Morgunblaðið - 08.12.2001, Page 60
MINNINGAR
60 LAUGARDAGUR 8. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
✝ Stefán Bjarnasonfæddist á Hrygg-
stekk í Skriðdal 7.
apríl 1912. Hann lést
á heimili sínu, Flögu í
Skriðdal, 29. nóvem-
ber síðastliðinn. For-
eldar hans voru
Kristín Árnadóttir
og Bjarni Björnsson
sem lengstum bjuggu
á Borg í Skriðdal.
Stefán var elstur sjö
bræðra en þeir eru:
Björn, f. 1914, Árni,
f. 1915, Bergþór, f.
1919, Ingi, f. 1922,
Ragnar, f. 1923, og Magnús Blön-
dal, f. 1924. Ingi dó ungur og
Bergþór lést fyrir nokkrum árum.
Stefán kvæntist 30. desember
1937 Þórunni Einarsdóttur frá
Flögu, f. 18. september 1907, d. 9.
febrúar 1991. Þau hófu sinn bú-
skap í Birkihlíð, nýbýli sem Stefán
byggði, en fluttu í Flögu tæpu ári
síðar og bjuggu þar alla tíð.
Kjörsonur Stefáns og Þórunnar
er Eyþór, læknir í Gautaborg, f. 7.
nóv. 1939. Kona hans er Ulla Ax-
berg, hjúkrunarfræðingur í
Gautaborg, f. 8. okt. 1941. Börn
Eyþórs eru þrjú: 1) Lana Kolbrún,
f. 5. mars 1965, kona hennar er Jó-
hanna Björg Pálsdóttir, f. 27. des.
1960. 2) Ingvi Þór, f. 9. jan. 1971,
kona hans er Aðalheiður Ósk
Gunnarsdóttir, f. 19.
des. 1967. Börn
þeirra eru Kristjana
Vigdís, f. 1993, og
Arnþór Ingi, f. 1997.
3) Þóra Gerður, f. 13.
mars 1973. Sonur
Stefáns og Svein-
bjargar Magnúsdótt-
ur er Sigurður,
bóndi í Flögu, f. 8.
feb. 1946, og gekk
Þórunn honum í
móðurstað. Kona
Sigurðar er María
Fanney Kristjáns-
dóttir frá Stóra-
Sandfelli, bóndi í Flögu, f. 8. maí
1953. Börn þeirra eru: 1) Hlynur
Bjarki, f. 17. nóv. 1973, kvæntur
Katrínu Hermannsdóttur, f. 10.
mars 1970. Synir þeirra eru: Arn-
ór Jón, f. 1993, og Kári, f. 1997. 2)
Kristján Hilmar, f. 2. maí 1975,
unnusta hans er Ólöf Arnardóttir,
f. 24. des. 1974, dóttir þeirra er
María Fanney, f. 1999. 3) Sigur-
borg Lilja, f. 25. sept. 1980, unn-
usti hennar er Ólafur Þ. Sigurð-
arson, f. 28. nóv. 1979. 4) Gyða
Dögg, f. 23. júní 1984, unnusti
hennar er Róbert Harryson, f. 18.
feb. 1984. 5) Stefán Þór, f. 15. des.
1989.
Útför Stefáns fer fram frá Þing-
múlakirkju í dag og hefst athöfnin
klukkan 14.
Við hittumst fyrst fyrir þrjátíu og
sex árum. Ég á svart-hvíta mynd af
manni á jakkafötum með hvítvoðung
í fanginu. Hann stendur úti á hlaði,
fyrsta barnabarnið er komið í heim-
inn. Seinna eignaðist ég rúm inni hjá
honum og ömmu, uppi á kvisti, þar
sem maður sofnaði út frá söngnum í
símalínunum. Á milli rúmanna var
borðið þar sem afi færði dagbók og
undir borðinu var trékollur með loki,
fullur af Vorinu og Heima er bezt.
Fyrsta bókasafnið mitt, en ekki það
síðasta.
Afi eftirlét mér fúslega stað í til-
verunni í Flögu. Ég skottaðist með
honum í fjósið og smíðahúsið, talaði
mikið og spurði margs. Afi lét það
gott heita en sagði stundum: „Þú ert
nú meira skoffínið.“ Við hlustuðum
saman á útvarpið, átum hafragraut
og saltkjöt og vorum vinir. Hann var
flínkur að smíða, bæði vísur og hús,
og í fjósinu kenndi hann mér að
botna ferskeytlur, glettinn og gam-
ansamur á snyrtilegum mjaltaslopp
með sixpensara. Það var fjósasix-
pensarinn, en ef við ætluðum út í Eg-
ilsstaði setti hann upp annan fínni og
skipti um föt. Þá settumst við upp í
Volvóinn U-909 og afi ók sem leið lá,
oftast út að austan. Aldrei hraðar en
á sextíu og aldrei ofar en í þriðja gír.
Maður gat orðið bílveikur í Volv-
ónum hans afa, í öllu rykinu á mal-
arvegunum og sólinni sem alltaf
skein austur á Héraði, en það var
mikið á sig leggjandi fyrir pylsu með
tómatsósu og flösku af appelsíni í
söluskálanum. Í kaupfélagið sóttum
við aðallega nauðsynjavörur eins og
kjötskrokka, blýanta með viskaleðri,
mjólkurkex og einstaka súkku-
laðistykki. Annað þurfti ekki.
Kannski gulan tyggjópakka eða blá-
an ópal sem amma geymdi í súpu-
skál uppi á hillu í búrinu og deildi
síðan út eftir þörfum. Á kvöldin áður
en farið var í háttinn fengum við
okkur mjólk og kex. Afi kallaði það
„kexni“.
Ljúfur, blíður, góður en svolítið
glettinn. Þannig var afi. Allt lék í
höndunum á honum, hann ræktaði
jörðina sína, jók við véla- og tækja-
kost, byggði vel og hélt hús með
sóma. Hann var góður við menn og
málleysingja, einkum hesta, hunda
og börn, kvikur og léttur á fæti en ei-
lítið hokinn eftir langan vinnudag og
stóð gjarnan með hendur fyrir aftan
bak. Hann var rómaður sláttumaður,
allt frá fermingu, og þannig eru síð-
ustu minningarnar sem ég á um
hann. Þar er hann enn að rækta
garðinn sinn, liggur í grasinu fyrir
framan bæinn og brýnir ljáinn. Afi
kunni ótal sögur af svaðilförum og
þrekvirkjum sem unnin voru í kyrr-
þey á gengnum tímum í sveit. Þar
voru ljósmæður sóttar um langan
veg á hestbaki og hestum, mönnum
eða fé bjargað úr háska. Einna
vænst þótti honum og mér um sög-
una af því þegar hann skaut hundrað
og þrjátíu rjúpur á einum degi. Það
var góð saga. Og sönn.
Á gamals aldri skrifaði afi minn
bækur og gróðursetti tré. Það eru
hljóðlátar gjafir hans til okkar sem á
eftir komum. Nú eru þau bæði horfin
úr jarðlífinu, amma mín Þórunn og
afi minn Stefán. Guð blessi þau.
Gæska þeirra er gróðurmoldin í
garðinum mínum.
Lana Kolbrún Eddudóttir.
Látinn er gamli bóndinn í Flögu,
Stefán Bjarnason, háaldraður.
Ýmsar myndir og minningar birt-
ast mér þegar ég rifja upp fyrstu
heimsókn mína austur í Flögu sum-
arið 1967. Ég kom þangað með
væntanlegu mannsefni mínu, bróð-
ursyni Þórunnar eiginkonu Stefáns.
Þetta var í júlímánuði um hábjarg-
ræðistímann og heyskapurinn kom-
inn vel á veg. Sólin skein glatt og
Skriðdalurinn skartaði sínu feg-
ursta. Stefán kom út á hlað og bauð
gesti velkomna. Þegar inn kom voru
Þórunn og Sveinbjörg að ljúka við að
hafa til veitingar, sem ekki voru af
skornum skammti og eru pönnukök-
urnar mér ef til vill minnisstæðastar.
Það var strax farið að tala um bú-
skapinn. Þórunn er í minningunni sú
sem talaði um búskapinn líkt og gæt-
inn ráðunautur. Stefán var maður
framkvæmdanna, útsjónarsamur,
kappsfullur og ósérhlífinn. Afurðir
búsins skyldu vera fyrsta flokks og
hver gripur gefa sem mest af sér.
Það má segja að þau hjón hafi rek-
ið búið með miklum myndarbrag og
sást það best á aðkomunni að bæn-
um.
Þegar ég kom að Flögu var, auk
þeirra hjóna og sonarins Sigurðar,
búsett í Flögu Sveinbjörg mágkona
Þórunnar, mild og hlý kona, sem
gott var að vera nálægt. Eldri son-
urinn, Eyþór, var þá farinn að heim-
an. Mikið stolt var að heyra þegar
Stefán og Þórunn töluðu um hann.
Eyþór er læknir og hefur lengst af
starfað í Svíþjóð. Hann býr í Gauta-
borg ásamt Ullu eiginkonu sinni.
Sigurður er fyrir löngu tekinn við
búinu í Flögu ásamt Maríu eigin-
konu sinni og reka þau búið af mikl-
um myndarskap.
Stefán var síðastur af eldri kyn-
slóðinni í Flögu að kveðja þetta jarð-
líf. Ég er þakklát fyrir að hafa fengið
tækifæri til að kynnast honum og
þessu góða fólki. Ég minnist þeirra
allra þriggja, Stefáns, Þórunnar og
Sveinbjargar, í hljóðri bæn og bið
guð að blessa þau.
Hvíli þau í friði.
Álfhildur Erlendsdóttir.
STEFÁN
BJARNASON
Hann Guðmundur
mágur og svili varð að
hopa fyrir illvígum
sjúkdómi, krabba-
meininu. Veikindi
hans uppgötvuðust
ekki fyrr en síðastliðið vor og er
hann búinn að berjast hetjulega
síðan. Þrátt fyrir mörg áföll og
veika von um bata sýndi hann
ótrúlegan styrk og var fjölskyldu
sinni mikill stuðningur. Undravert
var að fylgjast með, hve viljugur
Guðmundur var að reyna óhefð-
bundnar aðferðir gegn sjúkdómn-
um. Alla daga tók hann inn töflur
og drakk seyði ef það gæti eitt-
hvað hjálpað.
Síðustu mánuðir gáfu fjölskyld-
unni fjársjóð góðra minninga sem
hún á oft eftir að ylja sér við.
Ferðin sem þau fóru saman til
Portúgal kemur ósjaldan til um-
ræðu þegar slegið er á létta
strengi. Guðmundur var þá orðinn
mjög veikur, en naut dvalarinnar
ríkulega með ástvinum sínum.
Myndir úr ferðalaginu sýna að
víða var komið við, margt brallað
og saman áttu þau skemmtilegt
frí.
Guðmundur vildi fá að vera
heima til síðasta dags. Það tókst
með ósérhlífni og einstökum dugn-
aði þeirra allra. Þau studdu hvert
annað svo aðdáunarvert var að
fylgjast með. Allt til síðasta dags
sló Guðmundur á létta strengi og
létti þessa erfiðu baráttu.
Elsku Ragnhildur, Dóri, Hanna
Gunna og Ástrós, við biðjum góðan
Guð að styrkja ykkur í sorginni.
Sigurlín, Sigurður og börn.
Vinur minn og vinnufélagi Guð-
mundur Sigurjónsson hefur kvatt
þennan heim aðeins fimmtíu og
þriggja ára að aldri. Það var okkur
samstarfsfólki hans og öðrum sem
hann þekktu mikið áfall þegar á
áliðnum síðastliðnum vetri hann
greindist með alvarlegan sjúkdóm,
sem síðan reyndist ólæknandi og
dró hann að lokum til dauða á
heimili hans síðastliðinn sunnudag
í faðmi ástvina sinna.
Í því dauðastríði, sem var bæði
langt og strangt, komu hans miklu
og góðu mannkostir best í ljós.
Hvernig hann létti fjölskyldu sinni
og vinum lífið með jákvæðum og
léttum hugsunum. Í öllum mínum
GUÐMUNDUR F.
SIGURJÓNSSON
✝ Guðmundur F.Sigurjónsson
fæddist í Reykjavík
21. október 1948.
Hann lést á heimili
sínu í Garðabæ 25.
nóvember síðastlið-
inn og fór útför hans
fram frá Garða-
kirkju 30. nóvember.
heimsóknum til hans
var stutt í brosið og
glettnina sem í honum
bjó. Það var það ljós
sem lýsti þeim veginn
sem næstir eru.
Það er fjölskyldu
Guðmundar til fyrir-
myndar hvernig þau
hafa gert honum lokin
í þessu jarðlífi sem
bærilegust með því að
hjúkra honum á heim-
ili hans allt til þess
tíma að hann var
frelsaður úr sínum
sjúka líkama. Stein-
dór bróðir hans hefur reynst hon-
um einstaklega vel og endurgoldið
honum hjálpsemi við sig.
Nú er komið á annan áratug
síðan leiðir okkar Guðmundar lágu
fyrst saman. Það var þegar hann
hóf störf hjá Hörpu. Þrátt fyrir
rólegt yfirbragð og hægláta
framkomu komu fljótt í ljós þeir
góðu mannkostir sem í honum
bjuggu. Það var frábær snyrti-
mennska og reglusemi í öllu því
sem að starfinu laut. Hann var
málari sem hafði áralanga reynslu
af verslunarstörfum á ýmsum svið-
um sem nýttust fyrirtækinu afar
vel.
Guðmundur var maður fólksins.
Hann bar virðingu fyrir sínum við-
skiptavinum og vinnufélögum. Þá
sjaldan það kom fyrir að einhver
hafði farið bónleiður til búðar af
fundi hans var hann leiður og
ósáttur við að geta ekki leyst úr
vanda viðkomandi. Ekki vegna
þess að hann sæi eftir aurunum
sem í boði voru, heldur af þeirri
ástæðu að geta ekki greitt götu
þess sem til hans leitaði. Það var
honum á sama hátt hvatning og
ánægjuefni þegar hlutirnir gengu
upp og hver fór glaður sinn veg.
Guðmundur rækti störf sín af
metnaði, dugnaði og frábærri alúð
og þekkingu.
Honum fylgdi alla tíð hópur vina
og kunningja sem þekktu og
treystu handleiðslu hans þegar
endurbóta á heimilum þeirra var
þörf. Þeir vissu og þekktu sem og
margir aðrir að þar var til staðar
frábær handlagni hvort sem um
var að ræða málun, merkingar eða
annað handbragð sem krafðist ná-
kvæmni og vandvirkni.
Að lokum þakka ég Guðmundi
fyrir góða greiða, samstarf og vin-
áttu í gegnum tíðina.
Eiginkonu hans, sem hefur verið
honum sú stoð og stytta sem hann
hefur getað reitt sig á í því stríði
sem nú er lokið, börnum og öðrum
ástvinum sendi ég mínar innileg-
ustu samúðarkveðjur.
Ég bið Guð að blessa minningu
Guðmundar Sigurjónssonar.
Vigfús Gíslason.
Þau ljós sem skærast lýsa,
þau ljós sem skína glaðast
þau bera mesta birtu
en brenna líka hraðast,
og fyrr en okkur uggir
fer um þau harður bylur
er dauðans dómur fellur
og dóm þann enginn skilur.
En skinið logskæra
sem skamma stund oss gladdi,
það kveikti ást og yndi
með öllum sem það kvaddi
þótt burt úr heimi hörðum
nú hverfi ljósið bjarta
í okkar mædda hjarta.
(Friðrik Guðni Þorleifsson.)
HARTMANN
HALLDÓRSSON
✝ Hartmann Hall-dórsson fæddist
á Melstað í Óslands-
hlíð 20. maí 1940.
Hann lést á Landspít-
alanum 16. nóvem-
ber síðastliðinn og
fór útför hans fram
frá Sauðárkróks-
kirkju 24. nóvember.
Frændi okkar og
góður vinur, hann
Hartmann Hofdal
Halldórsson er fallinn í
valinn eftir margra ára
baráttu við illvígan
sjúkdóm. Við minn-
umst hans Mannsa eins
og hann var alltaf kall-
aður á margan hátt,
hann var alltaf hress og
kátur og engin merki
bar hann um veikindi.
Þegar við fórum norður
í „sveitina“ var alltaf
komið við á Hólavegin-
um hjá Mannsa og
Guðný (sem og við gerum áfram) og
ekki eru það amalegar móttökur sem
við fáum þar, kaffi, kleinur og fullt af
kræsingum, og ekki má gleyma
harðfisknum sem við fengum oft hjá
honum úti í bílskúr.
Það var virkilega gaman að hitta
Mannsa í sveitinni og fá að koma inn
í litla hjólhýsið niður við sjó þar sem
hann eyddi frítíma sínum í að veiða
silung. Það voru skemmtilegar
stundir sem við áttum með frænda
niður við sjó, þegar hann fór í litla
árabátinn og „allir um borð“ og
dugguðumst með honum lítinn
spotta. Í gegnum tíðina hafði Mannsi
stundað sjóinn af kappi og sló ekki
slöku við, það eru allnokkur tonn
sem hann hefur komið með að landi.
Hann lét ekki aftra sér frá því að fara
út á sjó „smá slappur“, og lét hann
aldrei á slappleika bera. Mannsi
hafði mjög gaman af því að ferðast
um landið og valdi sér húsbíl til þess.
Hann fór (upp um fjöll og firnindi) út
um allt á sínum húsbíl og hafði virki-
lega gaman að því. Oft kom hann við í
Borgarnesi hjá bróður sínum og fjöl-
skyldu hans og hittum við hann oft
þar. „Sæll frændi, sæl frænka“ voru
þau orð sem maður heyrði þegar
Mannsi frændi kom í heimsókn,
hann var okkur mikill vinur.
Við biðjum Guð að styrkja fjöl-
skyldu hans á þessum erfiða tíma og
sendum Guðnýju, Lóu, Dóru, Guddu,
Ellu, Gumma, Elvu og fjölskyldum
þeirra okkar innilegustu samúðar-
kveðjur.
Ragnheiður Dagný,
Kristín Helga, Jóhanna Elva,
Pétur Guðni, Anna Margrét,
Ingi Björn, Karen Rut og Katrín
Rós.
MORGUNBLAÐIÐ tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar
endurgjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjórn blaðsins í
Kringlunni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Kaupvangsstræti 1,
Akureyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (569
1115) og í tölvupósti (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer
höfundar/sendanda fylgi.
Um hvern látinn einstakling birtist formáli, ein uppistöðugrein af
hæfilegri lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við
eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, - eða 2.200
slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð tak-
markast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa
skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar grein-
ar um fólk sem er 70 ára og eldra. Hins vegar eru birtar afmælisfréttir
ásamt mynd í Dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra.
Mikil áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða
tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprent-
uninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverknað.
Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa sem í daglegu tali eru
nefndar DOS-textaskrár. Þá eru ritvinnslukerfin Word og Wordperfect
einnig auðveld í úrvinnslu.
Birting afmælis- og
minningargreina