Morgunblaðið - 08.12.2001, Síða 62
UMRÆÐAN
62 LAUGARDAGUR 8. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
ÞAÐ er hálf öld síð-
an farið var að tala al-
varlega um að endur-
nýja þyrfti hitaveitu-
tankana á toppi
Öskjuhlíðar. Þeir
höfðu verið reistir þar
til að safna vatni sem
aðallega kom frá
Reykjum í Mosfells-
sveit eftir 17 km
langri leiðslu.
Tankarnir sem voru
úr steinsteypu voru
farnir að gefa sig og
þótti ekki skynsam-
legt að bíða með það
of lengi að endurnýja
þá.
Gerðar voru ráðstafanir og
teiknaðir nýir tankar á Öskjuhlíð-
artoppinn. Það hafði verið alllengi í
tali manna að skemmtilegt gæti
verið að byggja veitingastofu á
toppi tankanna því þaðan yrði gott
útsýni yfir borgina. Margir höfðu
komið þar að, Kjarval var mjög
áhugasamur um þetta á þeim tíma
og fleiri höfðu lagt fram teikningar.
En að lokum voru það Ingimundur
Sveinsson arkitekt og hans félagar
sem komu með tillögu um að
byggja ofan á tankana hvolfþak þar
sem gólfið snerist með vissum
hraða svo menn fengju útsýni yfir
allan sjóndeildarhringinn. Það var
mál manna að þessa fegurstu lóð í
Reykjavík fengi Hitaveitan til um-
ráða. Mönnum fannst að það væri
ekki óeðlilegt að yrði meira gert
fyrir þær byggingar sem menn
horfðu á daglega, falleg staðsetn-
ing og bygging sem landsmenn
nytu að skoða. Vaxandi áhugi
fylgdi því að leggja fé í slíkt minn-
ismerki, sem ég myndi kalla minn-
ismerki Reykjavíkur.
Eftir nokkuð langan undirbúning
undir forystu hins dugmikla borg-
arstjóra Davíðs Oddssonar var lok-
ið við teikningar og upp úr 1987 var
ákveðið að fara í þessar fram-
kvæmdir og var hagkvæmt að gera
þetta um leið og tankarnir voru
endurnýjaðir. Þeir voru nú gerðir
úr stáli sem nýtist náttúrlega miklu
betur en steypan.
Byggingarstjóri var ráðinn Jó-
hannes Zöega ásamt verkfræðingn-
um Árna Gunnarssyni sem aðstoð-
aði Jóhannes og stjórnaði þessu
verkefni um tíma í veikindum Jó-
hannesar. Var vel að þessu verki
staðið eins og öðru sem þeir fé-
lagar tóku að sér.
Ýmsir verkþættir voru boðnir út
og yrði of langt mál að telja þá alla
upp hér.
Á þessum árum sem liðin eru
hefði starfsemin í Perlunni mátt
vera meiri.Veitingareksturinn var
leigður út. Nú, ef að menn hefðu
ætlað að græða á þessu hefði leigan
mátt vera mun hærri, en þá hefði
veitingareksturinn ekki borið sig
og enginn viljað taka hann að sér,
en það hefur oft verið fjölmenn
starfsemi þarna. Aðalþungamiðjan
er móttaka ferðalanga sem koma
þarna til að líta yfir borgina og
njóta útsýnis. Mér finnst byggingin
hafa reynst vel, húsið traust og
haldið vel vindi og regni en það
hefði mátt hafa meiri rekstur þar
og hlýlegra umhverfi með fleiri
blómum. Það hafa verið gerðar
ýmsar ráðstafanir, eins og stækkun
á eldhúsi. Það var gert til að gera
veitingareksturinn þægilegri. Aðal-
atriðið held ég að sé falleg bygging
í fallegu umhverfi sem
nýtur sín vel. Nú í
haust hafa orðið nokk-
ur kaflaskipti og end-
að með því að Orku-
veita Reykjavíkur og
einnig borgarráð og
borgarstjórn hafa
samþykkt að leita eft-
ir sölu þess hluta
byggingarinnar sem
annast veitingasölu.
Því hefur verið
haldið fram að óeðli-
legt væri að borgin
væri að reka veitinga-
hús í samkeppni við
frjálst framtak. Það er
ekki rétt því að borgin
hefur ekki rekið veitingasöluna.
Sjálfstæður aðili hefur leigt hús-
næðið. Nú, en þá kemur upp sú
spurning hvort við eigum að selja
minnismerkið okkar eða aðrar
markverðar byggingar í borginni.
Er það eðlilegt að þær séu í eigu
borgarinnar? Þetta getur verið
smekksatriði og kannski umdeilan-
legt því Perlan fer ekki neitt þótt
hún verði seld. Hún verður þarna
áfram og kannski kemur einhver
veitingamaður sem getur gert bet-
ur. Þetta kostar allt mikið og það
hefur verið sá akkelesarhæll sem
hefur gert reksturinn á Perlunni
erfiðan; þ.e. fjármálin. En matur
og þjónusta hafa notið vinsælda.
Þegar keypt er málverk til að
hengja á vegg eða stytta á borð er
ekki alltaf verið að hugsa um hvort
fjárfestingin borgi sig eða hvort
hún muni skila einhverjum arði. Ég
býst ekki við að margir hugsi þann-
ig. Fólk er að skapa skemmtilegt
og þægilegt upplýsandi umhverfi
sem mér finnst að Perlan hafi gert
og Hitaveitan gróðursetti á sínum
tíma mikinn skóg þar í kring og
gefur það hlýlegt útlit.
Ég hélt nú ekki að Orkuveitan
eða borgin væru í slíkum peninga-
vandræðum að það þyrfti að selja
listaverk sitt, þessa merku bygg-
ingu. Það væru margar byggingar í
borginni sem hægt væri að selja.
Við getum byrjað á Höfða, margar
höggmyndastyttur, Kjarvalsstaði
og svona mætti lengi telja. Þá kem-
ur alltaf þessi spurning: Hvaða
metnað hefur borgarstjórnin að
viðhalda hlutverki Reykjavíkur
sem menningarborgar, höfuðborg-
ar sem getur vísað stolt á ýmislegt
sem hefur verið gert hér í borg-
inni? Hitt er svo annað mál að það
breytir ekki borginni þó að einhver
hluti Perlunnar verði seldur því
hún verður þarna áfram og verði
henni haldið eins vel við eins og
borgin hefur gert verður hún okk-
ur áfram til sóma.
Til varnar
Perlunni
Páll
Gíslason
Öskjuhlíð
Ég hélt nú ekki að
Orkuveitan eða
borgin væru í slíkum
peningavandræðum,
segir Páll Gíslason,
að það þyrfti að
selja listaverk sitt.
Höfundur er læknir, áður formaður
veitustofnana Reykjavíkur.
FJÁRFESTING
borgarbúa í ljósleið-
araneti hefur verið
mjög í sviðsljósinu og
verður eflaust áfram.
En þrátt fyrir alla um-
ræðuna er ég ekki frá
því að mörgum sé
ókunnugt um að ljós-
leiðarakerfið er eitt hið
umfangsmesta upplýs-
ingakerfi sem til er í
höfuðborg í dag. Ég er
líka viss um að ennþá
færri vita af IP-Borg-
arnetinu sem byggt
hefur verið upp til þess
að nýta burðargetu
ljósleiðaranetsins enn
betur. Mig langar því að víkja
nokkrum orðum að IP-Borgarnet-
inu, sem ég hef stundum sagt að sé
eitt af best varðveittu leyndarmál-
unum um tækifæri íslensks atvinnu-
lífs til öflugra samskipta innbyrðis
og gagnvart umheiminum
Mikil umferð
Nú þegar er umferðin á IP-Borg-
arnetinu reyndar orðin langt um-
fram það sem búist var við þegar
uppbygging þess hófst á miðju síð-
asta ári. Augljóst er að framsækin
íslensk fyrirtæki og stofnanir munu
nýta sér möguleika þess út í ystu
æsar. Sömuleiðis blasir það við að
smærri fyrirtæki og einstaklingar
nýta sér nú þegar fjölmarga mögu-
leika netsins og vafalaust á sú notk-
un eftir að margfaldast á allra
næstu misserum.
Ég er sannfærður um að í fæstum
tilfellum gera notendur sér grein
fyrir því hvernig ljósleiðaranetið og
IP-Borgarnetið flýta nú þegar veru-
lega fyrir þúsundum símtala og
margvíslegum tölvusamskiptum og
gagnaflutningum á hverjum degi.
Og það er í sjálfu sér
allt í lagi. Það er langt
í frá hlutverk almenn-
ings að hafa áhyggjur
af því lengur með
hvaða hætti fjarskipti
hans og netsamskipti
ganga fyrir sig.
Fjarskipti
yfir IP-net
Skammstöfunin IP
stendur fyrir Internet
Protocol og er leiðandi
staðall í gagnaflutning-
um um tölvukerfi.
Hefðbundin símtöl,
tölvugögn og marg-
miðlunarefni hafa
smám saman verið að færast yfir á
IP-staðalinn og með uppbyggingu
IP-Borgarnetsins svarar Lína.Net
sívaxandi eftirspurn hér á landi eft-
ir margvíslegum háhraðatenging-
um.
IP-Borgarnetið er samansett af
tengipunktum sem eru víðs vegar
um borgina þar sem ljósleiðaranet
Línu.Net liggur í jörðu og er hver
tengipunktur tengdur við aðra tvo
með fjórum Gigabit-tengingum til
að hámarka afkastagetu og uppi-
tíma. IP-Borgarnetið er því bæði
víðfeðmt og sveigjanlegt en inn á
það tengjast önnur kerfi Línu.Nets
þ.e. Loftlínu-, Raflínu- og Ljóslínu-
kerfið.
Með tilkomu IP-netsins eiga fyr-
irtæki nú möguleika á að tengjast
útibúum sínum með háhraðateng-
ingum á IP-samskiptalagi. Þannig
eiga þau möguleika á hvaða þjón-
ustu sem er yfir einungis einn
streng tengdan IP-netinu. Innan
IP-netsins er jafnframt myndað
lokað net fyrir útibú fyrirtækja sem
flytur gögn örugglega yfir netið.
Borgarnetinu tengist einnig öflugt
örbylgjukerfi en með því eiga lítil
fyrirtæki og starfsmenn þeirra
möguleika á að tengjast neti fyr-
irtækis síns með öruggum hætti.
Lína.Net hefur með Borgarnetinu
gefið fyrirtækjum möguleika á
tengingum sín á milli og út á Int-
ernetið sem einungis hafa verið á
færi stórfyrirtækja og fjarskipta-
fyrirtækja til þessa. Þar með hefur
Lína.Net opnað smærri fyrirtækj-
um dyr að framtíðarþjónustu.
Öflugur notendahópur
Notendur ljósleiðaranetsins eru
fjölmargir í dag og í raun mun fleiri
en búist var við þegar fyrirtækið
var stofnað. Nær allar heilbrigðis-
stofnanir nýta sér ljósleiðaranetið,
ásamt allflestum háskólastofnunum,
rannsóknarstofum, grunnskólum,
helstu menntaskólunum, stærstu
bönkunum og ýmsum einkareknum
stórfyrirtækjum. Síðast en ekki síst
nota önnur fjarskiptafyrirtæki eins
og Íslandssími, Tal og Halló-Frjáls
fjarskipti ljósleiðaranetið og veita
Landssíma Íslands virka samkeppni
í nútíma fjarskiptum.
Dýrmætt leyndarmál
Otto V.
Winthe
Ljósleiðari
Notendur ljósleiðara-
netsins eru fjölmargir
í dag, segir Otto V.
Winthe, og í raun
mun fleiri en búist
var við þegar fyrir-
tækið var stofnað.
Höfundur er forstöðumaður
viðskiptasviðs Línu.Nets.
Í Morgunblaðsgrein
hinn fjórða þessa mán-
aðar fer framkvæmda-
stjóri Samtaka banka
og verðbréfafyrir-
tækja mikinn og virð-
ist vera mikið niðri
fyrir. Fyrrihluti grein-
arinnar fjallar mest
um vaxtamun á lána-
markaði. Síðari hlut-
inn fjallar síðan um
samkeppni.
Vaxtamunur
á lánamarkaði
Í umfjöllun sinni og
tilraunum til að verja
okurvextina styðst
framkvæmdastjórinn við raunvexti,
þ.e. nafnvexti að frádregnum verð-
bólguáhrifum. Við skulum skoða
þetta örlítið nánar. Skuldarar þessa
lands þurfa að greiða fulla okur-
vexti þ.e. raunvexti plús verðbólgu-
álag. Skuldarar þessa lands hafa
enga sjálfvirka aðferð til að mæta
verðbólguáhrifum. Bankar og fjár-
málafyrirtæki eru þeir einu sem
njóta slíkra forréttinda. Hverjir
eru síðan helstu framleiðendur
verðbólgu aðrir en bankar og fjár-
málastofnanir? Þeir eru með allt
sitt á hreinu þ.e. með fulla trygg-
ingu fyrir verðbólguáhrifum. Ég
mun færa nánari rök fyrir þessari
staðhæfingu minni verði þess ósk-
að.
Stýrivextir Seðlabanka Íslands
hafa vissulega mikil áhrif á hátt
vaxtastig í þessu landi. Þar eru
uppi svipuð sjónarmið og í lækn-
ingaaðferðum miðalda. Helstu hirð-
læknar og fylgjendur þeirra á þeim
tíma stunduðu þær lækningar
helstar að taka sjúklingum blóð,
þeir sjúklingar sem ekki voru mjög
illa haldnir hresstust e.t.v. við slík-
ar aðgerðir, hinir einfaldlega dóu.
Í viðleitni sinni til að lækna fár-
sjúkt hagkerfi landsins sjá þessir
hirðlæknar bankakerfisins engar
aðrar leiðir en að taka
sjúklingnum blóð.
Engin tilraun virðist
vera gerð til að finna
eða greina hinar raun-
verulegu ástæður
krankleikans. Sem
betur fer fyrir mann-
skepnuna komu fram
læknar á miðöldum og
síðar sem skilgreindu
ástæður veikinda
þeirra tíma, sem fólust
m.a. í óþrifnaði og
sýklum og bakteríum
af þeim ástæðum.
Áskorun mín til
þessara hirðlækna
vorra tíma er að þeir
nýti sér menntun sína og innsæi til
að leita hinnar raunverulegu
ástæðu krankleikans í hinu íslenska
fársjúka hagkerfi. Allir útreikning-
ar hins virðulega framkvæmda-
stjóra eru út í hött einfaldlega
vegna þess að forsendur eru rang-
ar.
Markmiðið ætti að vera að
tryggja eðlilegt og heiðarlegt efna-
hagsumhverfi sem og heilbrigt við-
skiptaumhverfi. Sjúklingurinn ætti
að vera aðalatriðið en ekki hirð-
læknirinn eða fylgisveinar hans.
Samkeppni
Í viðleitni sinni við að lýsa sam-
keppni í fjármálaheiminum fjallar
framkvæmdastjórinn um sam-
keppni frá öðrum aðilum s.s. er-
lendum bönkum, lífeyrissjóðum,
fjárfestingalánasjóðum, eignar-
leigufyrirtækjum og trygginga-
félögum. Þessi umfjöllun snýr að
hinni hefðbundnu lánastarfsemi og
vissulega kann það að vera rétt að
þarna sé um samkeppni að ræða.
Að mér læðist hins vegar sá grunur
að töluvert samráð eigi sér stað
innan þessa kerfis alls. Eru bankar
t.d. ekki aðilar að eignarleigufyr-
irtækjum, tryggingafélögum og
víðar?
Ég er ef til vill svona illa þenkj-
andi.
Á hinum seinni árum hefur
myndast mjög drjúgur tekjustofn
innan bankakerfisins sem nefnist
aðrar tekjur eða tekjur af þjón-
ustugjöldum. Þar er ekki fyrir að
fara samkeppni, enda forsendur
fyrir því hagfræðilögmáli ekki fyrir
hendi. Þegar óskyldur aðili er kúg-
aður til að greiða þóknun eða við-
skiptakostnað fyrir viðskiptamenn
bankakerfisins eru a.m.k. þrjár
mjög mikilvægar hagfræðikenning-
ar teknar úr sambandi. Ein þessara
hagfræðikenninga er sjálft mark-
aðslögmálið þ.e. lögmálið um eðli-
lega samkeppni. Önnur kenningin
fjallar um lögmálið um framboð og
eftirspurn og sú þriðja fjallar um
sjálft peningahagkerfið, þetta sem
lögin snúast um. Áhrif bankakerf-
isins og afleiðingar vegna misnotk-
unar þess á hagfræðikenningum og
lögmálum sjáum við síðan í þeim
yfirgangi markaðsráðandi fyrir-
tækja, m.a. á dagvörumarkaði,
bókasölu, á sérvörumarkaði, í bens-
ínsölu, plötusölu og víðar.
Kæri framkvæmdastjóri farðu í
naflaskoðun. Þessi stóru fyrirtæki
hafa fengið forskot í samkeppninni
í skjóli óeðlilegra og óheiðarlegra
viðskiptahátta sem bankakerfið ber
Með allt á hreinu
Sigurður
Lárusson
Viðskipti
Aðilar, sem náð hafa
markaðsráðandi stöðu í
samstarfi við banka-
kerfið, segir Sigurður
Lárusson, misnota
þessa stöðu sína og ná
fram mun hagstæðari
kjörum í viðskiptum.
Gleðileg jól
Hólagarður