Morgunblaðið - 08.12.2001, Síða 28
ERLENT
28 LAUGARDAGUR 8. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Falleg jólagjöf
Handgerðir
grískir íkonar
Klapparstíg 40, sími 552 7977.
www.simnet.is/antikmunir
Verð frá 1.999 kr.
meistar inn. is
GULL ER GJÖFIN
MÚLLANN Mohammed Omar
þykir hvorki tilþrifamikill ræðumað-
ur né gæddur miklum persónutöfr-
um. Hann er hins vegar vel að sér í
Kóraninum og mikill stríðsmaður og
það nægði honum til að komast til
æðstu metorða í Afganistan eftir að
hafa barist með ungum skæruliðum
gegn sovéska hernámsliðinu í Afg-
anistan á árunum 1979–89.
Mohammed Omar mun hafa fæðst
í moldarkofa í þorpinu Nodeh í
Kandahar-héraði árið 1959. Hann er
kominn af kotbændum í hotak-ætt-
bálknum, einum af fjölmörgum ætt-
bálkum Pastúna í suðurhluta Afgan-
istans.
Omar stundaði nám við trúarskóla
og fékk titilinn múlla – sérfræðingur
í lögmálum og hefðum íslams – þótt
hann hefði ekki getað lokið náminu
vegna innrásar Sovétmanna árið
1979.
Líkt og margir trúaðir Afganar
gekk hann til liðs við mújahedína,
„heilaga stríðsmenn“, sem börðust
gegn sovéska innrásarhernum.
Hann særðist nokkrum sinnum í
stríðinu og missti annað augað.
„Hjálpaði smælingjunum
gegn stríðsherrunum“
Eftir að Sovétmenn kölluðu her-
sveitir sínar í Afganistan heim árið
1989 ríkti algjör skálmöld í landinu.
Það leystist upp í fjölmörg yfirráða-
svæði stríðsherra sem voru alræmd-
ir fyrir grimmd og græðgi. „Þeir
töldu sig vera hálfguði og geta gert
hvað sem þeir vildu,“ sagði Anwar
Sher, fyrrverandi undirhershöfðingi
í Pakistan, sem aðstoðaði pakist-
önsku leyniþjónustuna þegar hún
studdi talibana til valda.
Sríðsherrarnir myrtu andstæð-
inga sína, nauðguðu konum og börn-
um, fóru ránshendi um þorpin og
rændu ferðamenn og bílstjóra sem
hættu sér á yfirráðasvæði þeirra.
Hópur þorpsbúa leitaði eitt sinn til
Mohammeds Omars árið 1994 og
sagði honum frá því að einn af stríðs-
herrum Kandahar-héraðs, sem var
sérlega illræmdur, hefði rænt tveim-
ur stúlkum úr þorpi þeirra og nauðg-
að þeim hvað eftir annað. Sagan seg-
ir að Omar hafi fengið til liðs við sig
30 talibana, eða „trúarnámsmenn“,
sem réðust inn í bækistöðvar stríðs-
herrans og frelsuðu stúlkurnar.
Stríðsherrann var síðan hengdur á
fallbyssuhlaupi skriðdreka.
Talibanarnir frelsuðu einnig ung-
an dreng úr höndum liðsmanna
tveggja stríðsherra sem ætluðu að
misnota hann kynferðislega.
„Við börðumst gegn múslímum
sem höfðu vikið af réttri leið,“ sagði
Omar síðar við Ahmed Rashid, pak-
istanskan sérfræðing í sögu talib-
anahreyfingarinnar. „Hvernig gát-
um við haft hægt um okkur þegar við
sáum þá fremja glæpi gegn konum
og fátæku fólki?“
Eftir þetta varð Omar að goð-
sagnapersónu. Goðsögnin um að fá-
mennur hópur trúarnámsmanna
væri að „hreinsa til“ í Kandahar
gerði Omar að nokkurs konar „Hróa
hetti, sem hjálpaði smælingjunum
gegn ágjörnum stríðsherrum“, að
sögn Rashid.
Hópurinn kallaði sig talibana og í
nóvember 1994 komst hann til valda
í Kandahar.
„Omar hafði verið lágt settur her-
foringi, en var skapfestumaður, með
Kóraninn í annarri hendinni og byss-
una í hinni,“ sagði Sher, pakistanski
hershöfðinginn fyrrverandi. „Þeir
sendu menn sína til stríðsherranna
og höfðingjanna og sögðu: „Eruð þið
með okkur eða á móti okkur? Þeir
héldu á hvítum fánum sínum og
gengu um öll héruðin. Almenningur
hafði fengið sig fullsaddan á ofbeld-
inu og studdi þá. Enginn reyndi að
stöðva þá fyrr en þeir voru komnir
að Kabúl.“
Hugðist byggja upp
„hreint íslamskt ríki“
Innan tveggja ára varð Omar orð-
inn æðsti trúarleiðtogi Afganistans
og valdamesti maður landsins. Hann
taldi sig hafa fengið þá köllun frá All-
ah að hreinsa Afganistan af synd og
ofbeldi og byggja upp „hreint ísl-
amskt ríki“.
Landinu var stjórnað samkvæmt
strangri túlkun Omars á Kóraninum
og lögmálum íslams. Konur voru
nánast fangar á heimilum sínum,
fengu ekki að fara þaðan nema í
fylgd karlmanna í fjölskyldunni.
Þeim var bannað að ganga í skóla
eða vinna utan heimilisins og gert að
klæðast svokölluðum búrkum, sem
huldu þær frá hvirfli til ilja. Margar
konur dóu vegna þess að læknar
gátu ekki skoðað þær.
Konur sem fundnar voru sekar
um hórdóm voru grýttar til bana,
hendurnar voru höggnar af þjófum
og morðingjar voru teknir af lífi á
torgum og íþróttavöllum. Ættingjar
fórnarlambanna sáu um aftökurnar.
Hvers konar skemmtanir voru
bannaðar í íslamska „fyrirmyndar-
ríkinu“, svo sem dans við brúðkaup.
Söngur var bannaður, svo og sjón-
varp og hvers konar myndir af fólki
og dýrum. Afganar þurftu að biðja
fimm sinnum á dag og einu bækurn-
ar sem voru leyfðar voru Kóraninn
og íslömsk trúarrit.
Einbúi í Kandahar
Omar bjó í stóru húsi í Kandahar í
nær algjörri einangrun frá umheim-
inum eftir að talibanar komust til
valda í Kabúl. Hermt er að hann hafi
aðeins hitt tvo menn, sem ekki voru
múslímar, um ævina. Hann mun
hafa stjórnað fundum með helstu
ráðherrum sínum úr rúminu og
stundum skrifað fyrirmæli á riss-
blöð. Utanríkisráðherra talibana-
stjórnarinnar, Wakil Ahmad Mut-
awakkil, sá um að koma tilskipunum
trúarleiðtogans á framfæri.
Fyrrverandi sendiherra Pakist-
ans í Kabúl er einn af örfáum útlend-
ingum sem var boðið í hús Omars.
Hann segir að trúarleiðtoginn hafi
sjaldan talað á fundunum og virðist
lifa á tei, ávöxtum og hnetum. Hann
hætti sér sjaldan út fyrir Kandahar
og hermt er að hann hafi aðeins
tvisvar sinnum komið til Kabúl.
Þeir sem hafa séð Omar lýsa hon-
um sem hávöxnum manni með svart
skegg og svartan vefjarhött. Fátt
annað er vitað um hann og talið er að
aðeins hafi þrisvar sinnum verið
teknar myndir af honum.
Stefndi að
íslömsku
„fyrirmynd-
arríki“
Múllann Mohammed Omar (fyrir miðju) á mynd sem tekin var með leynd þegar hann var með hermönnum
sínum í Kandahar áður en þeir náðu Kabúl á sitt vald fyrir fimm árum.
Múllann Mohammed Omar hugðist hreinsa
land sitt af synd og ofbeldi stríðsherra
’ Omar var skap-festumaður, með
Kóraninn í annarri
hendinni og byss-
una í hinni ‘
MÚLLANN Mohammed Omar stefndi að því að verða emír Afg-
anistans og andlegur og pólitískur leiðtogi allra múslíma. Hann
klæddist jafnvel skikkju, sem talin er hafa verið í eigu Múham-
eðs spámanns, til að sýna að hann væri verðugur arftaki hans.
Þetta gerðist 4. apríl 1996 þegar talibanar voru að ná mest-
um hluta Afganistans á sitt vald. Skikkjan var geymd í helgi-
dómi í Kandahar og hafði ekki verið snert frá því á fjórða ára-
tug síðustu aldar.
Múllann hélt á skikkjunni á húsþaki fyrir framan hóp fylg-
ismanna sinna. Hann fór síðan í skikkjuna og talið er að hann sé
eini maðurinn fyrir utan spámanninn sem hefur klæðst henni.
Atburðurinn var tekinn upp á myndband þótt Omar hefði síð-
ar bannað allar myndatökur af fólki og dýrum.
Omar lýsti því síðan yfir að hann væri Amir-ul-Momineen,
„leiðtogi hinna trúuðu“. Enginn hafði borið þann titil frá fjórða
kalífanum, sem var uppi fyrir rúmum 1.000 árum og var talinn
þiggja vald sitt frá Múhameð spámanni.
„Nýr kalífi“
Þennan sama mánuð sneri Osama bin Laden aftur til Afgan-
istans, en hann hafði barist með Mohammed Omar gegn sov-
éska innrásarhernum á níunda áratugnum. Stjórnvöld í Súdan
höfðu vísað bin Laden úr landi og hann hafði verið sviptur rík-
isborgararétti í heimalandi sínu, Sádi-Arabíu. Afganistan var
líklega eina landið í heiminum þar sem bin Laden gat fengið at-
hvarf og stuðning.
Bin Laden var iðinn við að skjalla Omar og styrkti hann í
þeirri trú að Afganistan væri miðstöð nýs íslamsks heimsveldis,
að sögn embættismanna sem hafa fylgst með sambandi þeirra.
Þegar bin Laden hélt langa ræðu um „heilagt stríð“ múslíma í
janúar gaf hann til kynna að Omar væri „nýr kalífi“, æðsti
valdsmaður allra múslíma og réttmætur arftaki Múhameðs
spámanns.
„Ég tel að bin Laden hafi sannfært þennan þorpsbúa um að
hann ætti að hrinda af stað byltingu út um allan heim,“ sagði
fyrrverandi sendiherra Pakistans í Kabúl, einn örfárra útlend-
inga sem fengu að heimsækja Omar.
Reuters
Osama bin Laden styrkti Mohammed Omar í þeirri trú að hann væri arftaki Mú-
hameðs spámanns og trúarlegur leiðtogi allra múslíma.
Klæddist
skikkju Múham-
eðs spámanns