjóðs á áætlaðri útgáfu húsbréfa og húsnæðisbréfa á næsta ári. Fram kemur í umfjöllun Greining- ar Íslandsbanka að eftirspurn á skuldabréfamarkaði verði lítillega umfram framboð á næsta ári. Því megi ætla að lítið svigrúm verði til lækkunar ávöxtunarkröfunnar og eigi það einkum við um skuldabréf til lengri tíma. Hafa beri þó í huga að ávöxtunarkrafan hafi hækkað mikið undanfarið og sé nú mjög há í sögu- legu samhengi. Þættir sem geti breytt þessari mynd séu t.d. ef sam- dráttur á fasteignamarkaði verði meiri en bankinn gerir ráð fyrir eða ef uppbygging leiguíbúðakerfisins tekur lengri tíma en áætlað er. Hvort tveggja myndi þýða meiri lækkun ávöxtunarkröfunnar en gert er ráð fyrir. Greining Íslandsbanka telur að Seðlabankinn muni lækka vexti um 2,2% fyrir lok næsta árs og segir að sú lækkun ætti að hafa áhrif á vexti á skuldabréfamarkaði. Færri húsbréfalán til notaðra íbúða Samkvæmt því sem fram kemur í umfjöllun Greiningar Íslandsbanka hefur íbúðaverð hækkað mikið á því þensluskeiði sem nú virðist á enda. Þannig hafi íbúðaverð á höfuðborg- arsvæðinu hækkað yfir 30% umfram almenna verðbólgu frá upphafi árs 1998 til sama tíma 2001. Töluvert hafi þó hægt á hækkunum að und- anförnu. Vænta megi að kaupmáttur rýrni nokkuð á næstu mánuðum en ekki þannig að það kalli á umtals- verðan samdrátt á íbúðamarkaði. Þó gerir bankinn ráð fyrir að umsókn- um um húsbréfalán vegna kaupa á notuðu húsnæði fækki nokkuð á næsta ári, bæði vegna lítils háttar al- menns samdráttar og vegna tilflutn- ings yfir á leigumarkað. Varðandi nýjar íbúðir telur Grein- ing Íslandsbanka að framboð á nýju húsnæði á höfuðborgarsvæðinu muni á næsta og jafnvel næstu árum ekki ná til að fullnægja þörf. Litlar líkur séu því á verðlækkunum af þeim sökum. Vera megi þó að aukin áhersla verði lögð á byggingu ódýr- ara húsnæðis. Greining Íslands- banka gerir ráð fyrir um 10% sam- drætti í nýbyggingum einstaklinga á næsta ári en að fjöldi lána bygging- araðila standi nokkurn veginn í stað. Gert er ráð fyrir hækkun meðal láns- fjárhæðar til nýbygginga og lítils- háttar hækkun lána til bygginga- verktaka og endurbóta. Greining Íslandsbanka telur að þó verð á íbúðum hafi hækkaði mikið á undanförnum árum sé ekkert sem segi að það þurfi að lækka að nýju. Fátt bendi til þess að framundan sé umtalsverð lækkun. Greining Íslandsbanka um horfur á skuldabréfamarkaði Lítið svigrúm til lækk- unar ávöxtunarkröfu Útboð hafið í Bakkavör SALA til almennings í hlutafjár- útboði Bakkavarar Group hófst í gær á heimasíðu Kaupþings en út- boðið stendur fram á miðvikudag. Um er að ræða sölu á nýju hlutafé eða 700 milljónum króna að sölu- virði sem selt verður almenningi. Samtímis stendur yfir útboð til fag- fjárfesta, en áformað er að selja til þeirra hlutabréf að markaðsvirði 2,2 milljarðar króna, en heimilt er að hækka þá fjárhæð um allt að 700 milljónir króna, verði um verulega umframáskrift að ræða. Lágmarksáskrift fyrir hvern fjár- festi er 50.000 krónur að söluvirði en hámarksáskrift er 2 milljónir króna. Verði um umframáskrift að ræða í almenna hluta útboðsins skerðist hámarksfjárhæð sem hverjum áskrifanda er heimilt að skrá sig fyrir. Gengi bréfanna er 6,8 en getur lækkað, allt niður í 6,2, ef endanlegt útboðsgengi, sem ákvarðast af áhuga fagfjárfesta, verður lægra en áskriftarverð til al- mennings og fagfjárfesta verður það sama. Greiningardeild sænska fjárfest- ingarbankans Aragon mælir með að fjárfestar skrái sig í útboði Bakka- varar. Samkvæmt verðmati Aragon er markgengi Bakkavarar til 6–12 mánaða 10. Telur deildin að svig- rúm sé til þess að gengið hækki í 12,5–13 ef félagið nær rekstrar- markmiðum sínum og ef vel tekst til að fella Katsouris Fresh Food Ltd. að núverandi starfsemi Bakka- varar. Bræðurnir í Bakkavör menn ársins FRJÁLS verslun hefur útnefnt bræðurna Ágúst og Lýð Guð- mundssyni í Bakkavör sem menn ársins 2001 í atvinnulífinu. Í fréttatilkynningu kemur fram að þeir hljóta þennan heiður fyrir framúrskarandi athafnasemi sem ekki aðeins hefur fært Bakkavör í fremstu röð fyrirtækja á Íslandi heldur er það orðið vel metið og þekkt í sinni grein erlendis. Þetta er í fjórtánda sinn sem Frjáls verslun útnefnir menn árs- ins í íslensku atvinnulífi. Við- urkenningin verður afhent þeim bræðrum í móttöku sem Frjáls verslun heldur þeim til heiðurs á Hótel Sögu milli jóla og nýárs. Flugleiðir falla úr Úrvalsvísitölu FLUGLEIÐIR verða ekki hluti af Úrvalsvísitölu Verðbréfaþings Ís- lands á tímabilinu frá 1. janúar næstkomandi til 1. júlí og er það í fyrsta skiptið síðan byrjað var að reikna út Úrvalsvísitöluna að Flugleiðir eru ekki hluti af henni. Tvö ný félög koma inn í vísitöl- una og hefur hvorugt þessara fé- laga áður verið í vísitölunni. Þau félög sem inn koma eru Delta og Sjóvá-Almennar tryggingar og koma þau í stað Flugleiða og Húsasmiðjunnar. Alls eru 50 hlutafélög skráð á Aðallista þingsins, utan hluta- bréfasjóða, og vega þau 15 félög sem verða í Úrvalsvísitölunni sam- tals 69,6% af markaðsverðmæti þeirra. Velta þessara félaga sem valin hafa verið í vísitöluna er 83% af veltu hlutabréfa á Aðallista á síðastliðnum 12 mánuðum. mbl.isFRÉTTIR

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.