Morgunblaðið - 08.12.2001, Page 71

Morgunblaðið - 08.12.2001, Page 71
KIRKJUSTARF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. DESEMBER 2001 71 AÐVENTUKVÖLD verður í Árbæj- arkirkju sunnudaginn 9. desember kl. 20.30. Aðventukvöld safnaðarins mark- ar í huga margra safnaðarmeðlima upphafið að jólaundirbúningnum. Eins og venjulega á þessu kvöldi er boðið upp á vandaða dagskrá í tali og tónum. Formaður sókn- arnefndar Þórarinn B. Gunnarsson flytur ávarp. Kórar kirkjunnar koma fram og flytja kirkjugestum nokkrar perlur tónbókmenntanna við undirspil góðra tónlistarmanna. Zbigniew Dubik-konsertmeistari. Andrzej Kleina-fiðla. Lovisa Fjel- sted-selló. Viera Manések-orgel. Barnakórinn syngur undir stjórn Margrétar Danheim. Kirkjukórinn syngur nokkur lög. Gospelkórinn kemur fram og syngur. Kórstjórn- andi og organisti er Pavel Manések. Aðalræðumaður kvöldsins er Andri Snær Magnason rithöfundur og Árbæingur. Sóknarprestur sr. Þór Hauksson flytur aðventuhugleið- ingu. Fermingarbörn flytja helgi- leik „Konungurinn kemur til þín“. Prestur safnaðarins, sr. Sigrún Óskarsdóttir, flytur bæn. Endað verður í kirkjunni á því að að tendr- að er á kertum kirkjugesta og sungin jólasálmurinn „Heims um ból“. Á eftir er kirkjugestum boðið að njóta léttra veitinga heitt súkku- laði, piparkökur og kleinur í safn- aðarheimili kirkjunnar. Aðventutónleikar í Fella- og Hólakirkju HALDNIR verða um klukkustund- ar aðventutónleikar í Fella- og Hólakirkju laugardaginn 8. desem- ber kl. 17:00. Barna-og unglingakór kirkjunnar og kór Fella- og Hóla- kikrju flytja tónlistina ásamt hljóð- færaleikurum. Sungin verða að- ventu- og jólalög. Guðrún Birgisdóttir og Martial Nardeau leika á flautu og Pavel Manasek leikur á píanó og orgel. Kórstjórar eru Þórdís Þórhallsdóttir og Lenka Mátéová. Að loknum tónleikunum eru kaffiveitingar í safnaðarheimilinu á vegum foreldrafélags barnakór- anna sem selja veitingarnar á vægu verði. Aðgangur á tónleikana er ókeyp- is og eru allir hjartanlega velkomn- ir. Lenka Mátéová, organisti Fella-og Hólakirkju. Kór Tónlistarskólans syngur í Dóm- kirkjunni KÓR Tónlistarskólans í Reykjavík syngur við messu sunnudaginn 9. desember kl.11:00 í Dómkirkjunni. Hálftíma á undan messu syngja og stjórna nemendur úr tón- menntakennaradeild skólans. Sr. Hjálmar Jónsson predikar en org- anisti og kórstjóri er Marteinn H. Friðriksson. Í messuni verða fluttir þættir úr Söngvasveig (Ceremony of Carols) eftir B. Britten í þýðingu Heimis Pálssonar. Aðventukvöld Fríkirkjunnar í Hafnarfirði AÐVENTUSAMKOMA Fríkirkj- unnar í Hafnarfirði verður sunnu- dagskvöldið 9. desember og hefst dagskráin kl. 20:30. Að venju verður boðið upp á fjöl- breytta dagskrá. Kór Fríkirkj- unnar leiðir söng og flytur söng- dagskrá undir stjórn Þóru Vigdísar Guðmundsdóttur organista og Örn Arnarson syngur einsöng og leiðir söng með gítarundirleik. Kór Flensborgarskólans í Hafnarfirði kemur í heimsókn og syngur undir stjórn Hrafnhildar Blomsterberg. Ræðumaður kvöldsins er Magnús Gunnarsson bæjarstjóri Hafn- arfjarðar. Að lokinni góðri stund í kirkjunni verður svo boðið upp á heitt súkku- laði í safnaðarheimili kirkjunnar. Aðventukvöld í Óháða söfnuðinum ENDURKOMUKVÖLD/Aðventu- kvöld verður sunnudagskvöldið 9. desember kl. 20.30 í kirkju Óháða safnaðarins við Háteigsveg. Ræðu- maður verður Sigmundur Ernir Rúnarsson, aðstoðarritstjóri DV. Kór safnaðarins syngur undir stjórn Peter Mate og Borgarkórinn syngur undir stjórn Sigvalda Kaldalóns. Að lokinni dagskrá verður svartbaunaseyði og smakk á smákökunum. Jólasveifla í Kefla- víkurkirkju EFNT verður til aðventu tónleika í Keflavíkur kirkju sunnudaginn 9. desember kl. 20:30. Þar verður lögð áhersla á létta en hátíðlega helgi tónlist. Nokkrir af virtustustu söngv- urum Reykjanessbæjar koma fram á tónleikunum. Það eru þau Rúnar Júlíusson, Birta Sigurjónsdóttir og Guðmundur Hermannsson sem syngja ásamt hljómsveit sem skipuð er ættingjum Rúnars Júlíussonar, það er honum sjálfum og sonum hans Júlíusi Rúnarssyni, Baldri Rúnarssyni og hinum landsfræga mági Rúnars, Þóri Baldurssyni. Þá mun kirkjukór Keflavíkurkirkju flytja þrjú hátíðleg lög. Lögin sem stórsöngvararnir syngja eru blanda af nýrri og gamalli tónlist. Kirkjukór Keflavíkurkirkju mun flytja Maríukvæði eftir Atla Heimi Sveinsson og Hans Nyberg og hvetja til almenns samsöngs á tveimur jólalögum. Sóknarprestur Keflavíkurkirkju mun flytja tón- leikagestum hugvekju á tónleik- unum. „Dagur í kirkjunni“ ÍSLENSKA Kristskirkjan með „dag í kirkjunni“ sunnudaginn 9. desem- ber. Morgunguðsþjónustan hefst kl. 11:00. Þar mun Friðrik Schram fjalla um spurninguna: „Staðfestir fornleifafræðin frásagnir Biblíunn- ar?“ Auk þess verður sérfræðsla fyrir hina ýmsu aldurshópa barnanna. Í hádeginu verður seld pitsa og síðan getur öll fjölskyldan föndrað saman fram eftir degi. Kaffi verður á boðstólum og piparkökur. Kl. 20:00 um kvöldið verður almenn samkoma. Þar verður mikil lof- gjörð og fólkið boðið að þiggja fyr- irbæn við altari kirkjunnar. Gíd- eon-félagar koma í heimsókn og kynna starf sitt. Allir eru velkomnir að taka þátt í þessum „degi í kirkj- unni“. Starfsfólk Fríkirkjunnar í Hafnarfirði. Aðventusamkoma í Njarðvíkurkirkju HIN árlega aðventusamkoma verð- ur í Njarðvíkurkirkju á sunnudag kl. 17 Dagskráin verður fjölbreytt að vanda og munu bæði börn og fullorðnir koma að henni. Aðalræðu samkomunnar flytur Guðný Hall- grímsdóttir prestur fatlaðra og systir hennar Hulda Guðrún Geirs- dóttir sópransöngkona syngur ein- söng. Börn af leikskólanum Holti Aðventukvöld Árbæjarkirkju

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.