Morgunblaðið - 08.12.2001, Qupperneq 59
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. DESEMBER 2001 59
Hún Björg systir er
dáin. Þetta er setning
sem er búin að hljóma
stöðugt í kollinum á
mér síðan 13. nóvem-
ber. Þá kvaddi elsta
systir mín þetta líf og flutti sig yfir
á annan og betri stað. Eftir sitjum
við hnípin og sorgmædd því hún
varð einungis 53 ára gömul. Það
voru níu ár á milli okkar en aldrei
fann ég mikið fyrir því. Það eru
margar minningarnar sem streyma
í gegnum hugann á stundum sem
þessum þegar manni finnst bókstaf-
lega allt svart og maður skilur ekki
tilganginn með þessu að taka hana
svona frá okkur en merkilegt nokk,
það læðist bros fram á varirnar!
Þegar ég var 13 ára fór Björg
með mig í snyrtivöruverslun og
keypti handa mér maskara og alveg
rosalega flottan grænan augn-
skugga. Nokkrum dögum seinna
hringdi hún í mig og bað mig um að
koma til sín vestur á Vesturgötu
þar sem hún hafði búið sér og Ein-
ari, fyrri eiginmanni sínum, fallegt
heimili. Ég notaði að sjálfsögðu
BJÖRG
JÓNSDÓTTIR
✝ Björg Jónsdóttirfæddist í Reykja-
vík 24. september
1948. Hún lést í
Reykjavík 13. nóv-
ember síðastliðinn
og fór útför hennar
fram í kyrrþey frá
Grafarvogskirkju
21. nóvember.
tækifærið og setti á
mig snyrtivörurnar og
síðan var farið í
strætó. Ég var svo fín!
Ekki minnist ég þess
að hafa vakið neina
sérstaklega athygli á
leiðinni til hennar en
hins vegar kom skrít-
inn svipur á systur
mína þegar hún opnaði
hurðina fyrir mér en
hún sagði ekki auka-
tekið orð. Síðan fórum
við í bæinn að kaupa
einhverjar föndurvör-
ur til að dunda okkur
við og þá kom reiðarslagið. Inni í
búðinni vatt sér að mér strákur og
sagði mér í óspurðum fréttum að ég
liti út fyrir að vera með glóðarauga
á báðum augunum. Þetta væri alveg
rosalega ljótt. Systir mín var snögg
til og gerði þessum unga herra-
manni grein fyrir því með nokkrum
vel völdum orðum að svona kæmi
maður ekki fram við ókunnugt fólk
og fór með mig heim. Eftir að hafa
stöðvað táraflóðið kenndi hún mér
að nota þessar fínu vörur og hef ég
búið að því síðan ásamt svo ótal
mörgu öðru. Hún hafði hendur og
huga sem voru gulls ígildi. Hún var
mikil áhugamanneskja um garð-
rækt og það lifnaði allt við í hönd-
unum á henni.
Garðurinn hennar í Jöklafoldinni,
þar sem hún bjó með Magnúsi
seinni manni sínum, ber fegurðar-
skyni hennar og skipulagshæfileik-
um fagurt vitni. Hún hafði afskap-
lega gaman af allri handavinnu.
Hún varð því heldur kát þegar ég
sagði eitt sinn við hana að nú ætlaði
ég að fara að skoða betur „þennan
bútasaum“. Lengi vel gat ég nefni-
lega alls ekki skilið þessa áráttu
hennar og reyndar Huldu systur
okkar einnig að fara í „tuskubúðir“,
kaupa þar efnisbúta, skera þá síðan
niður í hinar ýmsu lengjur og búta
og sauma saman aftur. Það vantaði
ekki að útkoman varð alltaf alveg
afskaplega falleg hjá þeim báðum
en ég bara skildi þetta alls ekki. Þá
hafði hún á orði að þá myndi hún
hafa félagsskap í bútasaumnum sem
síðan rættist því ég kolféll gjörsam-
lega fyrir þessari list. Við urðum
miklir félagar í gegnum þetta sam-
eiginlega áhugamál okkar ásamt
garðyrkjunni og það var oft mikið
skrafað og spekúlerað í gönguferð-
unum okkar. Þá miðlaði hún af sinni
kunnáttu til mín sem reyndi eftir
bestu getu að framkvæma en mér
voru stundum mjög svo mislagðar
hendur og þá kom stóra systir oftar
en ekki og bjargaði málunum.
Henni verður best lýst sem konu
sem maður vissi alveg nákvæmlega
hvar maður hafði og var alltaf boðin
og búin til að rétta hjálparhönd.
Við höfum öll misst svo mikið að
því geta í raun engin orð lýst en
minningin um hana systur mína
mun lifa og fylgja okkur um
ókomna tíð. Mig langar að lokum að
þakka þann hlýhug og samkennd
sem við höfum öll mætt síðustu dag-
ana, það sem nágrannar Bjargar
gerðu fyrir okkur þegar við komum
heim aftur að kvöldi 13. nóvember
munum við aldrei gleyma. Guð
blessi ykkur öll.
Sigrún H. Jónsdóttir.
✝ María JóhannaVilhelmsdóttir
fæddist á Ísafirði 26.
júní 1926. Hún lést á
Landspítalanum við
Hringbraut 10. nóv-
ember síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru Katrín Elísabet
Halldórsdóttir, f.
10.12. 1900, d. 11.10.
1986, og Vilhelm
Guðmundsson, f.
11.3. 1897, d. 1.8.
1958. Hálfsystkini
Maríu sammæðra
eru: Ólöf, f. 5.6. 1932,
Helga, f. 20.5. 1934, Halldór
Trausti, f. 9.3. 1936, d. 1.12. 1979,
og Steinunn f. 23.6. 1940, Stein-
arsbörn. Hálfbróðir samfeðra er
Karl, f. 22.8. 1931. Eiginmaður
Maríu er Eggert Ó. Brynjólfsson,
f. 4.9. 1923, þau gengu í hjóna-
band 12.5. 1945. Börn þeirra eru:
1) Kristín, f. 21.1.1947, d. 9.7.
1997, maki Björn Hafsteinsson, f.
28.3. 1945, börn þeirra eru: Birna,
f. 17.11. 1964, maki Jón Hafsteinn
Hannesson, þau eiga
tvö börn; María, f.
13.6. 1970, sambýlis-
maður Ólafur Hrólf-
ur Gestsson, þau
eiga tvær dætur; og
Ingibjörg, f. 8.1.
1973, sambýlismað-
ur Halldór Valek Jó-
hannsson, þau eiga
eina dóttur. 2) Óttar,
f. 29.12. 1949, maki
Elín Anna Sigurjóns-
dóttir, f. 4.2. 1951.
Börn þeirra eru: Sig-
urjón f. 5.6. 1975,
sambýliskona Hildur
Björk Einarsdóttir; Halldór, f.
12.6. 1977; og Svava, f. 4.3. 1979,
sambýlismaður Gunnar Axel Her-
mannsson. 3) Ester, f. 11.10. 1958,
maki Bjarni Eyjólfsson, f. 21.7.
1957. Börn þeirra eru Katrín Sól-
ey, f. 27.11. 1980, Eggert Bjarni, f.
17.10. 1987, og Sandra Rós, f.
12.8. 1989.
Útför Maríu Jóhönnu fór fram
frá Fossvogskapellu 20. nóvem-
ber.
Okkur systrunum þykir sárt að
þurfa að kveðja elskulega ömmu
okkar, sem nú hefur fengið hvíld eft-
ir hetjulega baráttu við illvígan sjúk-
dóm.
Undarlegt er hvað tíminn er af-
stæður. Það var ekki fyrr en í seinni
tíð að okkur varð ljóst að amma væri
orðin nokkuð við aldur.
Að hafa átt unga mömmu og þar
að auki ömmu á besta aldri var mjög
gaman. Það er t.d. ekki mjög algengt
að þrjár kynslóðir geti farið „út á líf-
ið“ að skemmta sér. Við eldri syst-
urnar getum státað af því að hafa
farið á dansleik með mömmu og
ömmu og skemmt okkur konung-
lega. Amma gat verið eldhress og oft
var hún hrókur alls fagnaðar. Amma
og afi heimsóttu einnig iðulega okk-
ar foreldrahús og þá var tekið í spil
langt fram á nótt.
Ótalin eru þau skipti sem amma
passaði okkur systurnar og var alltaf
gaman og gott að vera hjá ömmu og
afa. Við erum þakklátar fyrir að hafa
fengið að njóta ástar og umhyggju
þeirra. Amma var fyrirmyndarhús-
móðir, bakaði smákökur og lagtertur
fyrir jólin og fengum við systurnar
að taka þátt í þeim undirbúningi.
Ekki má gleyma jólakakóinu sem
var fastur liður hjá ömmu og vín-
arbrauðunum sem voru í miklu
uppáhaldi. Einnig mættum við syst-
urnar með mömmu ásamt fleirum úr
fjölskyldunni þegar amma og afi
tóku slátur.
Það var spennandi fyrir litlar
hnátur að fá að fylgjast með full-
orðna fólkinu vinna verkin og síðan
borðuðum við saman. Það var sann-
kölluð sláturveisla.
Á sumrin fórum við sem börn oft
með þeim og foreldrum okkar í úti-
legur og sumarbústaði. Þær minn-
ingar eru okkur í fersku minni.
Amma hafði mikinn áhuga á
saumaskap og fengum við systurnar
að njóta þessara hæfileika hennar
því að hún saumaði á okkur föt fyrir
hin ýmsu tilefni.
Eitt það skemmtilegasta við að
heimsækja ömmu var að hún geymdi
flestan fatnað, vildi helst engu
henda. Þess vegna átti hún föt frá
hinum ýmsu tískutímabilum. Það var
bara bankað upp á hjá ömmu ef okk-
ur vantaði flíkur fyrir hin ýmsu tæki-
færi eða bara til að gramsa og sjá
hvort eitthvað skemmtilegt kæmi í
ljós. Amma var það ung þegar við ól-
umst upp að oft litum við meira á
hana sem vinkonu. Hún var nútíma-
leg og fylgdist vel með öllu og hafði
hlutina á hreinu þar til yfir lauk.
Við kveðjum elsku ömmu með
trega en þökkum fyrir allan þann
tíma sem við áttum samleið með
henni. Við huggum okkur við að hún
hvíli í friði og trúum því jafnframt að
nú hafi hún sameinast hjá Guði okk-
ar elskulegu móður sem hún syrgði
svo sárt.
Elsku afi, Guð varðveiti þig og
styrki.
Minningin lifir.
Þú stjarna mín við skýja skaut,
á skærum himinboga,
svo hrein á þinni bláu braut
þú brunar fram með loga,
og þegar alt er orðið hljótt
og alheims kyrð og friður,
þá horfir þú um heiða nótt
af himni þínum niður.
(Þorsteinn Erlingsson.)
Birna, María og Ingibjörg
Björnsdætur.
Þegar við minnumst Maju, elsku-
legrar systur okkar, sem nú hefur
kvatt leitar hugurinn til bernskunn-
ar og heimahaganna.
Á Ísafirði í skjóli hárra fjalla
fæddist hún og ólst upp. Leiksvæðið
var náttúran sjálf, túnið heima, hlíð-
in, fjaran og gatan, þar sem börnin
komu saman til leikja á lognkyrrum
dögum sumarsins eða á vetrum í
snjó og norðanbyl. Lítil hnáta þurfti
ekki langt að hlaupa úr leik til
mömmu sinnar, ef eitthvað bjátaði á,
í hús afa Halldórs og ömmu Jóhönnu
Soffíu. Kristján móðurbróðir bjó þar
líka og átti hún hauk í horni þar sem
hann var. Hún var svo sannarlega
sólargeislinn, sem bar birtu og yl í
bæinn til þeirra allra. Einstakt sam-
band var á milli Maju og ömmu alla
tíð.
Maja var að verða sex ára þegar
hún eignaðist systkini og á næstu ár-
um bættust þrjú við, það yngsta þeg-
ar hún var fjórtán ára. Bernskuárin
liðu og eftir að námi í Gagnfræða-
skólanum lauk fór hún til höfuðborg-
arinnar í atvinnuleit og að skoða
heiminn. Í Reykjavík kynntist hún
ungum manni, Eggerti Brynjólfs-
syni, og felldu þau hugi saman og
giftu sig 12. maí 1945. Við eigum
margar góðar minningar með þeim
frá þessum árum. Margar ferðirnar
átti Maja vestur til að hitta ætt-
ingjana og vitja æskuslóðanna. Til-
hlökkunin var mikil hjá okkur systk-
inunum að fá stóru systur heim og
ekki dró úr ánægjunni, þegar börnin
þeirra voru komin til sögunnar.
Þetta voru góðir dagar og alltaf sól-
skin í þeim minningum.
Eddi réðst í það stórvirki að reisa
fjölskyldunni hús af litlum efnum,
við Suðurlandsbraut. Hann byggði
það að mestu einn í sínum frístund-
um, enda smiður góður, hagur og
vinnusamur. Þar lá húsfreyjan held-
ur ekki á liði sínu og var henni einkar
lagið að búa nýja heimilið smekk-
lega, þegar inn var flutt. Myndar-
skapur og dugnaður einkenndi henn-
ar dagfar, alltaf snyrtilegt og
hreinlegt í kringum hana. Heimilið
naut þess líka hversu listfeng hún
var, hún saumaði t.d. fatnað á börnin
sín þrjú og sjálfa sig einnig. Sauma-
vélin var svo sannarlega notuð þar á
bæ. Hannyrðir ýmiss konar hafði
hún líka yndi af að grípa í og má sjá
mörg fallega unnin verk eftir hana á
heimilinu. Í þessu stóra, rúmgóða
húsi með fallega trjágarðinn um-
hverfis bjuggu þau í mörg ár og ólu
þar upp börnin sín þrjú, þau Krist-
ínu, Óttar og Ester. Ættingjarnir á
Ísafirði komu oft suður til Maju og
Edda og dvöldu hjá þeim lengri eða
skemmri tíma, var þá oft glatt á
hjalla og í mörgu að snúast. Við syst-
urnar munum slíkar ferðir suður
með mömmu og síðar svolítið eldri,
er við vorum þar í skjóli Maju. Gott
var að eiga stóru systur að sem lét
sér annt um okkur og þökkum við
henni alla þá umhyggju. Eddi var
ekki síður gestrisinn, glaður og reif-
ur tók hann á móti ættingjum og vin-
um af einskærri hlýju. Amma lét sig
heldur ekki muna um að fara í sína
fyrstu flugferð árið 1954 frá Ísafirði
til Reykjavíkur, þá 85 ára gömul, til
að heimsækja Maju og fjölskyldu
hennar. Hún var þó ekki ein á ferð
því Kristján sonur hennar var með
henni.
Eftir að við systkini Maju höfðum
fest ráð okkar og sest að í Reykjavík
urðu samverustundirnar fleiri og
heimsóknir tíðari. Gott var þau hjón
heim að sækja og margt spjallað.
Maja hafði mikinn áhuga á þjóðmál-
um og þó einkum málum borgarinn-
ar, fylgdist vel með og hafði
ákveðnar skoðanir á mönnum og
málefnum og fylgdu þá oft fjörugar
umræður. Hún hafði gaman af að
taka í spil og var vist og brids í mestu
uppáhaldi. Þau hjón ásamt vinafólki
komu þá oft saman til að spila.
Ferðalög um landið hafa löngum
verið vinsæl og sumarfríin nýtt vel
og ekið um fallegar sveitir. Fjöl-
skyldan gerði mikið af því að ferðast,
bæði utanlands og innan. Eftir-
minnilega ferð fórum við systkinin
með fjölskyldum okkar um Snæfells-
nes nokkra sólríka sumardaga og
tjölduðum nálægt Búðum og víðar á
leið okkar. Fundum þarna okkar sól-
arströnd og hvítan sand. Börn sem
fullorðnir nutu þessara daga, að
ferðast um og skoða alla þá fallegu
staði á Nesinu, já og ekki síst að vera
saman.
Árin liðu. Maja og Eddi færðu sig
um set og byggðu sér nýtt glæsilegt
hús og nú við Sogaveg. Sum fallegu
stóru trén úr gamla garðinum fluttu
þá líka yfir í nýja garðinn sem er
einkar fallegur. Þarna hafa þau
hreiðrað um sig og búið æ síðan.
Maja helgaði heimili sínu og börn-
um starfskrafta sína að mestu leyti.
Hún vann þó utan heimilis af og til
og þá einkum við saumaskap. Börnin
flugu úr hreiðrinu eins og vera ber,
giftu sig og eignuðust börn og barna-
börnin hafa verið sólargeislar í lífi
Maju og veitt henni mikla gleði. Fyr-
ir fáeinum árum urðu þau hjónin fyr-
ir þeirri miklu sorg, að Kristín dóttir
þeirra lést á besta aldri. Það var erf-
iður tími fyrir fjölskylduna.
Maja hafði átt við veikindi að
stríða undanfarin ár og tók heilsu
hennar verulega að hraka á síðasta
ári. Hún greindist svo á þessu ári
með þann sjúkdóm, sem tók krafta
hennar alla og engin bót fékkst við.
Hún tók veikindum sínum af slíku
æðruleysi og stillingu að aðdáun
vakti. Eddi annaðist hana í erfiðum
veikindum hennar og létti henni
byrðarnar með elsku sinni og um-
hyggju.
Maja hélt andlegum kröftum til
hinstu stundar, skýr í hugsun og
minnug eins og hún hefur alltaf ver-
ið.
Við sendum Edda, börnum,
tengdabörnum og barnabörnum
innilegar samúðarkveðjur. Þökkum
kærri systur samfylgdina og allt,
sem hún var okkur. Blessuð sé minn-
ing hennar.
Ólöf, Helga og Steinunn.
MARÍA JÓHANNA
VILHELMSDÓTTIR
Það er alltaf sorglegt
þegar ungt fólk fellur
frá í blóma lífsins. Hér
er engin undantekning
á. Blómið hans Lalla
var rétt að opnast. Þar
á Hildur, kærastan
hans, líklega stærstan þátt ásamt
hjartahlýrri fjölskyldu hans. Aldrei
sá ég Lalla jafn hamingjusaman og
eftir að hann kynntist Hildi.
Lalli var einstaklega ljúf, góð og
yndisleg manneskja. Þótt lífið hafi
ekki alltaf leikið við hann stóð hann
það af sér eins og sönn hetja. Undir
lokin fann hann síðan sinn tilgang í
lífinu. Það sem hann þráði heitast
var að geta hjálpað fólki og starfað
með því. Í minningunni lifir hann og
ég veit að alltaf þegar ég á eftir að
sjá rauða flíspeysu frá Hjálparsveit-
inni eða Securitasbíl bregða fyrir
mun minningin um Lalla lifna við.
Þetta er mikill missir fyrir að-
standendur hans og ég vil votta for-
eldrum hans, Hildi og öllum sem
LÁRUS HJALTI
ÁSMUNDSSON
✝ Lárus Hjalti Ás-mundsson fædd-
ist í Reykjavík 16.
janúar 1981. Hann
lést af slysförum 17.
nóvember síðastlið-
inn og fór útför hans
fram frá Grafarvogs-
kirkju 23. nóvember.
fengu tækifæri til að
kynnast þessum fallega
dreng mína dýpstu
samúð. Guð veri með
ykkur.
Fyrrum bekkjar-
félagi,
Karólína.
Það var í haust að
Lárus kom niður á
Hverfisgötu til okkar
og vildi gerast sjálf-
boðaliði. Hann sagði að
hann vildi halda við
skyndihjálparkunnáttu
sinni og gekk þess
vegna til liðs við skyndihjálparhóp.
Hann var mjög áhugasamur og klár
og vissi alveg hvað hann var að gera
en því miðu stansaði hann alltof
stutt.
Deyr fé,
deyja frændur,
deyr sjálfur ið sama;
en orðstír
deyr aldregi,
hveim er sér góðan getur.
(Úr Hávamálum.)
Ungmennahreyfing Rauða kross
Íslands sendir foreldrum hans, unn-
ustur og öðrum aðstandendum inni-
legar samúðarkveðjur.
Ungmennahreyfing
Rauða kross Íslands.
Handrit minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvu-
sett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Senda má greinar til blaðsins í bréfsíma
569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höfundar/
sendanda fylgi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum.