Morgunblaðið - 08.12.2001, Page 50

Morgunblaðið - 08.12.2001, Page 50
MINNINGAR 50 LAUGARDAGUR 8. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Í slendingar eru skrýtin þjóð. Á höfuðborg- arsvæðinu eru tvær stór- ar verslunarmiðstöðvar með stuttu millibili, áformað er að þrennir vís- indagarðar eða þekkingarþorp rísi á höfuðborgarsvæðinu á næstu árum, tveir háskólar á höf- uðborgarsvæðinu ætla að bjóða nám í arkitektúr næsta haust og nú fyrir jólin koma út tvær bækur um ríka Íslend- inga. Þetta eru dæmi af handahófi um þessa áráttu landans að margfalda góðar hugmyndir. Hvað á að gera á þrennum há- tæknigörðum? Er svona mikið af hátæknifyrirtækjum sem þurfa aðstöðu í Garðabæ? En þrennir garðar skulu það vera og allt margblessað af framkvæmda- valdinu. Sömu sögu er að segja af arkitektúrnum, úr engu náms- framboði í margfalt. Þróunin virðist ætla að verða á þennan veg þar sem við Íslendingar telj- um okkur best í öllu og enga þörf vera á að sækja þekkingu til ann- arra. Margir telja enga þörf á að við sækjum okkur menntun út fyrir landsteinana, hér á þessu litla ekki 300 þúsund manna skeri á allt að jafnast á við heimsborgir í útlöndum, aðbúnaður, þekking- arstig og allt annað. Íslenskir há- skólar eiga að jafnast á við þá bestu erlendu hvað rannsóknir og námsframboð varðar. Ýmislegt annað er það besta í heimi að okkar mati. „Fisk- veiðistjórnunarkerfið er það besta í heimi og það amar ekkert að í efnahagsmálunum, hvað þarf að segja ykkur það oft? Krónan hefur heldur ekkert til evrunnar að sækja, sú fyrrnefnda stendur bara alveg ágætlega fyrir sínu, þakka ykkur fyrir.“ Eitthvað á þessa leið hljóma skilaboðin til okkar. Við verðum að sætta okkur við að þetta er ekki raunveruleikinn. Hann er sá að við erum lítil þjóð en þó vissulega velferðarþjóð. Margt má hér betur fara og margt getum við sótt til útlanda. Við getum hins vegar ekki ætlast til þess að aðrar þjóðir líti ávallt til okkar í leit að lausnum á sín- um vandamálum því allar þjóðir glíma jú við einhver vandamál, Íslendingar líka. Við höfum ekki endilega réttu og bestu lausn- irnar á vandamálum í fisk- veiðistjórnun, skattlagningu eða orkumálum. Ísland framtíðarinnar, jafnvel nútíðarinnar, er í sumra huga skattaparadís sem nýtir auðlind- irnar skynsamlega. Hingað á að vera hægt að laða erlenda auð- menn og fyrirtæki sem eiga að njóta góðs af fyrirhugaðri skatta- lækkun og helst áframhaldandi aðgerðum í þá átt. Og stærstu auðn og ósnortna svæði í Evrópu munum við Íslendingar nýta, annað væri jú fásinna. Orkan okkar er svo hrein að rýmkaður losunarkvóti er ekkert nema sjálfsagður. Fiskveiðum við landið er hald- ið í horfinu með besta fisk- veiðistjórnunarkerfi í heimi, sem Evrópusambandið gæti svo sann- arlega lært eitthvað af og hana- nú. Þegar ESB kynnti nauðsyn- legan samdrátt í fiskveiðum fyrir nokkrum dögum var það að mati einnar mannvitsbrekkunnar merki um að fiskveiðistjórn- unarkerfi ESB væri ónýtt og sambandið ætti bara að taka ís- lenska kerfið sér til fyrirmyndar. Er það kannski svo að við þor- um ekki í Evrópusambandið? Við upphefjum landið og þjóðina svo svakalega að við treystum okkur ekki til að horfast í augu við raunveruleikann. Upphafningin er á kostnað annarra þjóða sem við gerum lítið úr og grín að en þetta hefur löngum verið kallað minnimáttarkennd, er ekki svo? Og vel á minnst, við leyfðum Norðmönnum bara að stýra ESA næstu tvö ár. Þeir eru nú aðeins fleiri en við, en svo er stofnunin líka að verða valdalaus og gagnslaus og þetta skiptir bara akkúrat engu máli. Fleiri dæmi um sjálfsánægj- una eru að okkur fannst sjálfsagt að Reykjavík teldist „heitasta“ borg í heimi um tíma. Að okkar mati er hún það og verður um ókomna framtíð. Mál var til kom- ið að útlendingarnir uppgötvuðu það að Ísland er nafli alheimsins. Íslenska hreinasta tungan, Ís- lendingarnir fallegasta fólkið, ís- lensk náttúra sú fegursta o.s.frv. o.s.frv. Íslendingar eru líka tilbúnir að tala við erlenda gesti um sjálfa sig, sögu landsins, Bláa lónið, Ís- lendingasögurnar, Þingvelli og svo framvegis í tíma og ótíma og óumbeðnir. Útlendingarnir eru spurðir hvort þeir ætli ekki að læra íslensku, hvenær það nú verði, hvort þeim finnist landið nú ekki fallegt, að ekki sé talað um fólkið. Og veðrið, það er nú ekkert svo slæmt, hvaða vitleysa. Ísland sem er svo hreint og tært og náttúran svo óspjölluð … ennþá. En staðreyndin er sú að við erum okkur ekkert meðvit- andi um umhverfismál eða nátt- úruvernd. Kunnum ekki að flokka sorp eða spara hreinsiefni, hvað þá meira. Og svo er verið að gagnrýna sjónvarpsþátt fyrir börn og unglinga þar sem fjallað er á fjörlegan hátt um endur- vinnslu og umhverfismál og til- raun gerð til að koma heil- brigðum boðskap til barna og unglinga. Það heitir heilaþvottur á máli frelsaranna. Hin skrýtna þjóð Útlendingarnir eru spurðir hvort þeir ætli ekki að læra íslensku, hvenær það nú verði, hvort þeim finnist landið nú ekki fallegt, að ekki sé talað um fólkið. Og veðrið, það er nú ekkert svo slæmt, hvaða vitleysa. VIÐHORF Eftir Steingerði Ólafsdóttur steingerdur- @mbl.is ✝ Benjamín Hall-dórsson fæddist að Efra-Velli í Flóa 27. júní 1923 en flutt- ist tveggja ára með foreldrum sínum að Skaptholti í Gnúp- verjahreppi þar sem hann ólst upp. Hann lést á Dvalarheim- ilinu Lundi á Hellu, að morgni 28. nóv- ember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Halldór Benjamíns- son, bóndi í Skapt- holti, seinna starfs- maður Hampiðjunnar í Reykjavík, f. 23. apríl 1993, d. 24. apríl 1969, og kona hans Steinunn Jónsdóttir húsfreyja, f. 18. janúar 1891, d. 8.9. 1974. Systir Benjamíns er Ingunn, f. 16. september 1925. Bróðir Benja- míns var Jón, f. 19. nóvember Mikael Þór, kvæntur Hrafnhildi Jóneyju Árnadóttur, þau eiga tvö börn, Sabínu Steinunni og Benja- mín Berg. Dóttir Sigríðar er Guðný Þorbjörg Ólafsdóttir, gift Ólafi Þ. Haukssyni, þau eiga þrjá syni. 2) Böðvar Ingi Benjamínsson, f. 10. september 1954, kvæntur Sólveigu Friðgeirsdóttur. Börn þeirra eru Eiríkur Ingi, kvæntur Vildísi Bjarnadóttur, þau eiga tvær dætur, Benjamín Ingi, kvænt- ur Björgu Pálsdóttur, Böðvar Ingi og Anna Bergljót. Sjúpdóttir Benjamíns, dóttir Önnu, er Berg- ljót Magnadóttir, f. 23. ágúst 1943, gift Georg R. Douglas. Börn þeirra eru Róbert Ingi og Anna Ellen, gift Einari Kristjáni Einarssyni. Benjamín var byggingarmeist- ari að mennt. Hann flutti á Laug- arvatn 1944 og vann við húsasmíð- ar þar, m.a. við byggingu Mennta- skólans á Laugarvatni. Hann var húsvörður skólans frá upphafi og þar til hann lét af störfum fyrir aldurs sakir í apríl 1995. Útför Benjamíns fer fram frá Selfosskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Jarðsett verður á Laugarvatni. 1929, sem dó fárra vikna. Hinn 12. ágúst 1950 kvæntist Benjamín Önnu Bergljótu Böðv- arsdóttur, stöðvar- stjóra Pósts og síma, Laugarvatni, f. 19. júní 1917, d. 2. desem- ber 1989. Foreldrar hennar voru Ingunn Eyjólfsdóttir hús- freyja, f. 2. ágúst 1873, d. 27. apríl 1969, og Böðvar Magnús- son, hreppstjóri og bóndi, Laugarvatni, f. 25. desember 1877, d. 18. október 1966. Anna og Benjamín bjuggu alla sína búskapartíð á Laugar- vatni, lengst af í Bjarkarlundi. Synir Benjamíns og Önnu eru: 1) Halldór Steinar Benjamínsson, f. 15. mars 1952, kvæntur Sigríði Mikaelsdóttur. Sonur þeirra er Nú þegar leiðir okkar skiljast í bili vil ég þakka þér alla samveru. Í haust voru liðin yfir þrjátíu ár síðan ég kom á Laugarvatn með litlu stelpuna mína og alveg frá fyrstu stundu tókuð þið Anna okkur opn- um örmum. Strax myndaðist sér- stakt samband okkar á milli sem styrktist eftir að Anna dó. Enda sagði hún nokkrum sinnum þegar ég sat hjá henni síðustu dagana að hún kviði ekki fyrir því að skilja þig eftir, því Sigga sæi um þig. Í gegn- um árin hef ég ávallt reynt að gera mitt besta þó það hafi ekki alltaf verið auðvelt. Margar minningar koma upp í huga minn þegar ég hugsa til baka. Mikið var gaman er við Halldór komum heim með fyrsta barnabarn- ið þitt og þær breytingar sem urðu í lífi okkar. Og þegar þú komst með átján rauðar rósir er Sabína fædd- ist. Svo þegar þriðja barnið fæddist og við báðum þig að halda á nafna þínum undir skírn, í messu í Þing- vallakirkju, sem reyndist svo vera poppmessa. Allar ferðirnar til mín í morg- unkaffi og hafðir þú oft orð á því hvað fólk gæti sofið á morgnana. Svo þegar ég sagði þér að ég hefði keypt mér pels fyrir peningana sem þú gafst mér er ég varð fimmtug, þá sagðist þú eiga pelskerlingu. Svona væri lengi hægt að telja. Sá dagur líður mér seint úr minni er við Halldór fylgdum þér austur á Dvalarheimilið Lund á Hellu. Þú varst búinn að fallast á að prófa að dvelja þar eftir miklar umræður og vangaveltur. Þar kunnir þú strax vel við þig. Aðeins einu sinni gafstu þér tíma til að koma heim á Laugarvatn á meðan heilsan þín leyfði ferðalög. Mikið má það sveitarfélag vera stolt af að eiga slíkt heimili sem Lundur er með allt sitt frábæra starfsfólk. Ég vil þakka því öllu fyr- ir góð kynni, elskulegheit og fram- úrskarandi umönnum við Benna. Blessuð sé minning þín, Þín tengdadóttir, Sigríður Mikaelsdóttir. Elsku afi minn er komin til ömmu. Hann er ekki bara einstakur afi í mínum huga, hann er einn besti og einstakasti maður sem ég hef kynnst um ævina. Ég var svo heppin í æsku að hafa afa minn sem barnapíu, þegar mamma og pabbi voru í vinnu. Þá skottaðist ég með honum, eins og hann var vanur að segja, allan dag- inn út og suður og elti hann eins og skuggi um Menntaskólann. Við brölluðum margt saman, máluðum alltaf leikmyndina fyrir leikrit skól- ans, skiptum um perur, löguðum til í geymslum, gerðum við, flokkuðum lykla og margt fleira. Samt sem áð- ur voru kaffitímarnir alltaf skemmtilegastir. Þá var farið inn á símstöð til ömmu, en fyrst var farið í kaupfélagið og að sjálfsögðu gat ég, dekurrófan, platað afa til að kaupa litskrúðugasta kexpakkann í hillunni og safa með til að drekka. Afi gaf mér tvö uppnefni og sennilega ekki að ástæðulausu. Annað var kjaftamilla, því jú munn- urinn minn gat víst farið á flug og þá gat afi orðið þreyttur á mér. Enda mundi hann vel eftir þeim degi þegar ég hrópaði eins og ,,Indjáni“; frá morgni til kvölds. Hitt uppnefnið var skrudda og það kallaði hann mig ef ég var óþæg eða var að fikta of mikið. Ég markaði einmitt hægra gagnaugað á mér á slíkri stundu. Afi lék líka mikið við mig, þá skiptumst við stundum á að vera knapi og hestur og oft varð afa hest- ur þreyttari en minn. Stundum fékk ég að vega salt á ristunum á honum og það er alveg sérstakur afa-leikur. Fyrsta skiptið sem ég sá litasjón- varp var hjá afa og ömmu. Enda urðu ófáar ferðirnar sem við systk- inin fórum út á símstöð til að horfa á Húsið á sléttunni á sunnudögum með þeim. Afi og amma snöruðu þá fram allskyns kræsingum, amma með kleinur eða jólaköku og afi með appelsín, bláan opal, íspinna eða appelsínusúkkulaði, en það súkku- laði kemur alltaf til með að minna mig á afa. Ég lærði margt af afa og eitt er að safna allskyns hlutum, en bæði amma heitin og mamma voru ekki ýkja hrifnar af þessu tómstunda- gamni okkar. Við héldum því áfram sama hvað var sagt og ég finn mér jafnvel ennþá eitthvað nýtt til að safna. Afi hefur alla tíð fylgst vel með náminu mínu bæði í grunn- og fram- haldsskóla og svo eftir að ég byrjaði í íþróttafræðináminu. Hann spurði mig alltaf þegar ég heimsótti hann á Lund, síðustu tvö ár, hvernig mér gengi í náminu, jafnvel þótt hann spyrði mig kannski ekki um neitt annað, og mér þykir mjög vænt um það. Í einni af mörgum heimsóknum til afa þá var ég að bjóða honum með mér út í göngutúr en hann var fljótur að svara mér því að það væri óhollt að hreyfa sig. Stríðnisglamp- inn sást þá í augunum á honum og hann glotti. Mér hefur alltaf þótt afi vera með góðan húmor og hnyttinn í svörum enda vissi ég orðið vel hve- nær hann var að stríða mér. Einu sinni þegar ég var lítil þá spurði ég afa af hverju hann færi aldrei í gufubað. Hann sagðist einu sinni hafa farið í það og þá hafði hann misst stóran hluta af hárinu og þangað færi hann aldrei aftur, því ekki vildi hann að ég ætti sköllóttan afa. Þessari sögu trúði ég lengi vel en sennilega hefur hún haft meiri áhrif á mig en mig grunar því ég fer heldur aldrei í gufubað. Ég á ennþá fleiri skemmtilegar og dýrmætar minningar um stundir okkar afa saman og þær væru án efa efni í margar bækur. Allar þess- ar minningar ætla ég að geyma vel í hjarta mínu og það verður gaman þegar ég get sagt börnunum mínum frá honum og hversu einstakur langafi þeirra var. Ég vil að lokum þakka starfsfólk- inu á Lundi fyrir að hafa hugasað mjög vel um afa minn og látið hon- um líða vel á nýjum slóðum. Þó að kali heitur hver, hylji dali jökull ber, steinar tali og allt hvað er aldrei skal ég gleyma þér. (Vatnsenda-Rósa.) Takk fyrir allt, elsku afi minn. Þín Sabína Steinunn. Elsku afi, þú ert búinn að vera fastur liður í tilveru minni frá því ég man eftir mér. Ég man fyrst eftir þér þegar ég var smápolli og sat í fanginu á þér, inni í stofu í símahúsinu þar sem þið amma bjugguð, og var að skoða í brjóstvasann á bolnum þínum. En það var fyrir mig eins og að skoða fjársjóð. Eða þegar ég fékk að greiða þér og greiddi þá hárið af skallanum niður á kinn hinum meg- in og þú fórst niður á fjóra fætur og varst hesturinn minn. Ég hafði líka ofsalega gaman af því þegar þú fékkst mig til að passa þig meðan Anna amma fór í burtu og ég fékk að sofa í ömmu rúmi. Alltaf þegar ég vaknaði varstu búinn að útbúa handa mér morgunmat sem var sá besti í heimi: franskbrauð með jafn- þykkri skinkusneið og appelsín að drekka með og ekkert lýsi. Þegar við systkinin fórum með mömmu og pabba eitthvað í burtu þá komum við alltaf við til að kveðja ykkur ömmu, þá laumaðir þú alltaf að mér smápening og sagðir mér að kaupa mér eitthvað gott. Mér fannst alltaf svo gaman að fá að fara með þér út í Menntó í vinn- una þína og hitta alla skólakrakkana eða hótelstarfsfólkið á sumrin. Þar varst þú alltaf allt í öllu og enginn virtist geta gert neitt þar nema með þinni aðstoð eða leyfi hvort sem það var að smíða leikmuni fyrir leikrit í skólanum eða laga inniskó fyrir ein- hvern nemanda. Þú gast gert við allt fyrir alla og lánaðir hverjum sem var hvað sem þá vantaði sama hvort það var spýta, fittings, raf- magnsdót eða eitthvað annað. Það kom enginn að tómum kofunum hjá þér. Þegar ég var fimmtán ára fór ég að vinna hjá þér og vann hjá þér öll sumar-, jóla- og páskafrí þangað til ég flutti frá Laugarvatni. Á þeim tíma lærði ég margt af þér sem hef- ur nýst mér vel og mun nýtast mér um ókomin ár. Var mér síðast hugs- að til þeirra tíma núna í byrjun des- ember þegar ég var að mála stofuna hjá okkur á Eyjavöllunum. Þú leyfð- ir mér að keyra Wagonerinn út um allt nágrenni Menntaskólans í tvö ár áður en ég fékk bílpróf. Eftir að ég fékk bílpróf varð ég einkabílstjórinn þinn ef þú þurftir að fara til Reykja- víkur eða á Selfoss. Í Reykjavík- urferðunum fórum við alltaf á BSÍ í hádeginu og fengum okkur hangi- kjöt. Á 70 ára afmælinu þínu fór fjöl- skyldan þín með þér í rútuferð uppí BENJAMÍN HALLDÓRSSON

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.