Morgunblaðið - 08.12.2001, Qupperneq 68

Morgunblaðið - 08.12.2001, Qupperneq 68
UMRÆÐAN 68 LAUGARDAGUR 8. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ BÓKHALDSBRANDARI ársins kemur úr félagsmálaráðuneytinu. Í fúlustu alvöru ber ráðuneytið því við að nýta megi grunnskóla eða jafnvel leikskóla höf- uðborgarsvæðisins sem sumarhótel og því þurfi ekki að færa slíkar byggingar inn í efnahagsreikning sveitarfélaga eins og alþjóðlegar reglur segja til um. Þessi veruleikafirring ráðu- neytisins er með ein- dæmum. Skuldir bæjarsjóðs Hafnarfjarðar stefna í rétt tæpa níu millj- arða króna um áramót og hafa þá aukist um meira en helming á þessu kjörtímabili. Það brýtur nokkuð í bága við yfirlýst markmið meiri- hluta Sjálfstæðis- og Framsóknar- flokks um „að taka fjármálin föst- um tökum“ og „stöðva óráðsíu“ fyrri kjörtímabila. Í bókhald bæj- arsjóðs vantar hins vegar um tveggja til þriggja milljarða króna skuldbindingar vegna einkafram- kvæmda. Því má segja að um fjög- urra milljarða skuld bæjarsjóðs við síðustu kosningar sé komin yfir ell- efu milljarða. Allir Hafnfirðingar vita það mæta vel, að þeir skólar og leik- skólar sem byggðir hafa verið fyrir bæinn í formi einkaframkvæmda eru hugsaðir sem langtímafjárfest- ing. Þeir vita líka mæta vel að sér- hannaðir skólar og leikskólar verða hvorki nýttir undir sumarhótel né framhaldsskóla. Allir vita að slíkt mun aldrei gerast enda byggist skipulag heilu hverfanna á þessum þjónustustofnunum. Einungis þeir í félagsmálaráðuneytinu láta sér detta í hug að grunn- skóla í heilsársrekstri megi nýta sem sum- arhótel. Eitt af skilyrðum Alþjóðlega reiknings- skilaráðsins fyrir því að færa þurfi slíkar framkvæmdir, einka- framkvæmdir, inn í efnahagsreikning er að sýnt þykir að við- komandi mannvirki verði ekki nýtt til ann- arra hluta en þeirra sem leigutakinn nýtir hann til nema með ærnum tilkostnaði. Á þetta benti Félag lög- giltra endurskoðenda í áliti sínu til reikningsskilanefndar ráðuneytisins. Reikningsskilanefnd leyfir sér hins vegar að koma fram með hina arfavitlausu röksemda- færslu til félagsmálaráðuneytisins að ekki þurfi að fara að góðum reikningsskilavenjum og alþjóðleg- um reglum í þessu tilviki því nýta megi grunnskóla Hafnarfjarðar sem sumarhótel. Hvort hér er á ferð einber aula- háttur nefndarinnar og ráðuneyt- isins eða pólitísk þjónkun skal ósagt látið. Vonandi hið fyrra. Sjálfstæðis- og Framsóknarflokkur eru að leggja fjármál Hafnarfjarð- arbæjar í rúst. Á meðan situr ráðu- neyti sveitarstjórnarmála með hendur í skauti og lætur sem það sjái ekki í hvað stefnir. Meðan skuldir bæjarsjóðs, samkvæmt framangreindu, eru komnar vel yf- ir hálfa milljón króna á hvert mannsbarn í Hafnarfirði segir ráðuneytið: Fínt félagar, meðan þið getið falið skuldbindingarnar. Að lokum vil ég bera fram eina spurningu hér á opinberum vett- vangi að gefnu tilefni. Er það mat félagsmálaráðherra og ríkisstjórn- arinnar að þeir vextir sem sveit- arfélög munu greiða næsta aldar- fjórðunginn liggi nærri 7,5%? Það er mikilvægt að fá svar við þessari spurningu því þeir vextir eru lagðir til grundvallar við nývirðisreikn- inga reikingsskilanefndar ráðu- neytisins. Ég veit að Hafnarfjarð- arbær hefur lengst af á umliðnum árum greitt um 5% vexti af lang- tímalánum sínum, stundum örlítið meira og stundum örlítið minna. Til skýringar er rétt að taka fram að eftir því sem menn gefa sér hærra vaxtastig í nývirðisreikning- um því lægri tölur fá þeir út úr nú- virðingunni. Að lokum þætti mér vænt um ef félagsmálaráðherra eða reiknings- skilanefndin gætu bent mér á þá grunnskóla í þéttbýli eða á höf- uðborgarsvæðinu sem nýttir eru sem sumarhótel. Við Hafnfirðingar vitum að sá tími sem grunnskól- arnir okkar eru ekki nýttir í þágu hins eiginlega skólahalds, einn til tveir mánuðir á ári, er notaður til að þrífa þá og sinna viðhaldsverk- efnum. Að augljóslega gefnu tilefni vil ég taka það fram að ég er ekki að spyrja um heimavistir á lands- byggðinni. Með von um skjót svör brand- arakarlanna í félagsmálaráðuneyt- inu. Bókhalds- brandari ársins Tryggvi Harðarson Sveitarstjórnarmál Sjálfstæðis- og Fram- sóknarflokkur eru, segir Tryggvi Harðarson, að leggja fjármál Hafnar- fjarðarbæjar í rúst. Höfundur er bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Hafnarfirði. PÁLL Vilhjálmsson fulltrúi skrifar grein í Morgunblaðið 27. nóv. um hugsanleg áhrif Ís- lands innan ESB undir fyrirsögninni ,,Ísland hefði 1% áhrif í ESB“. Þar heldur hann því fram að áhrif smá- þjóða séu lítil innan Evrópusambandsins og við Íslendingar yrð- um dæmdir til áhrifa- leysis ef við myndum ganga í sambandið. Þar sem ég er einn þeirra sem er fylgj- andi því að skoða möguleika á inngöngu Íslands í ESB verð ég að mótmæla þeim órökstuddu fullyrðingum sem koma fram í grein Páls. Það er reyndar rétt sem hann segir um fjölda atkvæða til dæmis Lúxemborgar í ráðherraráðinu og á Evrópuþinginu. Sú hráa tölfræði segir hins vegar ekki nema hálfa söguna. Staðreyndin er nefni- lega sú að smærri rík- in hafa hlutfallslega mun meiri völd en þau stærri. Páli til fróð- leiks má geta þess að Lúxemborgari hefur tvisvar gegnt stöðu forseta framkvæmda- stjórnar Evrópusam- bandsins (Gaston Thorn 1981-85 og Jacques Santer 1995- 99) en það er valda- mesta embætti ESB. Til samanburðar hafa Bretar, Þjóðverjar og Hollendingar aðeins stjórnað þessu embætti einu sinni. Margar af mik- ilvægustu stofnunum Evrópusam- bandsins, meðal annars Evrópu- dómstóllinn, eru staðsettar í Lúxemborg. Landið hefur þar að auki haft mjög mikil áhrif á alla lög- gjöf ESB varðandi banka og fjár- mál og þannig væri lengi hægt að telja um áhrif smærri ríkja á þróun ESB. Að halda öðru fram er hrein- lega ekki rétt. Páli og öðrum þeim sem halda slíkum rökum fram er bent á að kynna sér rannsóknir Baldurs Þór- hallssonar lektors við Háskóla Ís- lands um stöðu smærri ríkja innan Evrópusambandsins. Um þær er til dæmis hægt að lesa í ágætu viðtali við Baldur í Morgunblaðinu sunnu- daginn 2. apríl árið 2000. Þar kemur fram að smáum ríkjum gangi yf- irleitt vel að ná fram hagsmunum sínum og þrátt fyrir fyrirhugaða stækkun séu það einkum stóru ríkin sem hafi áhyggjur af því að smærri ríkin verði ráðandi í sambandinu. Af sama meiði er grein Steingerðar Ólafsdóttur blaðamanns Morgun- blaðsins 24. nóvember en þar vísar hún í viðtal sem hún átti við Austur- ríkismanninn Franz Fischler, einn af reyndari framkvæmdastjórum Evrópusambandsins. Þar segir Fischler meðal annars: ,,Evrópu- sambandið er ekki stofnun þar sem þeir stóru koma vilja sínum fram á kostnað þeirra minni. Allir hafa rétt á sinni skoðun og engum er gert að fórna þjóðarhagsmunum.“ Ef rökum Páls um áhrifaleysi Ís- lendinga vegna smæðar þjóðarinn- ar væri beitt á alþjóðasamstarf al- mennt þá ættu Íslendingar ekkert að ómaka sig á því að taka þátt í slíku samstarfi hvort sem það heitir EFTA, Norðurlandaráð, Samein- uðu þjóðirnar, WTO eða eitthvað annað. Við erum svo fámenn að áhrif okkar væru nánast engin. En hver er staðreyndin? Jú, þar sem við beitum okkur og höfum sér- fræðiþekkingu er hlustað á okkur og rödd okkar skiptir máli. Þar er líklegast nærtækast að nefna haf- réttarmál þar sem íslenskir sér- fræðingar hafa verið í fararbroddi í marga áratugi sbr. Hans G. And- ersen. Einnig hafa Íslendingar stýrt EFTA með öflugum hætti þrátt fyrir smæð þjóðarinnar. Ég er þess fullviss að áhrif Ís- lands yrðu umtalsverð í ESB á þeim sviðum sem við kysum að beita okkur, ekki síður en í öðru al- þjóðasamstarfi sem við höfum kom- ið að til dæmis í sjávarútvegsmál- um. Orð Páls um æpandi tómahljóð í málflutningi okkar sem viljum skoða þessi mál með opnum huga dæma sig því sjálf því dæmin sanna annað. Eru Íslendingar áhrifalausir á alþjóðavettvangi? Andrés Pétursson Höfundur situr í stjórn Evrópusamtakanna. ESB Áhrif Íslands yrðu um- talsverð í ESB, segir Andrés Pétursson, á þeim sviðum sem við kysum að beita okkur. Cider vinegar diet formúla FRÁ Vatnslosun, brennsla, og megrun meðGMP gæðaöryggi Apótekin FRÍHÖFNIN H á g æ ð a fra m le ið sla SÚ KYNSLÓÐ sem er á menntaskólaaldri núna er að öllu jöfnu mjög vel upplýst, eða ætti að minnsta kosti að vera það. Allar upplýsingar eru mjög aðgengilegar og frétt- ir í sjónvarpi og á Netinu eru auðfengn- ar. En hvað skiptir þessa kynslóð máli? Hvort veldur henni meira hugarangri; stríð og hungursneyð eða sápuóperur í sjón- varpi? Hvert stefnir þessi kynslóð, sem við nefnum „Cocoa Puffs“-kynslóðina? Stefnir hún að því að gera heiminn að betri stað og efla samkennd og bróðurkær- leik eða stefnir hún að framapoti og eiginhagsmunasemi? Þar sem við erum menntskæl- ingar sjálf höfum við ef til vill betri innsýn og skilning en venju- legir pennar á hugarheimi þessa hóps sem við erum sjálf hluti af. Vissulega urðu allir fyrir miklu áfalli þegar hryðjuverkin á Banda- ríkin dundu yfir og öllum var brugðið. En það voru eftirmálin sem vöktu athygli okkar. Nokkr- um dögum eftir árásirnar þegar ljóst var hverjir voru að verki breyttist umræðan á göngum skól- ans, samræður fylltust reiði og hatri og hljóðið gaf til kynna að fólk vildi ekki annað en hefnd í garð þjóðar þessara hryðjuverka- manna. Við ætlum ekki að dæma um hvort það er rétt eða rangt en það væri ef til vill betra að fá um- ræðuna á málefnalegra plan. Af hverju dæmir fólk aðra svo fljótt? Veit það allan sannleikann? Gefum okkur að sá fréttaflutningur sem við sjáum sé aðeins einhliða, að hann taki afstöðu og myndi samúð með öðrum aðilanum. Er þá rétt í því ljósi að dæma svona? Það er okkar skoðun að við höfum engan rétt til að dæma heila þjóð eða trúarhóp fyrir sakir fárra. Ísland hefur kannski sérstöðu í því máli því Íslendingar hafa aldr- ei átt beinan þátt í blóðugu stríði. Hryðjuverk í Smáralind Brynja Björnsdóttir Samfélagsmál Sú gríðarlega athygli sem þetta musteri hé- gómans fékk hjá „Cocoa Puffs-kynslóðinni“ er henni til háborinnar skammar, segja Brynja Björnsdóttir og Gunnar Örn Heimisson. En er við okkur að sakast? Gunnar Örn Heimisson
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.