Morgunblaðið - 08.12.2001, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 08.12.2001, Qupperneq 32
LISTIR 32 LAUGARDAGUR 8. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ ÞEIR kórar sem leggja rækt við flutning á svonefndri aðventutónlist eru að nokkru bundnir við þau við- fangsefni sem beinlínis tengjast jól- unum og því vill oft vera býsna þröngt um lagavalið. Á aðventutón- leikum Söngsveitarinnar Fílharmón- íu sl. miðvikudag í Langholtskirkju var brotið blað varðandi lagavalið og efnið sótt til snillinga 16. aldarinnar, eins og Orlandos Gibbons, Tómasar Tallis, Williams Byrds og yngri höf- unda eins og Bórisar Ord, fyrrverandi kór- stjóra við konungs- kapelluna í Cam- bridge, Johns Taven- ers, sem ekki má rugla saman við nafna hans Taverner, Herberts Howells og Edmunds Rubbra, og útsetningar eftir William Walton, Ralph Vaughan-Williams, David Willcocks og John Rutter. Bestu verkin og þau sem voru mjög vel flutt eru eftir Gibbons og Tallis en mestur þeirra var Byrd og söng kór- inn afbragðsvel eftir hann frábæra tónsmíð við hinn klassíska miðalda- texta Ave verum corpus. Eitt falleg- asta jólalagið á tónleikunum var Forunderligt at sige eftir Carl Niel- sen og þar naut sín sérlega fallegur hljómur kórsins. Tvö lög eftir Hildi- gunni Rúnarsdóttur, Hirðar sjá og heyrðu og Sé ástin einlæg og hlý, eru þokkafullar tónsmíðar, sem voru fal- lega fluttar, og sama má segja varð- andi flutninginn um jólalagið Hátíð fer að höndum ein. Eftir hlé bættist strengjasveit og hörpuleikari í hópinn og lyfti það tónleikunum. Fyrsta lagið var arían Where’er you walk úr óperunni Sem- ele eftir Handel, sem Sigrún Hjálm- týsdóttir söng af glæsibrag, en hún söng einnig með kórnum Ave verum, fallegt lag eftir Gabriel Fauré, Vögguvísu Maríu eftir Max Reger, Nóttin helga eftir A.C. Adam og Ave Maria eftir J.S. Bach og Charles Gounod en þar áttu Monika Abend- roth og Rut Ingólfsdóttir fallegan samleik. Máríuvísur eftir Oliver Kentish eru sérkennilegar, svolítið miðaldalegar og stuttaralegar, án forspils og eins og ekki hafi verið grandhugsað fyrir undirleik strengjasveitar. Til fjöldasöngs var stofnað sam- kvæmt venju með jólalögunum Frá ljósanna hásal og Nóttin var sú ágæt ein og tóku tónleikagestir vel undir. Söngsveitin Fílharmónía söng margt mjög vel, sérstaklega ensku lögin eftir Gibbons, Tallis, Byrd, útsetn- ingu Waltons á Make we joy, sér- kennilegt lag, The Lamb, eftir Tav- ener, útsetningu Vaughan-Williams á On Christmas Night og síðast en ekki síst hið fagra og einfalda lag Forunderligt at sige eftir Nielsen. Strengjasveitin eftir hlé setti sér- stakan svip á tónleikana og leikur hennar undir forystu Rutar var mjög góður og naut sín sérlega vel í ar- íunni eftir Handel, báðum söngverk- unum eftir Fauré en sérstaklega því seinna, Heill þér himneska orð. Um- ritun Guðmundar Gilssonar á Nóttin helga eftir A.C. Adam er fallega mót- uð og var sérlega vel flutt af kór og einsöngvara, þar sem söngur Sig- rúnar Hjálmtýsdóttur var hreint út sagt glæsilegur. Í heild voru þetta góðir tónleikar, sérstaklega vegna þess að mörg tón- verkanna hafa ekki áður verið mikið sungin hér á landi auk þess að mörg þeirra eru sérlega góðar tónsmíðar. Í bland við þessi frábæru lög voru á efnisskránni hin venjulegu og mikið sungnu jólalög og var Vögguvísa Maríu eftir Reger einstaklega fal- lega flutt af kór og einsöngvara. Þá setti það svip á tónleikana, að söngur Söngsveitarinnar var sérlega fallega mótaður undir stjórn Bernharðs Wilkinson og naut sín vel með strengjasveitinni, sem hljómaði sér- lega fallega, en auk Rutar Ingólfs- dóttur og Moniku Abendroth átti Richard Talkowsky fallega mótaðan einleik á selló. Rut Ingólfsdóttir Sigrún Hjálmtýsdóttir Bernharður Wilkinson TÓNLIST Langholtskirkja Söngsveitin Fílharmónía, Sigrún Hjálm- týsdóttir, strengjasveit undir forystu Rut- ar Ingólfsdóttur, við undirleik Guðríðar St. Sigurðardóttur, fluttu jólalög frá ýms- um tímum, undir stjórn Bernharðs Wilk- inson. Miðvikudaginn 5. desember 2001. AÐVENTUTÓNLEIKAR Jón Ásgeirsson Fallega mótaður söngur Lífið lék við mig, Jón Laxdal leikari segir frá óvenju- legri ævi sinni, hefur Haraldur Jó- hannsson skráð. Í kynningu segir m.a.: „Nýútskrif- aður leiklist- arnemi frá hinu unga Þjóðleikhúsi hélt Jón Laxdal til Vínarborgar til að verða leikari. Eftir glæsilegt burtfararpróf frá hinum virta leiklistarskóla Max Reinhardt Sem- inar varð hann fljótt eftirsóttur lista- maður víða um Evrópu. Síðustu ára- tugi hefur Jón Laxdal rekið sitt eigið leikhús, Jón Laxdals Theater, í Kais- erstuhl í Sviss.“ Kunnastur er Jón Laxdal hér á landi fyrir frammistöðu sína sem Garðar Hólm í kvikmyndinni Brekkukotsannál og Steinar bóndi í kvikmyndinni Para- dísarheimt. Útgefandi er Skjaldborg. Bókin er 247 bls., Verð: 3.980 kr. Endurminningar Vettlingarnir hans afa er eftir Þor- vald Þorsteinsson með myndskreyt- ingum Snorra Freys Hilm- arssonar. Sagan segir frá Stellu sem er níu ára og hefur nýlega misst afa sinn. Hún bíður jólanna, milli von- ar og ótta, því það var afi sem lét jólin koma. Hvernig átti Stella að finna jólastjörnuna sem afi var vanur að benda henni á? Bókin er í nýjum flokki, Litlir bóka- ormar. Bækurnar eru með stóru letri, góðu línubili og myndum. Útgefandi er Bjartur. Bókin er 68 bls., prentuð í Odda hf. Kápugerð var í höndum Snæbjörns Arngrímssonar. Verð: 1.880 kr. Börn ♦ ♦ ♦
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.