Morgunblaðið - 08.12.2001, Síða 41
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. DESEMBER 2001 41
Jólaljósadagar!
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
B
LO
1
62
04
12
/2
00
1
999
80 ljósa útisería með
straumbreyti
kr.
379
35 ljósa innisería
kr. 3.995
200 ljósa Mini-
grýlukertasería
kr. 2.590 kr.
180 ljósa stjörnuljósa-
sería
5.990
Ljósagardínur 2x1,5m
kr.
1.499
Dansandi
jólasveinn
kr. 399
Ilmstjörnur á
jólaseríur: Greni,
kanill, vanilla og
hindberja.
kr.
4.900
Útisería - jólasveinar
og snjókarlar
kr.
3.998
Hurðakrans með
ljósleiðara
kr.
3.490 kr.
Ljósleiðaraengill
Fjöldi tilboða
Allir sem
kaupa
jólaseríur
fá fjöltengi
í kaupbæti
Nýtt
kortatíma
bil
hafið
Af jarðlegum
skilningi er eftir
Atla Harðarson. Í
bókinni tengir
hann saman sið-
fræði og verald-
arhyggju Davids
Hume, þróun-
arkenningu Darw-
ins og hugmyndir
Alans Turing um altæka vél. Úr þess-
um efniviði, sem er allt í senn heim-
speki, líffræði og tölvufræði, býr Atli
til sína eigin mynd af tilverunni –
mynd sem sýnir hvernig hugsun
mannsins, menning og siðferði eru
hluti af ríki náttúrunnar.
Í kynningu segir m.a.: „Heimspeki
er ekki bara hárfínar rökræður og
skarpleg greining á hugtökum. Hún er
líka tilraun til að komast að kjarna
hvers máls, sjá samhengið sem ekki
liggur í augum uppi og tengja saman
þekkingu úr ólíkum áttum.“
Útgefandi er Háskólaútgáfan, Dreif-
ingarmiðstöðin sér um dreifingu. Bók-
in er 176 bls., kilja. Verð: 2.980 kr.
Heimspeki
Ég er alkóhólisti
eftir Ragnar Inga
Aðalsteinsson er
endurútgefin, en
hún kom fyrst út
árið 1981.
Bókin skiptist í
þrjá kafla; sá
fyrsti, sem ber
heitið Reynsla,
fjallar um sálarangist og örvæntingu
langþjáðs ofdrykkjumanns, annar
kaflinn heitir Spor og lýsir hug-
myndum og vangaveltum manns sem
er að gera upp líf sitt, sá þriðji,
Ganga, segir frá átökum afturbatans,
göngu drykkjumannsins inn í nýjan
heim.
Útgefandi er Muninn. Bókin er 48
bls. Verð: 1.680 kr.
Ljóð
Skál fyrir skammdeginu er ljóða-
bók eftir Ófeig Sigurðsson. Bókin
fjallar um ungt og hamingjusamt fólk.
Bókin er bönnuð innan sextán, segir í
kynningu.
Útgefandi er Nykur. Verð: 1.680 kr.
Wake Up,
Countries
Without Bord-
ers, Death &
the Maiden og
The Messeng-
ers eftir ljóð-
skáldið og lista-
konuna Birgittu
Jónsdóttur eru
komnar út hjá
bókaforlaginu Beyond Borders.
Wake Up er bæði listaverka- og
ljóðabók, inniheldur 9 listaverk í lit
og 53 ljóð sem skáldið hefur skrif-
að undanfarin fjögur ár. Ljóðin
spanna allt frá heimi Norrænna
goða til nútímans, lífs og dauða,
ástar og uppgjörs. Hinar bækurnar
eru smábækur, þemabækur.
Birgitta hefur aðallega skrifað á
ensku undanfarin ár og hafa fjöl-
mörg ljóða hennar verið birt í
safnbókum erlendis svo og á
margmiðlunarhátíðum. Forlagið
gefur einnig út nú í desember 12
smábækur eftir Birgittu á íslensku
og er þetta í fyrsta sinn síðan
1989 sem bækur eftir hana koma
út hérlendis. Á undanförnum árum
hefur hún aðallega helgað sig hinu
nýja formi útgáfu sem tengist Net-
inu.
Birgitta er einnig ritstjóri og hug-
myndasmiðurinn á bak við tvær
bækur sem verið er að safna efni
fyrir á alþjóðlega vísu í tengslum
við þá veraldaratburði sem hafa
þróast út frá 11. september. Til
liðs við sig hefur hún fengið Ram
Devineni og Larry Jaffe en þeir
starfa báðir hjá Sameinuðu þjóð-
unum við að skipuleggja atburði í
tengslum við ár S.Þ. „Samræður á
milli þjóða meðal ljóða“. Bækurnar
heita the Book of Hope og the
World Healing Book og munu bæði
koma út í hefðbundnu formi og í
formi E-bóka.
Bækurnar fást í bókabúðum en
einnig á slóðinni http://this.is/
poems.
Ljóð
Birgitta Jónsdóttir
VEÐUR
mbl.is