Morgunblaðið - 08.12.2001, Side 67

Morgunblaðið - 08.12.2001, Side 67
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. DESEMBER 2001 67 HVAR og hverjum slær hjarta þitt á þess- ari aðventu og á kom- andi jólum? Erum við full barnslegrar eftir- væntingar og tilhlökk- unar? Eða erum við kannski kvíðin? Minn- ingar þyrlast upp. Sumar ljúfar og aðrar kannski sárar, jafnvel ljúfsárar. Okkur finnst að undirbúningur jólanna megi ekki mis- heppnast. Allt þarf að klárast, vera tilbúið, strokið og hreint. Það er aðventa. Og það er eftirvænting í loftinu. Það er von á gesti sem mun koma hvernig sem undirbúningur- inn stendur. Hvernig sem verður ástatt fyrir þér. Það er von á óvenju- legum gesti. Hann mun ekki þröngva sér inn til þín, en hann mun koma og knýja á þínar hjartadyr og býðst til að fylla tilveru þína tilgangi og lífi. Jólin koma. Allt verður svo kyrrt og hljótt, svo ólýsanlega heilagt. Það er von á frelsara heimsins, hann kemur til að vitja þín og gefa þér frið. Frið sem er æðri mannlegum skilningi. Frið sem mun vara. Hvernig ert þú stemmdur? Verð- ur þú tilbúinn? Verður þú ekki örugglega búinn að kaupa allt, þrífa og skreyta? Verður ekki örugglega allt klárt hjá þér um jólin? Hvernig sem þú verður stemmdur og hvort sem þú verður tilbúinn, þá kemur hann, frelsari heimsins, Jesús Kristur, sonur Guðs og býðst til að dvelja hjá þér. Og ekki aðeins um stutta stund. Heldur vill hann eiga samleið með þér um alla eilífð. Hann kemur og bíður þolinmóður við hjartadyr þínar tilbúinn að stíga inn ef og þegar það hentar þér. Þú einn hefur lyklavöldin að þínu dýrmæta hjarta. Eng- inn getur hleypt hon- um inn til þín nema þú sjálfur. Valdið er þitt. Verður honum boðið inn til þín um þessi jól eða er kannski ekki pláss? Verður hann sendur í gripahúsið eins og forðum, þar sem er kuldi og trekkur, vond lykt og skítur? Verður frelsarinn Jesús inni eða úti á þessum jólum? Hvar og hverj- um slær hjarta þitt á þessari að- ventu og á komandi jólum? Slær það honum sem lagði líf sitt í sölurnar fyrir þig svo þú mundir lífi halda? Slær það þínum minnsta bróður sem þarf á ást þinni, umhyggju, kærleika og tíma að halda? Eða slær það í tómarúmi veraldlegs hégóma og til- gangsleysis eða sjálfselsku þar sem græðgi og lostafengnar fýsnir ráða ferðinni þar sem stress og varanleg- ur ófriður ræður ríkjum? Ófriður, óróleiki og tilgangsleysi sem skaðar bæði hjarta þitt og umhverfi allt. Kærleiksríkur og algóður Guð gefi okkur öllum hreint hjarta sem slær af öryggi, taktfast en milt. Hjarta sem slær í takt við himininn. Hvar slær hjarta þitt? Sigurbjörn Þorkelsson Aðventa Þú einn, segir Sigurbjörn Þorkelsson, hefur lyklavöldin að þínu dýrmæta hjarta. Höfundur er rithöfundur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.