Morgunblaðið - 08.12.2001, Qupperneq 39

Morgunblaðið - 08.12.2001, Qupperneq 39
LISTIR/BÆKUR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. DESEMBER 2001 39 Í þessari nýju og hörkuspennandi Útkallsbók Óttars Sveinssonar er lýst ótrúlegum mannraunum þegar óveður gekk yfir Ísafjarðardjúp í febrúar 1968. Breski sjómaðurinn Harry Eddom komst einn af þegar togarinn Ross Cleveland sökk og lýsir hér vistinni í gúmbátnum með látnum félögum sínum og baráttunni við náttúruöflin þegar í land var komið. Þessa óveðursdaga barðist á fimmta hundrað sjómanna við að halda skipum sínum á floti í gífurlegri ísingu í Djúpinu. Þar á meðal var áhöfn togarans Notts County sem strandaði skammt frá þeim stað þar sem Ross Cleveland sökk. Varðskipið Óðinn var statt í Djúpinu og þar um borð þurftu menn að höggva ís upp á líf og dauða. Í þessari einstöku frásögn Harrys Eddoms, Notts County-manna og áhafnar Óðins upplifir lesandinn ógnaratburði sögunnar eins og hann væri sjálfur á vettvangi. Ævisaga Lúkasar Kárasonar er ævintýri líkust. Barnungur bjargaði hann skipshöfn í Steingrímsfirði. Síðar fór hann sem sjómaður til Grænlands, kynntist lífi útigangsmanna í Svíþjóð og endaði á fjarlægari slóðum í Afríku og Asíu en tamt er um aðra landa okkar. Hann var skotinn niður inni á hersvæði í Dakar, flúði undan flóðhestum í Bujumbura, lenti í fangelsi í Tanzaníu og keypti jörð í Zambíu með rósarækt í huga. Með blöndu af húmor og næmri tilfinningu segir Lúkas frá störfum sínum, ferðalögum, ævintýrum og mörgum kynlegum kvistum sem urðu á vegi hans. Syndir sæfara er sönn saga ótrúlegs ævintýramanns. Rauðási 4 I 110 Reykjavík Sími 554 7700 Óttar Sveinsson M Á T T U R IN N & D Ý R Ð IN Í E F S T U S Æ T UM 2. sæti Almennt efn i og handbæ kur 28. nóv. - 4. des. Morgunblað ið Á M E T S Ö L U L I S T U M Huldur er eftir Önnu Dóru Antonsdóttur og Kristrúnu Guð- mundsdóttur. Þar segir frá bréfaskriftum tveggja kvenna yfir rúmlega fjögurra ára tímabil. Í inngangi Halldóru Sigurjónsdóttur lögfræðings segir m.a: „Á rigning- ardegi reikaði ég um í íbúð Freyju við Grettisgötuna án þess að geta fest hugann við eitt né neitt en leitaði af- dreps meðal nokkurra gamalla bóka og rak þar augun í bláa öskju sem merkt var: Guðbjörg. Eitthvað hlýtur að hafa vakið forvitni mína því að ég opnaði öskjuna og sá í henni dálítinn bunka af upprifnum umslögum. Ég áttaði mig fljótlega á því að þetta voru sendibréf…“ Anna Dóra og Kristrún hafa hvor um sig gefið út tvær bækur áður. Höfundar gefa út. Bókin er 91 bls., kilja., prentuð í Hagprent. Hönnun kápu: Hrönn Vilhelmsdóttir textílhönn- uður.Verð: 1.500 kr. Skáldsaga Styrjaldarárin á Suðurlandi eftir Guðmund Krist- insson, 2. útgáfa, er komin út aukin og endurbætt í ná- inni samvinnu við fimm breska flug- menn, sem flugu Hudson flugvélum frá Kaldaðarnesi í Ölfusi. Í kynningu segir m.a. „Það var nán- ast fyrir tilviljun að höfundur kynntist eftirlifandi flugmönnum sveitarinnar, sem komu til Íslands sumarið 1999. Þeim þótti stórkostlegt að stíga aftur fæti á flugvöllinn í Kaldaðarnesi eftir 58 ár. Síðan hafa þeir verið óþreyt- andi að afla höfundi mikilla nýrra gagna, bæði úr þýzkum og brezkum söfnum og ljósmynda um hern- aðarflugið auk frásagna þeirra sjálfra af minnisstæðum atburðum, sem þeir upplifðu í Kaldaðarnesi.“ Útgefandi er Árnesútgáfan. Bókin er 352 bls., prýdd 267 ljósmyndum sem margar hafa aldrei birst áður. Verð: 4.280 kr. Saga Jóa litla er fyrsta bók Skarphéðins Gunnarssonar. Í kynningu segir m.a.: „Veröldin er full af óvæntum atburðum þegar maður er lítill og ævintýri bíða á hverjum áfanga- stað. Hversdagslegir staðir í augum fullorðinna eru ævintýraheimur barna. Jóa litla og pabbi hennar ferðast um á hjóli og ýmislegt skemmtilegt verður á vegi þeirra. Endur, hundar, ískaldar tær og slý kæta eða hrella feðginin.“ Þóra Þórsdóttir myndlistarmaður skreytir söguna. Útgefandi er Iljar ehf. Bókin er 30 bls., prentuð í Slóveníu. Verð: 1.950. Börn Á VEGUM Háskólaútgáfunn- ar er komin út bókin Brugðið upp augum, saga augnlækn- inga á Íslandi frá öndverðu til 1987. Þetta er í fyrsta sinn sem saga sérgreinar í lækn- isfræði á Íslandi er gefin út. Höfundur bókarinnar er Guðmundur Björnsson augn- læknir og prófessor er lést í apríl sl. en sonur hans, Gunn- ar Guðmundsson lungnalækn- ir, tók við verkinu og gekk frá því til útgáfu ásamt Guðmundi Viggóssyni augnlækni og Jóni Ólafi Ísberg sagnfræðingi. Að sögn Gunnars Guð- mundssonar vann Guðmund- ur Björnsson að öflun heimilda um sögu augnlækninga allt frá því hann kom heim frá sérnámi í Bandaríkj- unum í augnlækningum árið 1948. „Honum var eins farið og svo mörg- um öðrum augnlæknum að hann var ákaflega nákvæmur og samviskusam- ur. Hann hafði strax mikinn áhuga á sögu augnlækninga, hélt til haga öll- um heimildum og ræddi við sér eldri menn, um aðstæður og þróun sér- greinarinnar. Hann skrifaði eldri augnlæknum bréf og bað þá um upp- lýsingar en mestur fengur var þó fólginn í því að komast yfir sjúkra- dagbækur Björns Ólafssonar augn- læknis.“ Björn Ólafsson (1862–1909) var fyrsti íslenski læknirinn með sér- menntun í augnlækningum og var brautryðjandi á sviði augnlækninga hér á landi. Hann var jafnframt fyrsti sérmenntaði læknirinn sem stundaði grein sína hérlendis. Honum er helg- aður heill kafli í bókinni. „Faðir minn vann að söfnun þess- ara heimilda allt þar til hann lauk op- inberu starfi 1987 en hafði þó gefið sumt af þessu út í greinaformi. Eftir að hann hætti störfum hóf hann skipulega að skrá sögu augnlækninga á Íslandi. Hann sat á söfnum, talaði við menn og lauk við handrit bókar- innar 1997.“ Að sögn Gunnars var ætlunin að Læknafélag Íslands gæfi út ritið og skyldi það verða hið fyrsta í röð út- gáfu um heilbrigðismál á Íslandi. „En um þetta leyti breyttust aðstæður í Læknafélaginu og nýtt fólk tók þar við og hætt var við bókaútgáfu. Þegar sú niðurstaða lá fyrir leituðum við til bókaforlaga en þar reyndist ekki vera sérstakur áhugi fyrir útgáfu bókar- innar. Okkur var þá bent á þá leið að fara í gegnum Háskólaútgáfuna og fengum Jón Ólaf Ísberg sagnfræðing í lið með okkur, en hann hefur mikla reynslu af ritun heilbrigðissögu. Ásamt Guðmundi Viggósyni augn- lækni mynduðum við þrír ritnefnd og fórum yfir allt sem Guðmundur Björnsson hafði skrifað. Jón Ólafur fór yfir allan textann, breytti honum og stytti, því víða voru lýsingar mjög nákvæmar og ekki auðveldar aflestr- ar fyrir almenna lesendur. Við fórum síðan yfir textann og völdum myndir í samráði við Guðmund sem lést í apríl á þessu ári. Þá var bókin eiginlega frágengin og tilbúin til prentunar.“ Gunnar segir að þetta sé í fyrsta sinn sem saga sérgreinar í læknis- fræði er gefin út hérlendis. „Mér þætti ánægjulegt ef bókin yrði til þess að fleiri tækju upp boltann og héldu áfram á sínu sviði. Sjálfur hef ég beitt mér fyrir því í minn hóp að safnað verði heimildum og saga lungnalækn- inga á Íslandi verði skráð og gefin út,“ segir Gunnar Guðmundsson, sér- fræðingur í lungnalækningum. Saga augnlækninga á Íslandi Fyrsta saga sér- greinar í íslenskri læknisfræði Guðmundur Björnsson augnlæknir (1917–2001). Veiðiflugur eftir Gísla Sigurðsson er í nýjum flokki veiðibóka. Bókin geymir þroska- sögu veiðimanns. Í upphafi ákveður hann að gera stangveiði að áhugamáli sínu en reynir síðan á sjálfum sér að það er löng og torsótt leið frá notalegum draumi heima í sófa á miðjum vetri og út í veiðihyl um hásumar. Fiskiríið er tregt í Veiðiflugum. Byrjandinn þreifar sig áfram í blindni. Málverk eftir Soffíu Sæ- mundsdóttur, Vaknið þið fiskar, prýða bókarkápu en Sigurjón Jó- hannsson hefur teiknað myndir við alla þætti bókarinnar.“ Útgefandi er Bókaútgáfan Veiði- bók. Bókin er 69 bls. Verð: 1.500 kr. Veiði
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.