Morgunblaðið - 08.12.2001, Síða 38

Morgunblaðið - 08.12.2001, Síða 38
LISTIR/BÆKUR 38 LAUGARDAGUR 8. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ BRÆÐURNIR fjórir frá Álfta- gerði í Skagafirði, Sigfús, Pétur, Gísli og Óskar, hafa á undanförnum árum unnið óskipta hylli fjölmargra lands- manna með frábærum söng sínum og heillandi framkomu. Ótaldir eru þeir tónleikar, sem þeir hafa haldið einir sér eða með Karlakórnum Heimi. Þeir hafa sungið við jarðarfarir, skírnir, fermingar, brúðkaup, árshá- tíðir, þorrablót og hvers kyns önnur tækifæri. Þeir hafa sungið inn á plöt- ur og haldið útgáfutónleika í hesthús- inu í Álftagerði og traktérað gesti á hákarli og brennivíni. Auk hinna ein- stöku sönghæfileika eru þessir bræð- ur allra manna skemmtilegastir, kát- ir, lífsglaðir og barmafullir af gam- anyrðum, sögum og skemmtilegheit- um. Þó að aðeins séu fá ár síðan þeir kvöddu sér hljóðs allir fjórir saman hafa þeir að sjálfsögðu sungið miklu lengur, raunar allt frá því að þeir voru smápattar. Þeir koma frá óvenjulegu heimili, þar sem söngurinn var krydd daglegs lífs. Faðir þeirra sat á garða- bandinu í fjárhúsinu og æfði kórlög. Móðir þeirra söng daglangt við vinnu sína. Í báðum ættum var músík, söng- ur, mann fram af manni. Nú er útkomin ævisaga þessara merkilegu bræðra. Raunar er þessi þykka bók varla meira en fyrri hluti ævisögunnar, því að þeir eru enn á besta aldri. Sá elsti þeirra er fæddur árið 1943 og sá yngsti 1953. Bókin skiptist í þrjá aðalhluta. Í þeim fyrsta segir frá bernskuheim- ili þeirra, þeim sjálfum og tveim- ur öðrum systkin- um, foreldrum, öf- um og ömmum, frændliði, ná- grönnum, leikfélögum og mörgum öðrum. Skemmst er frá því að segja, að þessi bókarhluti er alveg bráð- skemmtilegur, skrifaður af miklu fjöri og innlifun. Alltaf er söngurinn einhvers staðar í námunda. Æfingar karlakórsins heima í Álftagerði, org- elspil frændans, Bjössa á Krithóli, – og síðast en ekki síst alls kyns uppá- tektir, prakkarastrik og hrekkir strákanna, jafnvel við afa gamla Óla, sem raunar var ekki barnanna best- ur. Þá er og þess að geta, að í þessum hluta er mikið fjallað um sönglíf í Skagafirði, allt aftur undir aldamótin nítján hundruð. Í raun kemur þarna fram í smáskömmtun söngsagan í firðinum. Frá því að Benedikt á Fjalli og Pétur Sigurðsson komu af stað Bændakórnum með þeim glæsibrag að enn er hans minnst. Fyrstu skref Karlakórsins Heimis og ferill hans langt fram eftir öldinni eru rakin. Það er og að vonum því að Pétur faðir bræðranna kom þar mjög við sögu og hafði þann einstaka sönghæfileika að geta sungið allar raddir. Annar hlutinn ber yfirskriftina Fjórir bræður og í samræmi við það eru fjórir undirkaflar, einn fyrir hvern þeirra. Þar er sögð ævisaga þeirra til nútímans. Er ýmist að skrá- setjari segir frá eða að viðkomandi bróðir fær orðið. Enda þótt bræðurn- ir hafi alist upp saman eru sögur þeirra býsna ólíkar, en einkennast þó allar af græskulausri kátínu og alls konar bernskubrekum, stundum ekki alveg hættulausum. Mátti stundum ekki miklu muna að illa færi. Þó að þeir séu líkir í söngnum eru þeir samt hver öðrum ólíkir og lífs- hlaup þeirra mismunandi í samræmi við það. Athygli mína vekur hversu persónuleiki þeirra kemur skýrt í ljós. Manni finnst sem maður þekki þá býsna vel eftir lesturinn. Óskar, sá yngsti, hefur bersýnilega verið mest- ur grallarinn, lifað á stundum hátt og hættulega, en sloppið furðuvel frá ævintýrum sínum. Sigfús, sá elsti, er reglumaðurinn og safnarinn. Pétur er prúðmennið og framsóknarmaðurinn heittrúaði og Gísli er bóndinn, sem stekkur úr fjósinu, bregður sér í kjól- fötin og syngur eins og engill með bræðrum sínum eða Karlakórnum. Karlakórinn Heimir kemur hér að sjálfsögðu mikið við sögu í næstum allri bókinni. Þar skipa söngstjórarn- ir Jón Björnsson, tónskáld á Haf- steinsstöðum, og síðan Stefán R. Gíslason mikið rúm eins og vera ber og hljóta verðugt lof, eins og reyndar flestir þeir sem bræðurnir hafa unnið með. Í síðasta hlutanum, sem heitir Slegið í gegn, segir frá frægðarferli kvartetts bræðranna síðustu ár. Er raunar ótrúlegt að lesa um hinn enda- lausa þeyting þeirra um landið þvert og endilangt, þar sem þeir stundum sungu á mörgum stöðum sama dag- inn. Þá segir þar frá plötuupptökum og æfingum og í lokin er ítarleg frá- sögn af upptökum á síðustu plötunni nú á þessu ári. Er það einkar fróðleg- ur og áhugaverður lestur. Vissulega mætti skrifa miklu lengra mál um æviferil þessara einstöku bræðra, en einhvers staðar verður að láta staðar numið. Þó vil ég ekki láta hjá líða að nefna, að þeir hafa verið iðnir við að syngja til styrktar góðum málefnum og lýsir það kannski betur en margt annað hug þeirra og hjartalagi. Höfundur bókarinnar er ungur Skagfirðingur, sem hér skrifar sína fyrstu bók. Fæ ég ekki betur séð en honum hafi tekist að semja hér hið ágætasta rit. Það er lifandi og skemmtilegt og fáir hnökrar eru á stíl. Kannski segir það sína sögu, að ég gat ekki slitið mig frá bókinni fyrr en hún var lesin til enda, þó að það tæki hátt í sólarhring og varla hafði ég sleppt af henni hendinni, þegar hún var rifin úr höndum mér og sama sagan endurtók sig. Allmargar góðar myndir prýða bókina og prentvillur eru fáar. Þó gat ég ekki annað en hlegið, þegar ég rakst á þrjár ártalsvillur í „Ættartré Jarðarfararkórsins“. Þar kemur í ljós að amma bræðranna dó tuttugu árum áður en hún fæddist og móðir þeirra andaðist fjórtán árum fyrir fæðingu sína. Og ekki nóg með það: Magnús gamli á Frostastöðum, faðir Gísla í Eyhildarholti, fæddist sex árum eftir að móðir hans dó. Ef ég væri ekki viss um, að þetta væru prentvillur, hefði ég getað haldið að þetta væri skag- firskur húmor! Af honum er nóg í þessari bók hvort sem er. Kannski einhver eigi eftir að ýta á flot stöku af þessu tilefni. Skagfirskir söngsvanir BÆKUR Ævisaga – Skagfirskir söngvasveinar. Björn Jóhann Björnsson. Forlagið, Reykjavík, 2001, 336 bls. ÁLFTAGERÐISBRÆÐUR Sigurjón Björnsson Björn Jóhann Björnsson Tuttugu ljóð um ást og einn ör- væntingarsöngur er eftir spænska ljóðskáldið Pablo Neruda. Guðrún H. Tulinius Bragþýðing: Karl J. Guðmunds- son. Í kynningu segir m.a.: „Bókin geym- ir ekki tuttugu stök ástarljóð heldur samstætt safn ljóða sem kallast á með ýmsum hætti, og virðast mynda sögu, ástarsögu pilts og stúlku sem hefst í von og lýkur í örvæntingu. Ljóð- mælandinn birtist sterkur og sjálfs- öruggur í upphafserindi bókarinnar, en strax í því næsta skýtur einsemdin upp kollinum eins og óviðráðanleg höfuðskepna. Afstaða hans til kon- unnar er ný með hverju ljóði.“ Útgefandi er Háskólaútgáfan. Bók- in er 92 bls., kilja. Verð: 1.490 kr. Stúlka – Ljóð eft- ir íslenskar kon- ur, er endur- útgefin. Þetta er sýnisbók ljóða eftir 43 íslenskar skáldkonur frá 1876 og fram til okkar daga. Helga Kress valdi ljóðin og ritar inngang þar sem hún fjallar um ljóðagerð íslenskra kvenna frá upphafi fram til um það bil 1970. Bókinni fylgir bókarauki sem er Skáldkvennatal og tekur það til allra nafngreindra skáldkvenna og ljóðabóka þeirra frá 1876 til 1995. Enn fremur er ljóðum hvers skálds fylgt úr hlaði með stuttu æviágripi skáldsins þar sem einnig er bent á mikilsverð atriði í ljóðagerð viðkom- andi. Ritstjóri er Helga Kress. Útgefandi er Háskólaútgáfan. Bókin er 439 bls. innbundin. Verð kr. 5.490. Ljóð Útkall í Djúpinu er eftir Óttar Sveins- son. Í kynningu segir m.a.: „Bretar og Íslendingar urðu agndofa er fréttist að einn maður, Harry Eddom, hefði komist af þegar breski togarinn Ross Cleveland fórst í aftakaveðri á Ísafjarðardjúpi í febrúar 1968. Áhöfnin hafði þá verið talin af í 36 klukkustundir. Á sama tíma börðust á fimmta hundrað sjó- manna við að halda skipum sínum á floti í ofviðri sem líkt var við Halaveðr- ið, tíu stiga gaddi og gífurlegri ísingu. Skammt frá þeim stað sem Ross Cleveland sökk strandaði togarinn Notts County. Einn úr áhöfn hans, Richard Moore, lýsir óhugnanlegum atburðum þar um borð og einnig greinir Harry Eddom frá reynslu sinni, en til þessa hefur hann lítið viljað tjá sig um þessa örlagaríku atburði.“ Útgefandi er Íslenska bókaútgáfan. Bókin er 216 bls. Verð: 4.490 kr. Frásagnir SÚ goðsögn er lífseig að konur hafi engan skilning á fótboltaáhuga eiginmanna sinna, í þeirra augum er hann tímaþjófur sem stöðugt klípur af samverustundum hjóna og fjöl- skyldu. Mömmur eiga þó oft stóran þátt í frama fótboltadrengjanna, þær mæta á æfingarnar og hvetja sína menn, þvo skítug íþróttafötin og táfúla takkaskóna, baka til styrktar félaginu og þramma með klósettrúllur til sölu í húsin í kring. Ekki hefur fótbolti þótt skáldlegur hingað til en Elísabet Jökulsdóttir er afar sérstæður prósahöfundur sem ekki fer troðnar slóðir í verkum sínum. Hún hefur einkum skrifað örsögur og ljóð en auk þess eina skáldsögu, Laufeyju, sem út kom 1999. Nú ryðst Elísabet fram á völl- inn með örsagnasafn sem nefnist Fótboltasögur og tileinkar sonum sínum verkið. Sérstaða Elísabetar sem skálds og frásagnartækni henn- ar njóta sín vel, fótboltasögur henn- ar eru ferskar, léttar og leikandi, sagðar í belg og biðu (oft án grein- armerkja). Sögurnar eru íronískar og oft felst broddurinn í tungumál- inu sjálfu, orðaleikjum eða þver- sögnum. Margt spennandi og óvenjulegt er á ferð í þessari bók. Í fyrsta lagi er það kona sem skrifar sögurnar og er þar með kom- in inn á verksvið eða yfirráðasvæði sem jafnan er talið tilheyra körlum fyrst og fremst; í öðru lagi verður tungumál innvígðra skáldlegt og táknrænt í sögunum; og síðast en ekki síst fá gömlu fótboltatuggurnar og klisjurnar nýtt samhengi, öðlast nýtt líf. Nefna mætti Kantmanninn (18) sem dæmi en um hann segir: „...það var eins og enginn hefði áttað sig á því að hann væri kantmaður af lífi og sál og enginn virtist heldur átta sig á sálarlífi kantmanna enda væri hann ekkert að hampa neinu sérstöku sálarlífi, hann vildi bara fá að koma á óvart, og búa eitthvað til svona utanfrá og koma því svo inn; þetta var alveg eins og þegar hann kynntist konunni sinni, hún hefði auðvitað haldið að hún væri að reyna við hann og hefði alls ekki gert sér grein fyrir því að hann var búinn að senda á hana... (18-19). Sjúkraþjálfar- inn er miðja allra sagnanna. Þreyttir, sveittir, vonsviknir eða sigurglaðir koma leikmennirnir til hans og trúa hon- um fyrir andlegri og líkamlegri líðan sinni. Þessum körlum finnst þeir vera vanmetnir eða eru einmana og ástlausir (t.d. miðjumaðurinn og vinstri bakvörðurinn). Hlutverk sjúkraþjálfarans er ekki aðeins að nudda aum hné og bólgna vöðva og kæla eða hita þreytta líkamshluta. Fyrst og fremst er hann hlustandi – eiginleiki sem verður æ sjaldgæfari – og sálfræðingur. Hlutverk leik- mannanna ýmist endurspeglar eðli þeirra sjálfra og tilfinningar eða stangast harkalega á við þessa þætti. Þá skapast gríðarleg spenna sem mennirnir eiga oft erfitt með að vinna úr. Dómarinn er t.d. viðkvæm- ur eins og öræfablóm (55) og hefur fyrir löngu skrúfað fyrir öll skilning- arvit út af skítkasti og svívirðingum sem yfir hann dynja. Varamaðurinn er örmagna þar sem hann þarf að lifa við sífellda óvissu um hvenær hann fái að koma inná, hann er sí- fellt á varðbergi og röddin þanin eins og háspennulína (38). Potarinn liggur undir ámæli um að skora ljót mörk og vera „annars flokks marka- skorari“ þótt það sé hann sem puði mest í leiknum. Honum tekst stund- um að að pota inn einni og einni sögu (40). Svíperinn saumar upp í öll göt á leiknum eins og saumakonan amma hans (67) og svo mætti lengi telja. Fótboltasögur Elísabetar feta að nokkru leyti í slóð Fever Pitch, frægrar skáldsögu um mann sem elskar heilt fótboltalið og eina konu og hvernig hann tæklar það (sagan var kvikmynduð með Colin Firth í aðalhlutverki). Í sögum Elísabetar blandast tvö ólík svið saman á ný- stárlegan hátt; þær snúast um fót- boltann og fárið í kringum hann en ekki síður um sálarlíf og tilfinningar, tungumál og veruleika – og þær hitta flestar í mark. FótboltafárBÆKURÖrsögur eftir Elísabetu Jökulsdóttur. Mál og menning 2001, 77 bls. Fallegt umbrot (EJ hjá Eddu hf) og smekkleg bókarkápa eftir Snorra Ægisson. FÓTBOLTASÖGUR (TALA SAMAN STRÁKAR) Steinunn Inga Óttarsdóttir Elísabet K. Jökulsdóttir FJÖLDI sagna er til af tröllum á íslensku, sem kunnugt er, þótt lítið fari fyrir þeim á þessum síðustu og ég leyfi mér að segja verstu tímum. Einu fyrirbærin í svipuðum dúr sem gefur að líta í augnablikinu eru nefnilega þær sem tröllríða barna- menningu augnabliksins með full- tingi risasamsteypunnar Disney. Tröllin í fjöllunum hafa fylgt okkur um árhundraða skeið og samkvæmt þjóðsögum Jóns Árnasonar eru síð- ustu sagnir um viðskipti trölla og mennskra frá því um miðja 18. öld. Ein slíkra er sagan af Gilitrutt, sem lifað hefur með þjóðinni um langan aldur. Höfundur er óþekktur en Jón Árnason skráði söguna á sín- um tíma og birtist hún nú fyrir jólin í nýrri útgáfu með vatnslitamyndum Kristins G. Jóhannssonar. Sagan gerist undir Eyjafjöllum og segir frá bónda nokkrum, nýkvænt- um ákafamanni sem á sauðfé mikið. „Kona hans er ung, en duglaus og dáðlaus“ og verður því tröllkonunni Gilitrutt næstum að bráð. Hvað sem nútímakonum kann að þykja um samhengið, láta laun ódyggðarinnar ekki á sér standa í frásögninni sem endurspeglar samfélag þar sem eng- um má nokkru sinni falla verk úr hendi. Sagan af Gilitrutt var síðast gefin út með teikningum Brians Pilking- ton fyrir um það bil 20 árum og mun vera ófáanleg í þeirri mynd nú um stundir. Prýðilegar vatnslitamyndir Kristins eru veigamikill þáttur í þessari útgáfu, enda sagan er ekki löng, myndirnar stórar og textinn látinn falla saman við þær. Hún er reyndar styttri en maður skyldi hafa ætlað. Svo stór er þessi frásögn í minningunni. Sagan af Gilitrutt er til í nokkrum útgáfum og virðast sum tilsvörin önnur en eldri lesendur hefðu viljað meina. Eitt dæmi er áskorun Gili- truttar: Hvað heiti ég nú?, sem ég hefði getað svarið að væri: Gettu nú hvað ég heiti, sem og svar hennar við fyrstu ágiskun bóndakonunnar: Það heiti ég, það heiti ég. Sem ég taldi að væri: Ekki heiti ég það, ekki heiti ég það. Hvað sem því líður hefði farið vel á því að geta uppruna textans innan á bókarkápu og breytinga frá fyrri útgáfum á fimmta og sjötta ára- tug síðustu aldar og jafnvel síðar ef einhverjar eru. Leturgerð á forsíðu nýju útgáf- unnar af Gilitrutt er með dauflegasta móti, sem varla hæfir viðfangsefn- inu, og ekki verður sagt að áletrun á bakhlið bókarinnar fylli mann eld- móði, hvað þá kaupæði. Þar ræður úrslitum milli keypts og ókeypts gamla, góða frásögnin sem eldri kyn- slóðir muna úr þjóðsögum Jóns Árnasonar og þær yngri fá vonandi að nýta sér til fróðleiks og skemmt- unar á ný. Gamla Gilitrutt með nýjum myndum BÆKUR Þjóðsögur og ævintýri Kristinn G. Jóhannsson myndskreytti. 32 blaðsíður. Bókaútgáfan Hólar 2001. GILITRUTT Helga Kr. Einarsdóttir Skaðræðis- skepnur er eftir Roald Dahl í þýð- ingu Hjörleifs Hjartarsonar. Myndskreytt af Quentin Blake. Allir vita að krókódílar og ljón eru varasamar skepnur og flestir forðast líka brodd- gelti og sporðdreka. Færri vita hvað svín og kýr geta gert manni og engan getur órað fyrir því hvers hungruð mauraæta er megnug. Um allt þetta yrkir Roald Dahl bráðþulur. Roald Dahl er einn kunnasti barna- bókahöfundur Breta en áður eru komnar út eftir hann á íslensku bæk- urnar Kalli og sælgætisgerðin, Danni heimsmeistari, Matthildur og Ógn- arlangur krókódíll. Útgefandi er Mál og mennig. Bókin er 56 bls., prentuð í Hong Kong. Verð: 1.990 kr. Börn
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.